Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 34
2S
DÆTUR FRUMSKtoGARINS
N. Kv.
nokkur skref. Hershöfðinginn notaði tæki-
færið og hvíslaði að honum:
„Gefið þessu mannhraki nokkurra
stunda umhugsunarfrest. Vera má, að
morðinginn hafi ógnað honum, ef hann
þegði ekki um níðingsverkið og þér vitið,
að hér í landi eru þeir menn til, sem standa
við orð sín í þeim efnum.“
Don Jaime sneri sér að Ruben og mælti:
„Hershöfðinginn hefir stungið upp á, að
yður verði veittur nokkur svarfrestur. Ég
fellst á uppástungu hans, en ég býð ekki fé
við lífi yðar, ef þér gefið ekki greið svör
að þeim fresti liðnum.“
Að svo mæltu yfirgaf hann fangelsið,
ásamt Banderas og þjóninum. Þeir lokuðu
hurðinni vandlega á eftir sér.
Don Jaime og Banderas fóru á fund
Donnu Dolores og sögðu henni tíðindin.
Þótt hún vissi fyrir með nokkurn veginn
fullri vissu, að faðir sinn hefði verið myrt-
ur, þá kom þó frásögn kvekarans yfir hana
eins og reiðarslag. Sorg systkinanna var
svo augljós og sár, að hershöfðinginn taldi
hyggilegast að draga sig í hlé, eftir að hafa
látið meðaumkunn sína í ljósi með nokkr-
um orðum.
Sólin var í hádegisstað, er þessir síðustu
atburðir gerðust. Hitinn var illþolandi
öðrum en þeim, sem vanir eru veðráttunni
á þessum slóðum. Um þetta leyti dags leita
menn og dýr hvjldar og svölunar á þá
staði, þar sem einhvern skugga er að finna.
Um lágnættið er meira lífsmark á öllu á
ökrum og skógum, fjöllum og gresjum, en
um hádegisleytið.
Djúp þögn ríkti yfir haciendu del Rodri-
guez. Enginn vindblær hrærði krónur
trjánna, né kornöx akranna. Ekkert hljóð
heyrðist og hvorki menn né dýr sáust á
ferli. Jafnvel Coloradofljótið virtist vera
fallið í hálfgerðan dvala; eins og bræddur
málmur seig það áfram, hægt og seinlega.
Á haciendunni voru allir gluggar byrgðir
með þykkum tjöldum og íbúamir lágu fyr-
ir, og höfðust ekki að, en biðu kvöldsval-
ans með óþreyju.
Skyndilega opnuðust einar af dyrum
þeim, sem vissu út að hlaðinu; maður kom
í gættina, og skimaði flóttalega í kringum
sig. Er hann virtist hafa fullvissað sig um,
að allir gluggar og dyr væru lokaðar,
læddist hann hljóðlega fram á hlaðið.
Hann hafði meðferðis boga af þeirri teg-
und, sem rauðskinnar nota enn í dag. Bog-
ar þessir eru smíðaðir úr sedrusviði, sveigj-
anlegum og þolnum, en strengurinn er úr
elgsgyrni. í belti, sem maðurinn var gyrð-
ur, voru nokkrar örfar úr hickoríviði, með
breiðum og biturlegum málmoddi.
Þessi maður, sem svo kynlegum vopn-
um var búinn, var enginn annar en
Banderas. Hann laumaðist meðfram hús-
veggnum, þangað til hann kom að fang-
elsisdyrunum.
„Það verður að koma í veg fyrir það, að
þrællinn verði okkur að skaða!“ tautaði
hann. „Hann verður að deyja, því að eftir
eigin sögn hefir hann verið sjónarvottur að
morðinu á plantekrueigandanum“.
Lítið op var á fangelsishurðinni í axlar-
hæð, það var notað, þegar matur var færð-
ur þeim, sem í fangelsinu voru. Inn um
þetta op ætlaði Banderas að senda hið
banvæna skeyti sitt. En bogann hafði hann
valið sér, vegna þess að notkun hans hafði
ekki í för með sér neinn hávaða.
Meðan Banderas lagði örina á streng-
inn og spennti bogann, beygði hann sig
niður, svo að hann sæist ekki innan frá.
Því næst rétti hann úr sér leiftur snöggt
og beindi boganum inn um gatið á hurð-
inni. En hann skaut ekki. Hendur hans
hnigu magnlausar niður. Hann rak upp
lágt undrunaróþ: Fangelsisklefinn var
mannlaus. — Þegar hann hafði jafnað sig.
dálítið, tók hann að hugleiða, með hvaða
hætti fanginn hefði getað sloppið út. En
það bar engan árangur.