Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Page 18
14
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
íLorensen yfirlækni, Derby,« og svo nefndi
jeg marga af yfirrnönnum og læknum hælisins.
»Eru margir sjúkir og óhamingjusamir þar?«
»Já, fjölda margir.*
»I3ekkið þjer nokkurn af þeim?«
»Já, já. Jeg þekki marga þeirra. Rar er t.
d. ofursti að riafni Lincoln, barón Charles,
ungur málari, er heitir Kingston, leikarinn
Bateman og fleiri.
»Enga fleiri . . .? Ekki ungan mann . . .?
Ó, verið þjer miskunnsatnur . . . Jeg hefi
aldrei verið þar . . . Ungan mann, stóran og
fríðan. Ó, guð minn góður!«
»Jú, það er satt,« sagði jeg snögglega, eins
og jeg alt í einu myndi eftir einhverju. »Pað
var ungur maður þar, sem hjet Brown —
byggingameistari, að jeg held — ágætismaður,
fríður eins og ungur guð —.«
»Nei, nei,« hrópaði hann. »Þjer þekkið
hann ekki . . . Pjer þekkið hann ekki . . .
Pjer hafið aldrei verið þar.«
*Jeg &et fullvissað yður um, að jeg hefi
verið þar,« svaraði jeg. »Ef þjer aðeins viljið
nefna nafnið, þá . . .«
Nafnið! Hvaða nafn? — Komið þjer nær
— enn þá nær . . . alveg til mín. . . Pekkið
þjer ekki — sáuð þjer ekki, uss, uss . . . ætli
Moitimer sje hjerna? Pekkið þjer ekki herra
Sid . .. Sid . . .«
»Sidney!« hrópaði jeg. »Jú, hann þekki jeg
rnjög vel.«
Um leið og jeg nefndi nafnið, rak hann upp
sársaukahljóð og hneig aftur á bak, fölur eins
og liðið lík. Svo fól hann andlitið í höndum
sjer, og jeg heyrði, að hann grjet þungan. Eftir
litla stund leit hann aftur upp, brosti blíðlega
til mín og þurkaði tárin úr augunum, um leið
og harin mælti með veikri, en nærri því glað-
legri röddu:
»Ó, því hafið þjer ekki sagt mjer það áður,
að þjer þektuð Percy minn ...»
»Lávarður minn,« svaraði jeg. »Hvernig átti
jeg að þora það, — hvernig gat jeg vonað... «
»Pví ekki ? . . hefir hann sagt eitthvað um
mig? Berið þjer mjer ekki kveðju frá honum?«
»Kær.i markí, hefi jeg ekki þegar í gær sagt
við yður: Hann elskar yður og biður fyrir yð-
ur. . . Var það eigi nægileg kveðja?«
»Jú, það er gott. Pjer þurfið ekki að segja
meira. Jeg sjc og heyri að þjer þekkið alí ...
Vitið alt, hvað jeg hefi gert, og hvernig það
hefir farið með mig. Nú ætla jeg að segja
yður söguna. Pað er ekkert, sem getur rjett-
lætt gerðir tnínar . . . en þó þekkið þjer ekki
alt. Hlýðið nú á og leyfið mjer að tala einum.
Haldið þjer í hönd mína á meðan. Og ef
þjer fáið viðbjóð á mjer, þá dragið hönd yð-
ar brott, því að sagan, sem jeg ætla að segja
yður, er ægileg. Guð veit, að jeg hefi verið
syndari, en hann hefir í náð sinni leyft mjer
að játa afbrot mín — hinar hræðilegu gerðir
mínar — áður en jeg dey. Og þjer eigið að
vera skriftafaðir minn.«
Jeg settist við hlið hans og svo hóf hann
mál sitt:
»Jeg hefi verið dramblátur, eigingjarn og
ofsafenginn. Jeg hefi aldrei elskað konu, og
það er það versta, sem jeg get sagt um sjálfan
mig. — Pað munu vera um 29 ár síðan —
jeg var þá fjörutíu og eins árs gamall, er jeg
sá dóttir undirgreifans frá Dunsdale í fyrsta
sinni. Hún var þá 18 ára. — Pá var það í
fyrsta skifti að tilfinningar mínar báluðu upp,
tryltar og óviðráðanlegar. Pví eldri sem maður-
inn er, þegar þær taka völdin af honum í
fyrsta skifti, því tryltari verða þær. — Ástríðu-
logarnir ætluðu að gera mig vitskertan — jeg
var ekki ástfanginn, þetta var engin ást, — en
jeg var viti mínu fjær af ástríðu.
Hvað jeg svo gerði — hvílíkt voðaverk jeg
framdi, ætla eg að hlífa mjer við að segja yð-
ur frá, Pað leyt’darmál fer með mjer ígröfina.
Jeg var of drambsamur til að gera hana að
eigittkonu minni, því að jeg hataði að vera
bundinn á nokkurn hátt,— en jeg var neyddur
til þess, neyddur af ættfólki hennar, kúgaður
til þess af þeirri stjett, sem við tilheyrðum.
(Framh.)