Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 50
44
VINUR NAPÓLEONS
N. Kv.
----------------—--------------7------—
fengið sig til að gera það þennan dag. 1
stað þess læddist hann aftur inn í mann-
laust safnið og settist niður á bekk við
hliðina á Napóleon. Þegjandi sat hann þar
alla nóttina, en hann svaf ekki; hann var í
djúpum þönkum, og hugsunin, sem ásótti
hann stöðugt, var hræðileg. Að lokum,
þegar dagsbirtan fór að gægjast inn um
rykuga gluggana, reis Faðir Chibon á fæt-
ur einbeittur á svip, eins og maður, sem
átt hefir í þungu hugarstríði, en/heíir loks
tekið .mikilvæga ákvörðun.
„Napóleon,11 sagði hann, „við höfum
verið vinir í aldarfjórðung, og nú á að
skilja okkur að, af því að svo vildi til, að
ókunnugur maður átti fjórum frönkum
meira en ég. Það getur verið, að það sé lög-
legt, en það er ekki réttlátt. Við látum ekki
skilja okkur þannig að.“
París var enn ekki vöknuð af svefni
sínum, þegar Faðir Chibon læddist með
stakri varkárni út á þrönga götuna framan
við safnið, í áttina til hússins, sem hann
leigði í. Öðru hvoru varð hann að nema
staðar til að kasta mæðinni, af því að
hann bar Napóleon í fanginu.
Kvöldið eftir komu tveir lögregluþjón-
ar og tóku Föður Chibon fastan.
Mogan hafði saknað Napóleons, og
hann var slægur náungi. Það var ekki
nokkur vafi á, að Faðir Chibon var sekur.
Þarna stóð Napóleon í horninu á herberg-
inu hans og horfði hugsandi út yfir hús-
þökin.
Lögregluþjónarnir tróðu Föður Chibon
inn í lögregluvagninn og Napóleon á eftir
— sem vitni.
Faðir Chibon sat í fangaklefanum skelf-
ingu lostinn. í augum hans var fangelsi,
dómarar og réttvísi eitthvað hræðilegt og
dularfullt. Hann var að velta því fyrir sér,
hvort hann yrði hálshöggvinn. Ef til vill
ekki, af því að hann hafði aldrei brotið
neitt af sér áður, en það minnsta, sem
hann gat vænzt, fannst honum, var margra
ára þrælkunarvinna á Djöflaeyjunni, og
fallöxin hafði ymsa kosti fram yfir slíkt.
Ef til vill yrði það bezt að verða háls-
höggvinn. Ur því að Napóleon yrði brædd-
ur upp.
Fangavörðurinn, sem færði honum mat-
inn, var kaldhæðinn bölsýnismaður.
„Laglegt uppátæki,“ sagði fangavörð-
urinn, „og það á þínum aldri. Þú hlýtur
að vera vondur maður, að þú skulir geta
fengið af þér að stela dúkkum. Hvað er
nú orðið öruggt fyrir þjófum? Það má
eins búast við því, að Effeltuminum verði
stolið einhverja nóttina. Dúkkuþjófnaður!
En það uppátæki! Við höfðum einu sinni
mann hérna, sem stal strætisvagni og ann-
an, sem stal akkeri af gufuskipi, og meira
að segja einn, sem stal flóðhesti úr dýra-
garði, en við höfum aldrei haft - neinn
dúkkuþjóf! Og það dúkku með aðeins eitt
eyra! Það er dæmalaust!"
„Og hvað gerðu þeir við manninn, sem
stal flóðhestinum?“ spurði Faðir Chibon
skjál/andi.
Fangavörðurinn klóraði sér í höfðinu.
„Eg held, að þeir hafi soðið hann lifandL
Eða fóru með hann til Marokkó? Eg man
það ekki nákvæmlega.“
Faðir Chibon svitnaði.
„Það vbru ákaflega brosleg réttarhöld,“
hélt fangavörðurinn áfram. „Dómarar
voru Bertouf, Gobbin og Perouse — ákaf-
lega skemmtilegir menn allir þrír. Þeir
skemmtu sér óspart að fanganum, þeir
veltust um að hlægja. Bertouf sasði: „Við
verðum að vera strangir við þig, flóðhesta-
þjólfur. Það verður að vera öðrum til á-
minningar og varnaðar. Þessi flóðhesta-
þjófnaður er orðinn helzt til tíður hér í
París.“ Þeir eru fyndnir náungar, þessir
dómarar.“
Faðir Chibon varð ennþá fölari.
„Ógnarþrenningin?“ spurði hann.
„Ógnarþrenningin,“ sagði fangavörður-
inn hlæjandi.
„Eiga þeir að dæma mig?“ spurði Faðir
Chibon.
„Sennilega,“ sagði fangavörðurinn og
skrölti í lyklunum um leið og hann fór.
Þá vissi Faðir Chibon að öll von var úti.