Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 48
42
VINUR NAPÓLEONS
N. Kv
„Hver skrattinn, þú hefir skrítnar skoð-
anir! Að halda eftir minjagrip til minning-
ar um sitt eigið gjaldþrot.“
Faðir Chibon reikaði inn í litla skotið
sitt. Hann settist á rúmstokkinn og fitlaði
við yfirskeggið í klukkutíma. Honum hafði
sundlað við fréttirnar, og það var eins og
lofttómt rúm í maganum á honum. Að lok-
um dró hann trékassa fram undan rúminu,
opnaði þrjár læsingar og dró sokk upp úr
kassanum. Ur sokknum tók hann aleigu
sína, hrúgu af stórum tíu centíma kopar-
skildingum, sem hann hafði verið mörg ár
að safna. Hann taldi þá vandlega, fimm
sinnum, en það var sama hve oft hann
taldi, það gat aldrei orðið meira en tvö
hundruð tuttugu og einn franki.
Hann sagði ekki Napóleon fréttirnar
um kvöldið. Hann minntist ekki á það við
neinn. En hann gerði sér far um að vera
venju fremur glaðlegur í hringferð sinni
um safnið. Hann skjallaði Madame La-
blanche, frúna, sem byrlaði eiginmönnum
sínum eitur, og hældi henni fyrir hraust-
legt og gott útlit. Hann var jafnvel vin-
gjamlegur við ljónið, sem var að éta písl-
arvottana tvo.
„Þegar öllu er á botninn hvolft, herra
ljón,“ sagði hann, „þá býst ég við, að það
sé eins rétt af yður að borða píslarvotta,
eins og mér að borða banana. Sennilega
þykir banönunum ekkert betra að láta
borða sig, heldur en píslarvottunum. Ég
hefi oft áður verið hvassyrtur í yðar garð,
herra ljón, nú iðrast ég þess. Þér eruð
fæddur með góðri lyst á píslarvottum, rétt
eins og ég er fæddur fátækur.“ Og hann
kleip varlega í pappírseyrað á ljóninu.
Þegar Faðir Chibon kpm að Napóleon,
burstaði hann með óvenjulegri vandvirkni.
Hann nuddaði keisaranefið með votum
klút og hann gætti þess vandlega að koma
ekki fast við skaddaða eyrað. Hann sagði
Napóleon síðustu brandarana, sem hann
hafði heyrt á ökumannakaffihúsinu, þegar
hann borðaði lauksúpuna þar um morgun-
inn, og af því að brandarinn var ekki bein-
línis heflaður, hnippti hann í síðuna á Na-
póleon.
„Við erum veraldarvanir, er það ekki,
gamli vinur?“ sagði Faðir Chibon. „Við
erum heimspekingar, er ekki svo?“ Svo
bætti hann við: „Við tökum því, sem lífið
sendir okkur, þó að það sé ekki allt rósir?“
Hann hefði viljað tala meira Við Napó-
leon, en hann gat einhvern veginn ekki
fengið sig til þess. Skyndilega í miðju
glensinu þagnaði hann, flýtti sér niður í
ógnarsalinn og stóð þar lengi og starði á
Síamsbúa, sem stór fíll var að troða undir
fótum sér.
Það var ekki fyrr en morguninn, sem
uppboðið átti að vera, að Faðir Chibon
sagði Napóleon allt af létta. Á meðan fólk-
ið var að safnast saman, skauzt hann út 1
hornið til Napoleons og lagði hendina á
handlegg honum.
„Nú er alvara lífsins komin til okkar,
gamli vinur,“ sagði hann. „Þeir ætla að
reyna að taka yður burtu. En verið hug-
hraustur! Faðir Chibon bregst ekki vinum
sínum. Hlustið!“ Og Faðir Chibon klapp-
aði á vasa sinn, svo að glamraði í skilding-
unum.
Uppboðið byrjaði. Rétt við borð upp-
boðshaldarans stóð maður, visinn, með
gráðug augu, skítungar hendur og dem-
antshring á vinstri hendi. Hjartað seig nið-
. ur úr öllu valdi, þegar Faðir Chibon sá
hann, því að hann vissi, að þessi maður
var Mogari, aðalfornsali Parísarborgar.
Uppboðshaldarinn byrjaði að bjóða upp
með hásri, hirðuleysislegri röddu.
„Næst kemur Cæsar, rómverska skikkj-
an og skórnir fylgja með. Hvað er boðið?
Hundrað og fimmtíu frankar? Það er
smánarboð í rómverskan keisara. Bíður
nokkur tvö hundruð? Þakka yður, herra
Mogan. Cæsar, göfugastur allra rómverja,
fer fyrir tvö hundruð franka. Bíður enginn