Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 47
N. Kv.
VINUR NAPÓLEONS
41
lings drengurinn! Vesalings drengurinn!“
sagði hún í sífellu. „Ó, hvað á ég að gera?
Eg er í hræðilegum vanda; ég elska hann.“
j,En þér komuð ekki,“ sagði ég. „Ég gat það
ekki,“ svaraði hún grátandi. „Ég bý hjá
frænku minni, forríku skassi, og hún vill
láta mig giftast greifa, feitum og rang-
eygðum náunga, sem angar af lauk og
kryddi. Frænka mín lokaði míg inni í her-
berginu mínu. Og nú hefi ég misst eina
manninn, sem ég elska, því hann heldur
auðvitað, að ég hafi neitað sér, og hann er
svo stoltur, að hann biður mín aldrei aft-
ur.“ „En þér hljótið að geta látið hann vita •
Það,“ sagði ég. „Ég veit ekki, hvar hánn á
heima,“ sagði hún. „Og eftir nokkra daga
fer frænka mín með mig til Rómaborgar,
þar sem greifinn er, og ó, elsku vinur minn,
vinur minn!“ — Og hún grét við öxl mér.
Napóleon, hún grét vesalings litla amer-
Jska stúlkan með tindrandi, dökku augun.“
Faðir Chibon fór að bursta Napóleons-
hattinn.
, ,,Ég reyndi að hugga hana“, sagði hann.
»Eg sagði henni, að ungi maðurinn mundi
areiðanlega finna.hana, að hann mundi
koma aftur og leita á staðnum, þar sem
Þau hefðu verið svo hamingjusöm, en ég
^rúði ekki sjálfur því, sem ég var að segja.
jÞað getur verið að hann komi í kvöld',
Sagði ég, ,eða á morguri. Hún beið fram
að lokunartíma. Þér sáuð framan í hana,
Þogar hún fór, komust þér ekki við af
þeirri sjón?“
Paðir Chibon var niðurdreginn, þegar
hann nálgaðist Napoleon kvöldið eftir.
,,Hún beið aftur fram að lokunartíma“,
Sagði hann, „en hann kom ekki. Ég leið
°nn við að sjá hana, þegar á leið og vonin
varð minni og minni. Að lokum varð hún
^ara, og við dyrnar sagði hún við mig,
>ef þér sjáið hann aftur hérna, viljið þér þá
gera svo vel að fá honum þetta'. Hún fékk
^aér þetta spjald, Napoleon. Sjáið hvað
stendur: ,Ég er í Villa Rosina í Róm. Ég
elska þig. Nina‘. Veslings ungi maðurinn.
Við verðum báðir að hafa gát á ef hann
kemur“.
Faðir Chibon og Napoleon voru á verði
í Pratoney-safninu kvöld eftir kvöld. Eitt,
tvö, þrjú, fjögur, fimm kvöld voru þeir á
verði. Vika, mánuður, margir mánuðir liðu,
og hann kom ekki. En í staðinn komu
fréttir svo hræðilegs eðlis, að Faðir Chibon
fékk skjálfta og varð illt. Það átti að loka
Pratoney safninu.
„Það er gagnslaust,“ sagði herra Pra-
toney, þegar hann birti föður Chibon þess-
ar ógnarfréttir. „Ég get ekki haldið því
áfram. Ég er orðinn stórskuldugur og
skuldheimtumennirnir eru orðnir háværir.
Menn vilja ekki lengur borga einn franka
fyrir að sjá npkkrar gamlar dúkkur, þegar
menn geta séð heilan her af Rauðskinnum,
Aröbum, glæpamönnum og hertogum á
kvikmyndum. Á mánudaginn verður Pra-
toneysafninu lokað fyrir fullt og allt.“
„En, herra Pratoney,“ hrópaði Faðir
Chibon skelfingu lostinn, „hvað verður um
fólkið hérna? Hvað verður um Maríu An-
toinette, og píslarvottana og Napóleon?“
„0,“ sagði eigandinn, „ég býst við að
geta komið sumu af því í peninga. Á
þriðjudaginn verður allt selt á uppboði.
Einhverjir kaupa það sjálfsagt, til að
bræða það upp.“
„Bræða það upp?“ Faðir Chibon titr-
aði.
„Auðvitað. Hvaða gagn ætli sé í þessu
rusli til annars?“
„En þér hljótið þó að vilja eiga þá, ein-
hverja af þeim að minnsta kosti?“
„Eiga þá? Hver skollinn, það var kynd-
ug hugmynd! Hver ætli kæri sig um að
eiga gamlar, skítugar vaxdúkkur?"
„Ég hélt, að þér munduð vilja halda
eftir að minnsta kosti einum — Napóleon
t. d. — til minningar,“ stamaði Faðir Chi-
bon.
6