Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 45
N. KV. VINUR NAPÓLEONS 39 traustum grundvelli margra ára samveru, því að Napóleon hafði verið eins lengi á safninu og Faðir Chibon. Aðrir komu og fóru eftir skipun duttlungafullra gesta, en Napóleon hélt stöðu sinni, þó að hann að lokum hefði orðið að sæta útlegð í dimmu horni. Hann var ekki sérlega ásjálegur. Hann var jafnvel enn minni en Napóleon hafði Verið, og annað eyrað hafði eitt sinn af vangá snert miðstöðvarofn, svo að það hafði runnið saman í hnút á stærð við hnetu. Styttan átti að tákna Napóleon í otlegð á St. Helenu, og hann stóð á pappa- kletti og horfði út yfir ímyndað haf. Hann hafði aðra hendina í barminum á síðum fafajakka, en hina niður með síðunni. hröngar brækur, sem einu sinni höfðu ver- hvítar, féllu þétt að þriflegum magan- Urn- Napóleons-hatti, slitnum af margra ara samvizkusamlegri hreinsun Föður ^hibon, var tyllt yfir hnykklaðar vax- augabrýrnar. Faðir Chibon hafði verið hændur að Napóleon frá því fyrsta. Hann var eitt- hvað svo eymdarlegur og einmana á svip- f^n. Faðir Chibon hafði líka verið einmana fyrst þegar hann kom á safnið. Hann hafði komið frá Bonloire í Suður-Frakklandi, til skapa sér atvinnu við spergla-ræktun. ffann var einfaldur maður og lítt mennt- nðiir, og hann hafði ímyndað sér, að sper- gú-beð væru á strætum Parísarborgar. En þnð reyndist öðru vísi. Neyð og tilviljun höfðu svo leitt hann inn á Pratoney-safnið fú að vinna sér þar fyrir mat og víni, og ssfintýraljóminn og vináttan við Napóleon öfðu svo séð um framhaldið. Fyrsta daginn ,sem Faðir Chibon vann a safninu, fór herra Patroucy með honum Utu afft safnið og sagði honum sögu hverr- ar myndastyttu. »Þetta er Toulon, hann kyrkti plla þá Sern hann myrti. Þetta er ungfrú Merle, Sern skaut rússneska hertogann. Þetta er Charlotte Corday, sem rak Marat í gegn í baðkerinu, og þessi blóðugi maður er Ma- rat.“ Því næst komu þeir að Napóleon og herra Pratoney ætlaði að ganga framhjá honum. „Og hver er þessi sorgmæddi maður þarna?“ spurði Faðir Chibon. „Ha, vitið þér það ekki?“ „Nei, herra.“ „Það er Napóleon.“ Þá nótt, fyrstu nóttina á safninu, fór Faðir Chibon til Napóleons og sagði: „Herra minn, ég veit ekki hvaða glæp þér eruð ákærður fyrir, en ég neita alger- lega að trúa því að þér séuð sekur.“ Þannig byrjaði vinátta þeirra. Upp frá því þurrkaði hann rykið af Napóleon með sérstakri vandvirkni, og gerði hann að trúnaðarmanni sínum. Eina nótt á tutt- ugasta og fimmta ári Föður Chibon á safninu, sagði hann við Napóleon: „Þér sáuð þessa tvo elskendur, sem voru hérna í kvöld, var það ekki, góði Napóleon minn? Þau héldu, að það væri of dimmt þarna í horninu, til þess að við gætum séð þau, var það ekki? En við sáum hann taka í hönd hennar og hvísla einhverju að henni. Roðnaði hún? Þér voruð nógu nærri til að geta séð það. Hún er falleg, er það ekki, með dökk, tindrandi augu? Hún er ekki frönsk. Hún er amerísk, það má heyra það á því, hvernig hún ber fram r-ið. Ungi maðurinn, hann er franskur, og glæsi- menni í sjón og raun, ef mér skjátlast ekki. Hann er svo grannur og teinréttur, og hann er hetja, því að hann gengur með stríðskrossinn, sástu það ekki? Hann er mjög ástfanginn, það er áreiðanlegt. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem ég hefi séð þau. Þau hafa hitzt hérna áður og það er hyggi- legt af þeim, því er hægt að hugsa sér nokkurn rómantískari stað fyrir stefnumót elskenda?“

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.