Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 35
Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
29
Svitinn bogaði af andliti hershöfðingj-
ans.
„I nafni allra heilagra! Þetta mannkvik-
indi er kjörsonur djöfulsins“, tautaði hann,
»en ég get huggað mig við það, að hans
muni varla von hingað aftur fyrst um sinn,
fyrst að honum tókst að flýja héðan. Þrátt
fyrir það verð ég að framkvæma áform
TOín í skyndi. Nú er röðin komin að þér,
drambsami Don Jaime!“
Hann hélt aftur til herbergis síns. Þegar
Þangað kom lokaði hann að sér, kastaði
sér upp í legubekkinn og tók að íhuga alla
^aálavexti.
„Flótti kvekarans kemur mér raunar
vel. Don Jaime vill fyrir alla muni fá vitn-
eskju um, hverjir voru banamenn föður
hans og mun því hefja leit að kvekaran-
Ura, hér um nágrennið. Og ekki væri það
°eðlilegt, þótt einhver óhöpþ kæmu fyrir
hann í þeirri leit“.
Er líða tók á daginn og loftið varð sval-
ara> færðist nýtt líf í öll störf á haciend-
unni. Þjónustufólkið fór á stjá. Don Jaime
fór með tveim þjónum sínum til fanga-
klefans, til að yfirheyra kvekarann að
nýju.
[ „Hvernig líður hinni fögru systur yð-
ar?“ kallaði Banderas á eftir þeim.
„Hún situr á herbergi sínu og syrgir
föður okkar“, svaraði Don Jaime dapur í
bragði.
»Hvert er förinni heitið?“
»Til fangaklefans, Þér hljótið að skilja,
bversu mikið áhugamál mér er að fá að
Vlta nöfnin á morðingjum föður míns“.
»Vissulega. Komið þá. Ég vil gjarnan
fylgja yður“, mælti Banderas. „Þessi kvek-
arahundur skal sannarlega verða að með-
enna, annars verður' hann barinn til
öauða. Hefndin er einnig mín“.
Annar þjónanna opnaði klefadyrnar og
°n Jaime gekk inn. En á sama augna-
iki sá hann, að klefinn var mannlaus.
ann kallaði undrandi til Banderas:
„Hann er hér ekki!“
„Hvað segið þér!“ svaraði hershöfðing-
inn og þóttist undrandi.
„Komið inn fyrir, hershöfðingi. Þér sjá-
ið, að hér er enginn.
Hershöfðinginn skimaði í kringum sig.
„Fangelsið er með sömu vegsummerkj-
um og áður, og þessi kvekari er þó enginn
fugl, sem flogið geti burt, þegar honum
þókknast“.
Ég skil það ekki“, mælti Don Jaime, „og
bæri ég ekki sjálfur lykilinn í vasa mín-
um, mundi ég hafa álitið, að einhver hefði
opnað og sleppt honum út“.
Þeir rannsökuðu veggi, glugga og dyr
fangaklefans gaumgæfilega, en fundu ekk-
ert athugavert. Allt virtist vera með kyrr-
um kjörum.
„Ég hlýt að játa það“, mælti Don Jaime,
„að þessi dularfulli flótti gerir mig
áhyggjufullan".
„Já“, svaraði Banderas, „þetta er mjög
undarlegt“.
„Sjáið þér hér, herra“, mælti nú þjónn-
inn við Don Jaime, „gólfábreiðunni hefir
verið lyft upp á einum stað“.
„Það er rétt, en það breytir engu“, svar-
aði Don Jaime.
„Ef til víll ekki. En getur ekki hugsazt,
að úrasalinn hafi komizt uhdan gegnum
gólfið?“
„Það er óhugsandi“, mælti Banderas.
Þeir lyftu ábreiðunni upp og öllum til
mikillar undrunar sáu þeir, að hleri var í
gólfinu. Don Jaime lyfti honum upp og
leit niður. Niðri var svartamyrkur. En er
augu hans höfðu vanizt dimmunni, virtist
honum gólfflötur þessarar kjallaraholu
vera á sífelldu iði, og endurkasta hinni
daufu skímu, er að ofan kom.
„Ég get ekki betur séð en að hér sé vatn
undir“, mælti hann undrandi við félaga
sína, „og hafi úrasalinn flúið hingað niður,
þá er hann varla lengur í tölu hinna lif-
andi“.