Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 44
38
VINUR NAPÓLEONS
N. Kv„
af að vera talinn einn af íbúunum í heimi
vaxmyndanna, sem í hans augum var
vissulega miklu raunverulegri en heimur
hinna holdi klæddu manna. Kinnar hans
voru eins og litlu rauðu vaxkúlurnar, sem
notaðar eru sem borðskraut, augun hnött-
ótt og útstandandi og hárið hvítt og slétt
eins og hárkolla. Hann var lítill vexti, með
feiknamikið skeifulagað yfirskegg og líkt-
ist hann einna mest dverg, sem er að fara
á grímudansleik dulbúinn sem rostungur.
Börn, sem sáu hann trítla um dimma
gangana, sem lágu inn í katakomburnar,
þóttust viss um, að hann væri ljóti karl-
inn.
Viðurnefnið „Faðir“ hafði hann fengið
í heiðursskyni fyrir að hafa unnið á safn-
inu í tuttugu og fimm ár. Hann var ógiftur
og svaf í litlu skoti á safninu, rétt hjá róm-
verska leiksviðinu, þar sem pappaljón og
tígrisdýr gæddu sér á kristnum píslarvott-
um. Á næturnar, þegar hann var að þurrka
rykið af ljónunum og tígrisdýrunum, á-
vítaði hann þau harðlega fyrir skort þeirra
á góðum smekk.
„Svei,“ sagði hann, og snoppungaði
stærsta ljónið, sem af mikilli alvöru reyndi
að rífa í sig gamalmenni og barn samtímis,
„þér eruð ljóta svínið! Eg blygðast mín
yðar vegna, barnaæta! Þér munið fara til
helvítis fyrir þetta, herra Ijón, það getið
þér reitt yður á. Herra Satan mun steikja
yður eins og egg. Illvirki, morðingi, blóð-
suga —“
Faðir Chibon laut niður að gamla písl-
arvættinum, sem lá undir klóm ljónsins
með örvæntinguna uppmálaða á andlitinu
og hvíslaði að honum í blíðum huggunar-
róm: „Þolinmóði, hughrausti vinur. Það
tekur ekki langan tíma að vera étinn upp
til agna, og minnist þessa: Góður guð mun
taka yður til sín upp til himna, og þar
munið þér, ef þér viljið, geta borðað Ijón
á hverjum degi. Þér eruð heilagur maður,
Phillibert. Þér verðið án efa sankti Philli-
bert, og þá munið þér hlægja að ljónum!“
Phillibert var nafnið, sem Faðir Chibon
hafði gefið hinum virðúlega píslarvætti;
hann hafði gefið þeim öllum nöfn. Þegar
hann hafði hughreyst Phillibert, þurrkaði
hann varlega rykið af feita vaxbarninu,
sem ljónið var í þann veginn að gleypa.
„Vertu hughraustur, veslings litli Jak-
ob,“ sagði Faðir Chibon. „Það er ekki öll-
um börnum gefið að verða ljóni að bráð,
og það fyrir svona góðan málstað. Gráttu
ekki, Jakob litli, og mundu, að þegar þú
kemur ofan í maga ljónsins, þá skaltu
sparka af öllum mætti. Þá verður Ijónið
veikt í maganum. Heldurðu að það verði
ekki gaman, Jakob?“
Þannig hélt hann áfram vinnu sinni,
spjallaði við þau öll, því að honum þótti
vænt um þau, jafnvel, Bigorre, morðingj-
ann og alla hina íbúana í ógnarsalnum.
Hann ávítaði glsépamennina fyrir þær
sorglegu tilhneigingar, sem leitt hefðu þá
í glötun og varaði þá eindregið við að sýna
nokkuð slíkt hér í safninu hans. Hann átti
auðvitað ekki safnið. Eigandinn var herra
Pratoney, hálslangur og raunamæddur
eins og marabu-storkur. Hann sat við
miðasölugluggann og tók við peningunum.
En þó að safnið bæri að lögum nafn herra
Pratoney, þái var Faðir Chibon ótvírætt
konungur í hinu litla vaxríki sínu á næt-
urnar. Þegar síðasti gesturinn var farinn og
dyrnar lokaðar, fór Faðir Chibon að heilsa
upp á þegpa sína. Yfir hljóða salina kall-
ar hann til þeirra kveðjuorðum: „Halló!
Bigorre, gamli þorpari, hvernig gengur
það? Og þér frú María Antoinette,
skemmtið þér yður vel í dag? Gott kvöld
herra Cæsar; er yður ekki kalt í þessum
fötum? Og herra Charlemange, ég vona að
heilsan sé góð, eins og venjulega?“
Bezti vinur hans var Napoleon. Honum
geðjaðist vel að hinum, en Napóleon elsk-
aði hann. Vinátta þeirra var byggð á