Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 43
K Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
37
an mig á hestinn. Síðan förum við niður
að Colorado,“ sagði Gomez.
„Colorado,“ spurði Banderas undrandi.
„Já, því að ég efast ekki um, að þessir
Þrír indíánar eru ekki einir á ferð í þessum
hluta frumskógarins. Senriilega er skógur-
inn fullur af þessum óþjóðalýð.“
„En gegn hverjum er þessi herför haf-
in?“
„Hvernig ætti ég að vita það? Sennilega
er árás á hacíendu del Rodrigues yfirvof-
andi.“
„Það verður að koma í veg fyrir það.“
„Hvernig?“
„Ég mun athuga það mál nánar. En nu
verðum við fyrst og fremst að komast
héðan hið skjótasta.“
Þeir félagar hjálpuðust að við að koma
Zurdo á bak hesti1 Gomezar. Síðan steig
hann sjálfur á bak. Banderas steig líka á
bak sínum hesti, og þeir keyrðu reiðskjót-
ana sporum í áttina til Coloradofljótsins.
Framhald.
Richard Connell:
Vinur Napoleons.
í allri París var enginn maður sælli en
Eaðir Chibon. Hann hafði yndi af vinnu
smni — það var ástæðan. Aðrir mundu ef
ríl vill segja — og sögðu raunverulega —
þá atvinnu vildu þeir ekki taka að sér
fyrir nokkra peninga, nei, ekki fyrir tíu
Þúsund franka eina einustu nótt. Það
riiundi gera þá gráhærða og gefa þeim var-
anlega gæsahúð um allan kroppinn. Að
slíkum mönnum brosti Faðir Chibon full-
Ur meðaumkunar. Hvaða skynbragð báru
Þeir á æfintýri. Faðir Chibon lifði í heimi
asfintýra og kynjasagna.
A hverju kvöldi talaði hann í trúnaði
Vlð Napóleon, við Marat og Byltingarfé-
hans, við Carpentier, sem enn var
uPpáhalds hnefaleikari Frakka, og Cæsar,
við Victor Hugo og Lloyd George, við
Eoch og Bigorre, morðingjann, sem með
hinni ófarsælu tilhneigingu sinni til að búa
til kjöt í karry úr kvenfólki, hafði orðið
fallöxinni að bráð; við Lúðvík sextánda og
VLadame Lablanche, sem drap ellefu eig-
lrirnenn sína á eitri og var í þann veginn
að fylla tylftina, þegar lögreglan greip
hana; við Maríu Antoinettu og ýmsa
kristna píslarvætti, sem lifðu í sælli undir-
gefni í raflýstum katakombum undir gang-
stéttum Boulevard des Capucines, í hjarta
Parísarborgar. Þau voru öll vinir hans og
hann hafði á takteinum orð og gamanyrði
handa sérhverju þeirra, þegar hann á næt-
urgöngu sinni þvoði andlit þeirra og þurrk-
aði rykið úr eyrunum, því að Faðir Chibon
var næturvörður í Pratoney-safninu —
heimurinn í vaxmyndum. Aðgangur einn
franki. Börn og hermenn hálft gjald.
Taugaveiklaðar konur fara inn í ógnar-
salinn upp á eigin ábyrgð. Menn eru beðn-
ir að snerta ekki vaxmyndirnar og taka
ekki hunda með sér inn á safnið.
Hann var búinn að vera svo lengi á Pra-
toney-safninu, að hann var sjálfur eins og
vaxmynd útlits. Gestir héldu ósjaldan að
hann væri ein af myndastyttunum og ráku
í hann fingur eða göngustaf. Hann leiðrétti
ekki misskilning þeirra. Hann bærði ekki
á sér við snertinguna; hann var hreikinn