Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Síða 14
10
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
»Rað er jeg, yðar hágöfgi.«
»Hver?«
»Læknirinn.«
»Og hver ert þú?« spurði hann brytann.
»Pað er hinn auðmjúki þjónn yðar Páll.«
»Hæ, hæ! Pað er gott, að þið komuð
báðir . . . Pið eruð sterkir og getið ef til vill
hjálpað mjer . . . Jeg er svo máttvana . . .
svo máttvana . . Hann er svo sterkur . . .
alt of steikur fyrir mig.«
»Hvað gengur að yður, lávarður minn?«
mælti jeg og greip hönd hans. »Móti hverj-
um á jeg að hjálpa yður?«
Hann greip dauðahaldi í hönd mína og leit
á mig svo átakanlegum angistaraugum, að jeg
man þau til dauðadags.
»Hann . . . hann ætlar . . . að myrða mig,«
stamaði hann skjálfandi.
»Myrða yður? Hver ætiar að gera það?«
»Percy!« æpti hann svo tók undir í herberg-
inu. Jeg sá að brytinn hrökk saman.
»Percy?« mælti jeg méð spyrjandi röddu,
lágt og nærri því hvíslandi. »Hver er það?«
*Hann veit ekki, hver hann er! . . . Pjer
vitið ekki, hver Percy er. Ó, herra minn!
Jeg hjelt að þjer vissuð það.«
Bretinn leit á mig biðjandi og hristi grá-
hærða höfuðið. Mjer kom til hugar, að segja
alla söguna, en hælti við það sökum þess, að
mjer var óljóst, hvílík áhrif það kynni að geta
haft á sjúklinginn í þessu ástandi.
»Hver er þessi Percy?« spurði jeg þess
vegna aftur.
öldungurinn reis upp í stólnum, leit í augu
mjer og mælti blíðlega með einhverjum krampa-
dráttum í andlitinu, sem Iíktust brosi:
»Percy — það er hann sonur minn.«
*Og ætlar hann að myrða yður? Pví þá?«
»Af því að hann er dáinn,« stundi hann.
»Pað er ómögulegt, lávarður minn. Ef hann
er dáinn, er engin hætta á, að hann myrði
yður.«
»Jú, jú, — hann fyrirfer mjer — — af þvt
— — — af því jeg hefi fyrirfarið honum.«
»Pað er elcki satt, yðar hágöfgi,« stamaði
brytinn. »Pjer hafið ekki fyrirfarið honum.«
»Ekki! — — Jú, vissulega hefi jeg gert það
. . . Pað held jeg . . . Eða hvar er hann þá?«
Jeg gaf brytanum bendingu um að þegja og
mælti hátíðlega:
»Nei, herra markí. Pjer hafið ekki gert það
. . . Percy lifir. Sonur yðar Iifir.«
»Lifir hann! . . . Hvernig vitið þjer það?«
»Jeg lés það.«
»Lesið þjer það? Getið þjer Iesið alt í and-
liti mínu? Getið þjer lesið þar, að jeg hafi
eigi fyrirfarið honum? . . . Einkennilegt . . .
mjög einkennilegt.*
Hann starði út í loftið eins og viðutan.
»Hlýðið á orð mín, lávarður minn. Horfið
þjer í augu mín og trúið orðum mínum,«
mælti jeg fastmæltur. »Hann lifir. Pjer hafið
eigi fyrirfarið honum.«
»Hann lifir! . . . En hann hatar mig!«
»Pað er heldur eigi rjett . . . Nei . . . því
að hann elskar yður og biður fyrir yður.«
Öldungurinn og brytinn litu úi sem væru
þeir þrumulostnir.
Loks æpti markíinn:
»Hann elskar mig . . . biður fyrir mjer!«
Og hann neri saman höndunum í örvæntingu.
»Pá hlýt jeg að vera brjálaður! . . . Auga
fyrir auga . . . Blóð fyrir blóð!
Svo hneig hann út af meðvitundarlaus.
Brytinn hljóp eftir köldu vatni og jeg helti
styrkjandi lyfi í munn markíans. Hann fór að
koma til meðvitundar, en hann mælti eigi orð.
Alla nótlina sat jeg hjá honurn og hann hjelt
dauðahaldi í hönd mína og slepti henni eigi
fyr en dagur var á lofti. Pá sofnaði hann.
Jeg skipaði brytanum að nefna eigi við nokk-
urn mann það, sem skeð hefði um nóttina.
Hjet hann því með tárin í augunum um leið
og hann þrýsti hönd mína. Svo gekk jeg til
hvílu um leið og jeg hvíslaði: »Percy, nú
bjarmar sigurglampi vonarinnar fram undan.«
Snemma næsta morgun, áður en jeg hafði
gefið mjer tima til að líta inn til maikíans,