Viðskiftablaðið - 01.10.1917, Side 5

Viðskiftablaðið  - 01.10.1917, Side 5
VIÐSKIFTABLAÐIÐ 8 Vörur. VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ vill þegar nota tækifœrið til þess að vekja eítirtekt les- anda VIÐSKIFTABLAÐSINS á þvi, að félagið hefir hagkvæm sambönd um út- vegun á neðanskráðum vörutegundum, í smáum og stórum stíl, og vonar á sama hátt að geta útvegað allar aðrar vörur, þótt þeirra sé ekki getið sérstaklega: Kornvötur allskonar. Niðursoðin matvæli og ávextir. Brauð, kex og allskonar matvæli. Nýlenduvara allskonar. Tóbak, vindlar, vindlingar. Vefnaðarvara allskonar. Fatnaður karla og kvenna, hálslín og höfuðföt etc. Húsgögn, gólfdúkar, ofnar, eldavélar, lampar etc. Ur og klukkur, skrautgripir. Byggingarefni, málaravörur, veggfóður. Hljóðfæri, nótur, söngvar. Járnvörur, húsáhöld, smiðatól," sauma- vélar, ritvélar, prjónavéiar, sláttuvélar, skilvindur, mótorar. Skotfæri og skotvopn. Pappír, ritföng, áprentun. Baðlyf. Veiðarfæri, kaðlar, segldúkar, netjagarn. Leirvara, glervura, postulín. Hreinlætisvörur, sápa, sódi etc. Reiðhjól og það sem lil þeirra þarf. Vélaolía. Bifreiðar. Nauðsynjavara. Það er ekki ósennilegt, sízt nú á tím- um, að nauðsynjavaran sé stærsti útgjalda- liður tlestra heimila. Það hlýtur því að skifta miklu að sæla sem beztum kaupum á þeirri vöru,. þótt helzt sé svo að sjá, sern fólk íhugi það ekki svo sem skyldi. Marg- ir halda, ab sú vara sé seld um allan heim með svo lágu verði, sem frekast eru föng á. Þaö er satt, að að jafnaði mun minna lagt á nauðsynjar en glingur. Engu að síður getur margt orðið til þess að færa verðið um skör fram á sumum stöð- um, svo sem óhentug innkaup, dýr flutn- ingur og að kaup sé ger á óhentugum tíma. VIÐSKIFTAFÉLAGIÐ ætlar að leggja sérstaka stund á að verzla með nauðsynja- vöru og hefir von um að geta selt hana og sent til fjarlægustu hluta landsins með svo lágu verði, að ómaksins sé vert, tyrir bændur og aðra, að grenslast eftir verð- inu. " • Bækur og ritföng. Vér höfum sannar sögur af því, að olt sé örðugleikum bundið að fá íalenzlcar bœhur keyptar utan Reykjavíkur og að nýjar bækur komi oft seint á markaðinn á sumum stöðum, jafnvel löngu eftir að ritdómar taka að birtast um þær i blöð- unum. Ymsar bækur fást hvergi eða óvíða á Iandinu annarsstaðar en hér í Reykja- vík. Þetta þykir jafn fróðleiksfúsri þjóð, sem vorri, ilt undir að búa, en á oft óhægt með að afla bókanna. Nú getur VIÐ- SKIFTAFÉLAGIÐ bætt úr þessu, því að auðvelt er félaginu að afla hverrar |>eiir- ar bókar, sem út er gefin á íslandi. " Látið oss vita, hverjar bækur þér viljið kaupa. Vér skulum útvega yður þær. Ritföng er sú vara, sem íslendingar þurfa mjög á að halda. Þau selur VID- SKIFTAFÉLAGIÐ, eða útvegar, góð, ódyr og smekklega valin. Prentun bréfhausaiog á umslög lætur félagið framkvæma vel og snyrtilega, gegn lægsta gjaldi.

x

Viðskiftablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Viðskiftablaðið
https://timarit.is/publication/524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.