Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 29
N. Kv.
23
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
Jóna (f. 12/5 1851) fluttist rúmlega tví-
tug að aldri að Nesi til Elísabetar systur
sinnar. Nokkru síðar giftist hún Gunnari
syni Einars, er um það leyti var verzlun-
armaður á Akureyri. Haustið 1876 fór hún
utan til Kaupmannahafnar og dvaldi þar
veturinn eftir við nám, og var að því
loknu fengin til að veita forstöðu Kvenna-
skóla Skagfirðinga að Ási í Hegranesi,
hinn eina vetur, sem hann starfaði þar
(1877—1878). Þótti hún ágætur kennari.
Næsta vetur var hún forstöðukona
Kvennaskóla Eyfirðinga að Laugalandi í
fjarveru forstöðukonunnar, frú Valgerð-
ar Þorsteinsdóttur. Jóna lézt að Nesi 15.
febr. 1880, tæplega þrítug að aldri.
I eftirmælum í Norðlingi segir, að hún
hafi verið sjálfkjörin til að veita skólan-
um á Laugalandi forstöðu í forföllum
hinnar ráðnu forstöðukonu og að hún hafi
feyst störfin af hendi með jöfnu lofi og
aðdáun prófdómenda, sem elsku og virð-
lngu lærimeyja. Bera þeir vitnisburðir,
sem hún fékk fyrir þessi störf sín, vott
um atgjörvi hennar og álit og um menn-
lngu foreldrahúsanna, en þar hlaut hún
Þó að hafa fengið mesta menntun sína.
Einbirni hennar og Gunnars var Einar,
stofnandi og fyrsti ritstjóri dagblaðsins
Vísir.
Jakobína (f. 1854) var yngst þeirra
Ntöðrudalssystra. Hún giftist heima þar í
f'JÖðrudal (26/5 1876) Þorsteini Einars-
syni frá Brú. Þau bjuggu þar skamma
taíð, sem enn verður getið; fluttust fyfst
að Brú og þaðan brátt aftur til Akureyr-
ar- Þar andaðist hún 29. okt. 1884, „vel
^iermt, gáfuð og góð kona“, segir í eftir-
^selum. — Á meðal barna hennar og
-^orsteins eru Vernharður menntaskóla-
kennari á Akureyri og Soffía kona Jóns
J* Bíldfells í Winnipeg.
Reykul ábúð. 1876—1881.
Næstu fitnm árin eftir að Ástríður,
ekkja Sigurðar, lét af ábúð í Möðrudal,
var ábúðin reykul, ýmist í höndum
Möðrudalsættar eða Brúarættar, sem að
loknu þessu tímabili fékk eignarhald á
jörðinni.
Stefán Einarsson hafði kvænzt Aðal-
björgu dóttur Ástríðar árið, sem hann var
ráðsmaður á búi hennar (26. okt. 1875).
Vorið eftir hófu þau búskap á jörðinni.
Sama vorið fluttist Einar, faðir Stefáns,
frá Gestreiðarstöðum að Möðrudal og
fékk ábúð á móti honum. Einnig hafði
flutzt að Möðrudal Þorsteinn sonur Ein-
ars og kvæntist Jakobínu dóttur Ástríðar
vorið 1876. Hann fór utan sama haúst til
Kaupmannahafnar til að nema blikk-
smíði og niðursuðu.
Einar Einarsson andaðist um þessar
mundir og tók Stefán þá ábúð á allri jörð-
inni.
Aðalbjörg Sigurðardóttir andaðist 28.
ágúst 1876 af barnsförum að fyrsta barni
þeirra Stefáns, en barnið lifði. Það var
sveinbarn, og var sveinninn heitinn
Benedikt Aðalsteinn; hann dó rúmlega
þriggja ára gamall (4/10 1879) að Ljósa-
vatni.
Eftir missi Aðalbjargar fékk Stefán
ráðskonu, Guðnýju Arnfríði Sigurðar-
dóttur frá Ljósavatni, og kvæntist henni
litlu síðar (7/9 1877). Þau giftust að
Ljósavatni. Vorið 1878 fluttu þau Stefán
og Arnfríður búferlum að Ljósavatni.
Þorsteinn bróðir Stefáns var þá kominn
úr siglingunni og tók ábúðina á Möðru-
dal. Bjó hann þar aðeins eitt ár, en flutt-
ist þá að Brú með fjölskyldu sína og
Ástríði tengdadmóður sína.
Jón Metúsalemsson, er undarfarið hafði
búið í Víðidal, fluttist þá á óðal ættar
sinnar. Bjó hann þar einn næsta ár, en
vori seinna (1880) kom Stefán Einarsson
aftur frá Ljósavatni og tók ábúð á móti
Jóni. Bjuggu þeir báðir í Möðrudal, Jón
og Stefán, í eitt ár. Að árinu liðnu, vorið