Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 42
 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. Samkvæmt erfðaskrá Don Rodriguez er ég meðráðamaður Donnu Dolores. Mundi hún geta sett sig upp á móti vilja mínum? Nei, ónei. Ég mun vissulega ná henni á vald mitt og öllum hennar auði, þar á með- al Gimsteinadalnum“. Á þessu augnabliki kvað við hræðilegt angistaróp utan úr skóginum. Gomez hnykkti við. Óp þetta líktist mest kvein- stöfum manns, sem misþyrmt er á hrylli- legan hátt. Gomez vildi snúa hesti sínum í þá átt, sem hljóðið kom út, til að ganga úr skugga um, hverju þetta sætti. „Hægan!“ mælti Banderas, „verum ekki of djarfir. Við höfum þegar fengið nóg af hættum, það sem af er nóttunni“. „Hvað getur þetta verið?“ sagði Gomez. „Ég ætla mér ekki að fara til hjálpar, mér leikur aðeins forvitni á að vita hvað er á seiði“. „Það vildi ég líka gjarnan vita,“ svaraði Banderas. „Þey, þey! Nú heyrist það aftur. Það færist stöðugt nær“. „Við skulum fara af baki og fela okkur þarna inni í cyprusviðarrunnanum,“ hvísl- aði Banderas. Þeir félagar stigu af baki í næsta leyni og héldu í hestana. Skammbyssumar höfðu þeir til taks. Kveinin færðust stöðugt nær og að síð- ustu brakaði í skógarliminu rétt hjá þeim félögum og maður nokkur skjögraði fram i rjóðrið. Fötin héngu í tætlum utan á hon- um og andlit hans var afmyndað af sárs- auka og skelfingu. Hreyfingar hans bentu til þess, að hann væri aðframkominn, og þegar hann kom í mitt rjóðrið, hné hann til jarðar. Úr höfuðsverði hans rann blóðið í stríðum straumum. Það var ekki vafa undirorpið, að höfuðleðrið hafði verið fleg- • ið af honum. Þeir félagar horfðu með áhuga á það sem gerðist. En ótti þeirra náði fyrst há- marki, er þeir veittu því athygli, að hinn hræðilega limlesti maður var enginn annar en Zurdo, sem þeir höfðu árangurslaust leitað að í Jdrkjuhellinum. „Heilagi Franciseo!“ stamaði Banderas, „Þetta er Zurdo!“ „Já, vissulega er það Zurdo,“ svaraði Gomez. „Skyldu þetta vera hermdarverk blóðsugunnar?“ Þeir þurftu ekki að bíða lengi svarsins, því á sömu stundu þustu þrír Apacha-ind- iánar fram úr skóginum. Þeir námu staðar hjá Zurdo, sem virtist nær dauða en lífi. Apacha-indíánarnir voru húðflúraðir og -'með fjaðraskraut mikið á höfði. Það var sönnun þess, að þeir voru á vígaferli. „Við verðum að koma Zurdo til hjálp- ar,“ hvíslaði Banderas að Gomez, „því við verðum að vita hverju það sætir, að Apa- cha-indíánar eru á sveimi svo nærri hací- endunni.“ „Alveg rétt,“ svaraði Gomez, „gefðu honum einn skammt þessum stóra djöfli til hægri, ég skal þjónusta hinn.“ „Viðbúinn! Einn — tveir — skjótum!“ Þótt þeir töluðu lágt, höfðu indíánarnir, sem hafa mjög næma heyrn eins ög allir villimenn, þó heyrt til þeirra. Þeir höfðu þegar reitt tomahawk-axir sínar á loft, reiðubúnir að höggva 'hinn • meðvitundarlausa mann, en þegar þeir heyrðu mannamál rétt hjá sér, létu þeir þær síga niður og skimuðu í kringum sig. En það var aðeins stundargrið. Á næsta augnabliki kváðu við tvö skot samtímis og tveir indíánar hnigu til jarðar. Hinn þriðji virtist ekki hafa neina löng- un til að komast í nánari kynni við bana- menn félaga sinna, og lagði því á flótta sem skjótast. Gomez og hershöfðinginn létu hann eiga sig, en flýttu sér þangað sem Zurdo lá. „Það er bezt, að ég taki hann fyrir fram-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.