Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 28
N. Kvo- Halldór Stefánsson: Saga Möðrudals á Efra-Fjalli. Framhald. Möðrudalssystur. Þegar dætur Sigurðar og Ástríðar voru komnar til þroskaaldurs og sátu gjaf- vaxta í foreldrahúsum, áttu þær allar eitt samnefni: Möðrudalssystur. Þær höfðu erft vænleik og atgjörvi foreldra sinna og menntuðust ágætavel þar heima, einkum í hannyrðum, sem þá var lögð meiri á- herzla á en bókleg fræði. Mun Sigríðar Magnúsdóttur hafa notið þar við að ekki litlu leyti. Til merkis um menntun þeirra systra má greina, að ein þeirra varð for- stöðukona hins fyrsta norðlenzka kvenna- skóla, sem enn verður. sagt. Dætur Jóns Sigurðssonar langafa þeirra höfðu einnig verið fjórar, sem sagt .hefir verið, vel menntar, og þóttu vera sérstak- lega góðir kvenkostir. Var þessum tveim systrahópum tíðum jafnað saman og hinn fyrri til aðgreiningar kallaður Möðrudals- systur eldri, en þessar Möðrudalssystur yngri. Fyrr hefir verið getið um aðdáun þeirra Fox-leiðangursmanna á Aðalbjörgu, elztu systurinni. — Af því að ummæli þeirra lýsa vel áliti og framkomu þeirra systra og menningu heimilisins í Möðrudal á þeim tíma, þá þykir vert að tilgreina nokkuð af umsögn þeirra hér orðréttri, í lauslegri þýðingu. Sá hét dr. Rae, sem ferðasöguna hefir ritað. Eftir að hafa lýst Sigurði bónda og farið nokkrum aðdáun- arorðum um heimilið, víkja þeir máli að Aðalbjörgu dóttur hans; segja, að hún líkist honum í áliti og sé fullkomið sýnis- horn norrænnar kvenfegurðar. Og eftir nokkrar málalengingar um kvenlegan þokka hennar, segir að lokum: „Það er ó- neitanlega furðulegt, að fyrirhitta hérs svo að kalla í óbyggðum, slíka stúlku, alda upp utan hins svokallaða menntaða heims og áhrifa frá honum. Og þó, — ef þessi stúlka væri klædd í tízkubúning „West- end“ og kæmi fram í veizlusölum sam- kvæmislífsins, þá skyldi ég veðja tíu á móti einum að hún kynni vel að hegða sér, myndi sóma sér að öllu vel og yrði í engu til ásteytingar, nema ef vera skyldi á þann hátt, að fríðleiki henriar og þokki kynni að vekja öfund. Aðalbjörg (f. 1841) var elzt þeirra Möðrudalsssytra og einna álitsjnest talin. Hún kemur enn við sögu, og vísast hér til þess. Elísabet (f. 1842) varð síðari kona Ein- ars Ásmundssonar í Nesi (7/7 1863). Þau áttu ekki afkomendur, en Einar ættleiddi Valgerði (f. 1861) dóttur Elísabetar, er hún hafði átt með Kristjáni Jóhannssyni, síðar bónda í Hólsseli, áður en hún giftist; var hún því talin einnig dóttir Einars. Valgerður varð kona Vilhjálms bónda í Nesi Þorsteinssonar. Börn þeirra: 1. Jóna, gift í Danmörku. 2. Sigurlaug, gift Sveini Þórðarsyni frá Höfða, 3. Þorsteinn, fiski- matsmaður í Hrísey, 4. Jakobína (dáin). Elísebet lifði Einar bónda sinn og bjó eftir hann í Nesi uni hríð. Eftir að hún lét af búskap, dvaldist hún hjá dóttur sinni og tengdasyni. Var hún sú eina af Möðrudalssystrum, sem náði háum aldri.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.