Viðskiftablaðið - 01.10.1917, Síða 2

Viðskiftablaðið  - 01.10.1917, Síða 2
2 VlÐSKIFTABLAÐffi VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ. HÉR á landi hefir lengi verið þörf á stofn- un til þess að leysa það verk af hendi, er þessu félagi er nú ætlað. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að verzlun Islendinga er sums staðar, ef ekki víða á landinu, til muna ábóta vant. Verð á útlendum varningi hátt, en lágt á íslenzkum afurðum. Vöruskortur oft til- finnanlegur, jafnvel á nauðsynjavöru, og fjöldi vörutegunda alveg ófáanlegur, Af- leiðingin hefir orðið sú, að fólk verður að sæta verri kjörum en nauðsyn ber til og fara á mis við ýmiskonar nauðsynjar sér til stórra óþæginda. Vera má, að sumir telji það.hafa orðið til bóta íslenzkri verzlun, að útlend verzl- unarhús hafa með verðskrám og skrum- auglýsingum gert varning sinn falan á íslandi og á þann hátt náð í nokkur við- skifti. Á öðrum stað í þessu blaði er drepið ó þá viðskiftaleid, og getum vér því verið fáorðir um hana hér. Oss eru talsvert kunn þau viðskifti og vitum, að rnikill hluti þess varnings, sem þannig er boð- inn, er „skran“ og glingur. Ágóðinn fer út úr landinu og jafnvel ekki því að heilsa, að póststjórnin fái einn éyri fyrir vinnuna við að koma því til skila, innheimta póst- kröfurnar og standa skil á andvirðinu, og ekkert fengið fyrir kostnaðinn við flutn- ing á þessum póstbögglum. Stjórn lands- ins hefir jafnvel samþykt, að burðargjald Undir slíkar sendingar skuli vera alt að 40% lægra en undir böggla, sem lands- menn senda sjálfir milii hafna á íslandi. Nú er þessum viðskiftum að vísu ger- lokið sakir hafnbannsins við Norðurlönd, og þar sem í ráði er að hækka burðar- öyri innan landsj ætti að mega fullyrða, að núgildandi burðargjaldsskrá milli út- landa og íslands verði ekki látin gilda aftur, er póstsambandið hefst af nýju. VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ ætlar sér að leggja aðalstund á verzlun og hverskonar viðskifti við fjarlæga hluta landsins. Nú er vitanlegt, að hér í Reykjavík er ekki einungis fjölskrúðugast vöru-úrval ó land- inu, heldur og, að hér verða bezt kaup ger. Vill félagið starfa að þvi, að lands- menn allir geti gert kaup þar, sem kjörin eru bezt. I’yrir því tekur félagið að sér kaup og sölu á hverri vöru sem er, og vonar að geta gert það á viðunandi hátt. Stefnuskrá vor er, að breyta við viðskiftavini vora, eins og vér mundum óska, að breytt væri við oss, ef vér vær- im í þeirra sporum. Framkvæmdarstjóri félagsins er hr. Þórður Sveinsson, sem kunnugur er verzlun og viðskiftum landsmanna. Hér skal nánara drepið á fyrirhugaða starfsemi. Kaup. Félagið útvegar landsmönnum allar þær vörur, sem á annað borð er nokkur kost- ur að fá. Þær vörutegundir, sem félagið hefir ekki sjálft fyrir bendi, útvegar það með svo góðum kjörum, sem frekast er unt. Höfum vér þegar tryggt oss hag- kvæm sambönd í ílestum greinum og lát- um viðskiftavini vora að sjálfsögðu njóta þeirra hlunninda. Þær vörur, sem mögu- legt er að fá í heildsölu, seljum vér aí't- ur með heildsöluverði. Með þessu móti eigum vér að geta útvegað allar vörur með eins góðum kjörum sem viðskifta* menn vorir gæti beztum náð, og margar vörutegundir með til muna lægra verði, en þeir yrði að sæta, ef þeir gerði kaupin sjálfir. Ómakslaun verðum vér að reikna oss

x

Viðskiftablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Viðskiftablaðið
https://timarit.is/publication/524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.