Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Side 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
13
»Jeg veit ekkert, gamli moður, — ekkerl. —
Komið þjer! Við skulum fara.«
Brytinn leit á mig vantrúaraugum.
Þegar jeg kom inn i herbergi markíans, sat
hann í stólnum, sem hann eigi yfirgaf hvorki
nótt nje dag. Þegar jeg tók í hendi hans,
varð jeg þess var, að hún var hlý — höndin,
sem altaf haíði verið köld og skjálfandi.
»Yður líður betur, lávarður minn,« mælfi
jeg. »Mjer sýnist yður líða bara vel.«
»VeI, — nei, ekki e n n þ á . En betur en
í gær . . . Jeg hefi sofið og mig hefir dteymt
. . . ekki eins og vanalega.*
»Hvað hefir yður dreymt?«
»Að þjer sætuð hjá mjer og segðuð mjer
sögu, og að þjer . . . nei, sjáið þjer hvað
blessuð sólin skín glaðlega inn um gluggann
. . . að þjer þektuð Percy . . . að þjer liefð-
uð sjeð hann,«
»Nei, það hefi jeg ekki sagt yður,« mælti
jeg.
»Nei, það segi jeg ekki heldur . . . Mig
var aðeins að dreyma . . . En það var fagur
draumur.«
Jeg þagði og virti hann fyrir mjer með með-
aumkvun.
Eftir litla þögn hjelt hann áfram:
»Ó já, það var aðeins draumur, en jeg er
glaður, þrátt fyrir það.«
Aftur þagði hann um hríð og jeg sá, að
kvalaskuggarnir liðu yfir andlit hans. Svo
niælti hann:
»Komið jojer hjerna til mín. Jeg ætla að
spyrja yður tieimskulegrar spurningar. En mjer
hefir komið hún svo oft til hugar, að mig
!angar til að fá svar við henni. Ef ungur,
hraustur maður er lokaður inni hjá vitfirring-
u>n, er þá hætta á því, að hann verði sjálfur
vitfirringur, ef hann er hjá þeim langan tíma?«
Hann hvíslaði ofurlágt síðustu orðunum,
»Nei, lávarður minn.«
»Talið þjer ekki svona hátt. Pað þarf eng-
mn að heyra þetta. Svo það er engin hætta
á því?«
Svo spurði hann eftir litla þögn:
»Hafið þjer nokkurn tíma komið á vitfiir-
ingahælið »Betlehem«?«
»Já,« svaraði jeg. »Jeg hefi oft komið þar.«
»Er ekki hræðilegt að sjá alla þá eymd?«
í augum hans las jeg spyrjandi angist, eins
og líf hans eða dauði væri komið undir
svari mínu.
»Nei,« svaraði jeg. »Pað er alls ekki hræði-
legur staður. Sjúklingarnir eru huggaðir eftir
föngum og hlúð að þeim eftir því scm unt
er. Peir óhamingjusömu fá þar frið og
margir bata.«
»Svo o-o. Peir óhamingjusömu eru hugg-
aðir — hlúð að þeim — þeir fá frið. —
Pað er fagurt starf.«
Hann dró andann tjettara, en angistin var
enn eigi horfin úr svip hans. Jeg sá, að hon-
um bjó önnur spurning í brjósti, sem hann
álti bágt með að mæla fram. Jeg ákvað að
hjálpa honum og mælti því:
»Jeg hefi einnig sjeð fleiri vitfirringahæli
hjer á Englandi, og mörg þeirra virtust mjer
fullkomnari en »Betlehems«-spítalinn.«
»Svo sem — ?« mælti hann spyrjandi og
mændi augunum biðjandi. »Hvaða — hvaða
hæli?« Röddin skalf.
Jeg taldi nú upp mörg hinna þektustu hæla.
Pau nöfn virtust engin áhrif hafa á hann. Svo
mælti jeg snögglega, en í lægri róm:
»Jeg hefi einnig verið í St. James.«
»Hvað?« hrópaði hann og hrökk við, eins
og hann hefði verið snortinn af eldingu. En
brátt varð hann rólegri. Hann krosslagði hend-
urna á brjóstinu.
»Hafið þjer verið þar?« stundi hann loks
lágt.
»Já, og það all-langan tíma. Pekkið þjer
hælið?«
»Nei, nei, nei . . . jeg þekki það ekki.«
Hann hálf-æpti orðin. »Spyrjið mig eigi . . .
Pekkið þjer nokkurn þar?«
»Já, jeg þekki marga. Ellington forstjór-
ann . . .«
»Hm . . . já , . , hm , , .«