Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 39
N; Kv. DÆTUR FRUMSKOGARINS 33
ið til jarðar og marið undir sér. Jafnvel úlf-
arnir skelfdust ógnir veðursins og kvein-
uðu aumkunnarlega úti í skóginum.
Don Jaime lét þó óveðrið ekkert á sig
fá. En hann var áhyggjufullur vegna syst-
ur sinnar, sem beið hans ein heima og án
verndar, ef eitthvað óvænt kynni að bera
að höndum. Hann óttaðist, að hesturinn
mundi bera sig langt af leið, án þess að
hann gæti að gert. Að öðru leyti hafði hann
yndi af ferðinni, sem þó líktist fremur
gandreið en för mennsks manns.
Að lokum virtist Don Jaime sem draga
tæki af reiðskjótanum. Þótt hann .héldi
áfram með sama æðisgengna ofurkappinu
og áður, mátti þó greinilega finna, að kraft-
ur hans voru að þrotum komnir.
Don Jaime þóttist geta dregið þá álykt-
un af aðförum hestsins, að líkamlegur sárs-
uuki, en ekki fælni eða neitt slíkt, ætti sök
á því, hvernig hann lét. Og jafn kunnugur
°g Don Jaime var mexikönsku hestunum,
vissi hann með vissu, að hesturinn mundi
ekki sefast, heldur mundi máttur hans
smám saman þverra, unz hann hnigi dauð-
ur niður.
Dauðastundin gat ekki verið langt
undan. Don Jaime áleit hyggilegagt að
bíða hennar ekki, til að eiga ekki á hættu
Hmlestast við fallið.
Hann strauk þessum vesalings gamla
forunaut sínum angurvært um makkann,
siðan rak hann rýting sinn í háls hans.
Hesturinn féll til jarðar eins og hann
vasri lostinn eldingu. Don Jaime var við-
búinn og stökk af baki um leið og hestur-
inn féll.
Hann spretti hnakknum af, sem var,
ásamt áklæðinu, gull- og silfurbúið að
mexikönskum hætti, Hvortveggja voru
kjörgripir hinir mestu og mörg hundruð
öollara virði. Don Jaime hugðist nota
ánakkinn fyrir höfðalag, ef hann yrði
neyddur til að láta fyrirberast úti um
nóttina.
Regnið streymdi niður og hver þruman
rak aðra í sífellu. Stormurinn óð grenjandi
um skóginn og reif jafnvel stærðar tré upp
með rótum, sem væru þau visin hálmstrá.
Don Jaime tók hnakkinn og áklæðið á
bak sér og hélt för sinni áfram fótgang-
andi. Hann þóttist viss um, að hann næði
ekki heim um nóttina, enda bjóst hann við
því, að hann væri orðinn villtur. Þess
vegna tók hann að leita einhvers afdreps,
sem verið gæti honum náttstaður.
Að síðustu fann hann dálítinn kletta-
skúta. Þangað bar hann hnakkinn og
áklæðið. Hann tíndi saman kvisti og grein-
ar og kveikti bál, með fram til að bægja
frá sér villidýrum þeim, sem reika um
skóginn að næturlagi. Því næst bjó hann
um sig, sem bezt hann kunni og lagðist fyr-
ir. Upp úr hnakktösku sinni tók hann vín-
flösku, uxakjöt og maísbrauð og byrjaði
að snæða.
Þegar hann hafði gert brauðinu og kjöt-
inu góð skil og ætlaði að súpa á flöskunni,
heyrðist honum, þrátt fyrir stormgnýinn
og þrumuhljóðið, eins og gengið væri í
námunda við sig.
Hann lét flöskuna síga og skimaði í
kringum sig. Vera hans í frumskóginum
hafði gert heyrn hans óvenju næma, svo
að hann átti bágt með að trúa því, að sér
hefði misheyrzt. .
En hann sá ekkert grunsamlegt. Eldur-
inn logaði glatt, svo að myrkrið var enn
geigvænlegra í kring og gerði honum enn
örðugra að sjá nokkuð lengra frá sér.
Hann bar því flöskuna aftur að vörum
sér, en í sömu svipan kvað við skothljóð.
Annað hvort byssukúla eða skógargrein
sló flöskuna úr hendi hans, svo að hún féll
til jarðar og brotnaði.
Don Jaime þreif skammbyssu sína,
stökk fram yfir eldstæðið og þaut út í
skóginn.
En hann gat ekkert séð tortryggilegt.
Og eftir að hafa leitað lengi árangurslaust
5