Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 36
30 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv.. „Við verðum að kanna þetta betur“, mælti Banderas. „En með hvaða hætti?“ „Við getum látið einn þjónanna síga niður“. Enginn þjónanna virtist þó fús til farar- innar, en er þeim var boðin góð þóknun fyrir, gaf einn þeirra sig fram. Kaðall var nú sóttur í skyndi og hon- um brugðið utan um þjóninn og hann síð- an látinn síga niður. Eftir andartak kallaði hann upp og sagðist sjá skímu af dagsljósi til vinstri handar. „Slakið á kaðlinum. Eg ætla að synda þangað og vita, hvaðan ljósið kemur“. Eftir stutta stund kom hann aftur. „Þessi kjallari er í sambandi við Colo- radofljótið“, mælti hann, „en vafningsvið- ur og kjarr hylur svo innganginn, að hann verður tæpast fundinn utan frá“. „Don Rodriguez hefir aldrei sagt mér frá þessu“, mælti hershöfðinginn. „Ekki heldur mér“, mælti Don Jaime. „Sennilegt er, að hann hafi látið byggja- kjallara þenna með það fyrir augum að geta komizt undan þessa leið, ef hann þyrfti á því að halda“. „Hitt er eigi að síður jafn óskiljanlegt, hvernig Ruben hefir komizt að þessu leyndarmáli og getað notfært sér þessa leið, er hann flýði héðan“. „Við verðum að veita honum eftirför, hvað sem öðru líður og handsama hann“, sagði Don Jaime. „Það kann að veitast okkur örðugt, en við verðum að gera það sem hægt er. Und- an straumnum hefir hann ekki getað farið, nema með því að farast á flúðunum, sem eru hér skammt undan, og yfir Colorado- fljótið hefir hann ekki haft þrek til að synda. Sennilegast er, að hann hafi gert tilraun til að synda upp með árbakkanum í von um að geta komizt á land hér efra, án þess að því yrði veitt eftirtekt“. „Við skulum þá halda norður með fljót- inu“, mælti Don Jaime, meðan þjónninn var dreginn upp, „hann getur ekki verið kominn langt undan á svo skammri stund“. Þeir yfirgáfu fangelsið, og Don Jaime gaf skipun um að nokkrir hestar yrðu söðl- aðir. Meðan á því stóð fór hann til systur sinnar og tilkynnti henni, að hann mundi verða fjarverandi nokkrar klukkustundir. Hershöfðinginn fór til herbergis síns og hafði • fataskipti. Hann lokaði dyrunum vandlega, og gekk úr skugga um það, að enginn væri nálægur; því næst opnaði hann skáp og tók út úr honum litla flösku, sem full var af rauðleitu víni, sem margir þar um slóðir könnuðust við undir nafn- inu: brennivín frá Guyames. Úr skúffu í skápnum tók hann lítið glas með dökk- rauðum vökva. „Þetta er dásamleg uppgötvun“, taut- aði hann. „Þessi ágæta saft er brugguð úr kurareejurt og hefir sama gildi og gamalt rauðvín“. Hann opnaði glasið og áfengan ilm lagði að vitum hans. „Dýrlegt, dásamlegt! Nú skal vor góði vinur, Don Jaime, fá vín, sem honum er samboðið“. Djöfullegt glott afskræmdi andlit hans, meðan hann blandaði eitrinu saman við vínið í flöskunni. Þegar hann hafði lokið þessu verki, setti hann tappa í glasið og kom því fyrir á sínum stað í skápnum. Vínflöskunni stakk hann á sig. Don Jaime og tveir þjónar hans biðu hershöfðingjans, þegar hann kom út. „Við verðum að hraða okkur, því að mér leikur grunur á, að þrumuveður sé í aðsigi“. Á þessum slóðum er þrumuveður eng- inn barnaleikur. Öll öfl tortímingarinnar leggjast á eitt að eyðileggja og umtuma sem mestu. „Það er satt“, mælti Banderas, „það er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.