Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Page 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 3 þinni, hve ráð þín eru góð, eru mjer næg sönnun þess, að þú ert vísastur til að efna það sem þú heitir. Pess vegna vil jeg ekki ganga nánar inn á fyrirætiun þína, en óska þjer aðeins til hamingju með framkvæmdirnar.® »En ffiætti jeg þá biðja konung minn, að gefa Finnunum skipuð um að byrja ekki vinn- una þegar í stað, ef yður þóknast. Jeg vona, að með því að bíða litla síund, megi spara ekki allfá mannslif.* Pessu svaraði konungur engu, en jeg sá, að fyrirætlun mín hafði fallið honum í geð, því að samstundis var maður sendur til Finnanna og þeim boðið, að nema þegar staðar. Peir áttu enn spölkorn eftir að ánni, þar sem brúargerð- in átti að hefjast. Jeg flýíti mjer nú alt hvað af tók og fann götuslóðann. Innan stundar kom jeg að viðar- köstunum, en fáir geta ímyndað sér undrun mína, þegar jeg sá mann í munkakufli vera að læðast um milli þeirra. Jeg þekti samstundis Úlrik Apfelbaum. Parna stóð hann, fanturinn, niðursokldnn í umhugsun um, hvað þessir við- arkestir ættu að þýða. Alt í einu var eins og hann þættist renna grun í hver tilgangurinn væri með þessu, og áður en jeg gæti hindrað það, hafði hann sparkað næstu hálmhrúgunni nærri því allri út í ána. Eins og gefur að skilja, var jeg ekki seinn á mjer að stökkva til í þeim tilgangi að klófesta þorparann og varna honum að gera meiri skaða. Jeg gerði mjer von um, að hann myndi ekki heyra til mín vegna skotdunanna, en það var ekki að kenna mistökum frá minni hendi, að harm varð mín var. Sennilega hefir það verið vond samviska hans, sem hefir knúð hann til að líta við áður en hann eyðilegði meira. En jafnskjólt og hann kom auga á mig, tók hann til fótanna og hljóp yfir stokka og steina niður að ánni. Til mikiliar sorgar fyrir mig sá jeg mjer ekki fært að elta þorparann, því að konungur- inn beið þess, að hann sæi árangurinn af fyrirætlun minni. Jeg varð aó sætta mig við það einu sinni enn, að sjá hann sleppa úr greipum mínum. Jeg sneri mjer því að því í skyndi að tendra eld í votu hálm- og viðarhrúgunum. En það sem af var deginum hafði rignt lítið eitt, og hjelst úðaregn við ennþá. Þess vegna loguðu hrúgurnar illa, en það var einmitt, eins og jeg hafði ætlast til, því að þeim mun meiri varð reykjarsvælan. En jeg þurfti að bera að nýjan, þurran hálm til þess að geta kveikt eldana, og gekk mjer það þó nógu illa. Jeg kveikti fyrst aðeins í fjórum hálmhrúgum og tveim brenni- stöflum, og ljet þetta brenna til kaldra kola áður en jeg kveikti í þeim næstu, því að nauð- synlegt var, að geta haldið við stöðugum reyk meðan á brúarbyggingunni stóð. En það var engan veginn hættulaust að vera þarna, því að stöðugt heyrði jeg þytinn af byssukúlum fjandmannanna kringum mig. Og einum brennistaflanum sundruðu þær fyrir mjer. Jeg átti stöðugt á hættu að einhver kúlan hitti mig líka. En jeg Ijet það ekki fá á mig, því að gleði mín var mikil yfir því, að þessi fyrir- höfn mín náði fyllilega tilgangi sínum. Svartir reykjarmekkirnir stigu upp af hálm- og brennihrúgunum. Peir ultu áfram í þjettum hnyklum og breiddu úr sjer út yfir ána og umhverfið. Jeg gat ekki sjeð, hversu Finnunum Ijet brúargerðin. Reykuriiin huldi það fyrir mjer gersamlega eins og tilætlunin var að hann gerði við óvinaherinn. En jeg þóttist heyra hamarshöggin og axarhljóðin einstöku sinnum, þegar dró niður í stórskotadununum. Pessi hljóð frá starfandi höndum Ijetu betur í eyr- um mínum en unaðslegasti söngur. Einu sinni, meðan jeg var önnum kafinn við brennurnar, varð mjer litið út yfir ána neðar, þar sem reykurinn náði ekki til, og jeg hafði góða útsýn til. Tilgangur minn var sá, að hylja ána á því svæði aðeins, sem brúin átti að koma yfir hana. Hitt skeytti jeg ekki um. Þegar jeg aðgætti betur, komst jeg að nið- urslöðu, sem gat haft verulega þýðingu fyrir 1*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.