Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 40
34
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
að tilræðismanninum, sneri hann aftur til
hælis síns. Eldurinn skíðlogaði og allt var
þar með kyrrum kjörum.
Inn úr klettaskútanum var dálítil rauf
inn í bjargið. Þangað færði hann nú reið-
tygi sín og lagðist fyrir á ný. Hníf sinn og
tvær spenntar skammbyssur lagði hann
við hlið sér.
Hann hafði bætt á eldinn, áður en hann
bjó um sig. En bjarminn af honum náði
ekki að lýsa þangað sem hann lá, svo lítil
hætta virtist á því, að skotið yrði á hann
að nýju.
Þrumuveðrinu tók smám saman að
slota.
Don Jaime hallaði sér upp að klettin-
um og naut skjóls og hvíldar. Innan
skamms tók svefninn að sækja á hann og
að lokum gat hann ekki bægt honum frá
sér lengur, en steinsofnaði, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir til að halda sér vakandi.
Meðan Don Jaime svaf læddust nokkr-
ir menn hljóðlega fram á milli trjánna.
Þeir voru sextán að tölu. Vöxtur þeirra var
kraftalegur, en göngulag og hreyfingar all-
ar minntu á mjúkleika padursdýrsins. Þeir
voru klæddir hjartarskinnsbuxum og
baðmullarskyrtum. A fótum höfðu þeir
mokkasínur, ilskó, sem Indíánar nota í
frumskógunum. Á höfði báru þeir fjaðra-
skraut mikið, brugðið mislitum glerperlu-
böndum. Hin eirrauðu andlit voru húðflúr-
uð. Þeir voru búnir löngum byssum og bog-
um og báru biturlega rýtinga í beltum
sínum.
Það voru Apacha-indíánar, sem þarna
komu fram úr skóginum, og klæðnaður
þeirra sýndi ljóslega, að þeir voru búnir í
hernað.
Indíánamir köstuðu sér til jarðar, að
þremur undanteknum, sem biðu við skóg-
arjaðarinn. Þessir þrettán skriðu nær eld-
inum, með þeirri undraverðu fimi, sem ein-
kennir Indíána.
Er þeir komu að bálinu, risu þeir allir á
fætur og stukku léttilega yfir, og köstuðu
sér síðan aftur til jarðar.
Því nær sem þeir kómu hinum sofandi
manni, því gætilegar fóru þeir. Að síðustu
komst sá fyrsti alla leið. Hann tók aðra
byssuna, sem Don Jaime hafði lagt frá sér
og einhenti henni aftur fyrir sig, langt út í
myrkrið.
Hin byssan fór sömu leiðina. Þá spratt
Indíáninn á fætur og réðst, ásamt félögum
sínum, á Don Jaime.
Áður en hann gat áttað sig á því, sem
var að gerast, höfðu Indíánarnir dregið
hann að eldinum og bundið hann á hönd-
um og fótum.
Don Jaime hélt fyrst, að sig væri að
dreyma. En fljótlega komst hann að raun
um, hvað um var að vera. Hann tapaði þó
ekki kjarkinum. .
„Hvenær lærðu rauðskinnarnir að ráð-
ast á sinn hvíta bróður í svefni? Hvað vilj-
ið þið mér? Hvers vegna bindið þið mig?
Hafið þið skorið upp herör á ný?“
„Bleikskinninn spyr fleiri spurninga í
einu, en rauðskinninn getur svarað á þrem-
ur mánuðum“, svaraði einn Apacha-indí-
áninn, sem eftir höfuðskrauti sínu að
dæma leit út fyrir að vera foringi liðsins,
„Apacha-indíánarnir hafa vissulega skorið
upp herör, og allir hvítir menn verða upp-
rættir. Þeir skulu hverfa eins og snjór
f jallanna fyrir sólinni“.
„Veslings Dolores", stundi Don Jaime,
„hvað verður nú um hacienduna".
„Hvað segir bleika andlit?“ spurði höfð-
inginn.
Don Jaime horfði í kringum sig. Hann
sá grimmdina og blóðþorstann skína úr
svip böðla sinna. Þar var enga linkind að
finna, og hann bjóst við dauða sínum á
hverri stundu. En hann hét því, að hann.
skyldi sýna þessum blóðþyrstu villimönn-
um, að hvítir menn væru ekki síður hug-
rakkir en rauðskinnar. Hann svaraði því
hæðnislega: