Sumarblaðið - 20.04.1916, Side 13
SUMARBLA&I&
1
Iþróttafélag Reykjavíkur
Iþróttafélag Reykjavíkur var stofnað
11. marz 1907.
Tildrög til stofnunar þess voru þau, að
Andreas Bertelsen, sem þá var forstjóri
klæðaverksmiðjunnar »lðunn«, boðaði til
fundar í »Hótel lsland« öllum þeim, er
mynda vildu íþróttafólag í Reykjavík.
Allir þeir, sem fundinn sóttu, urðu á eitt
sáttir um það, að stofna íþróttafélag hér í
bænum. Áður hafði að vísu komið til
mála að stofna slíkt félag, en það hafði
fallið niður sökum þess, að eigi var völ á
góðum íþróttakennara. En nú var sú urð
úr vegi rudd, því að Bertelsen var gamall
íþróttakennari og bauðst til að hafa kensl-
una á hendi. Fyrsta veturinn fór kenslan
fram í leikfimishúsi barnaskólans, og 5.
júní 1910, þrem árum eftir stofnun félags-
ins, var sýning haldin í barnaskólagarðin-
um, og þótti sýningin takast með afbrigð-
um vel. Var lokið á hana lofsorði i öll-
um blöðum bæjarins.
Úti-íþróttir voru dálítið iðkaðar og fóru
þær fram úti á Landakotstúni. Að vísu
var llokkurinn fámennur í fyrstu, en þar
var jal'nan gleði á ferðum og framfarirnar
urðu miklu meiri en búast mátti við.
Flokkur þessi, þótt fámennur væri, hélt
vel saman og hver hjálpaði öðrum.
Árið 1910 varð félagið að sjá á bak
hinum áhugasama og röska kennara sín-
um. Varð hann að liverfa á brott sökum
þess, að liann gerðist forstjóri klæðaverk-
smiðjunnar »Gefjun« á Akureyri. En þrátt
fyrir burtför hans, hélt þó félagið áfram
að starfa og hafði einn bezta mann sinn
til þess að stjórna æfingum.
Sumarið eftir hélt U. M. F. R. iþrótta-
mót og var þar lcept í leikfimi. í. R. og
leikfimisflokkur U. M. F. R. keptu og lilaut
í. R. verðlaunin. Síðan hefir félagið liald-
ið margar leikfimissýningar og hafa þær
allar l'arið vel fram.
Um þetta leyti kom hingað nýlærður leik
fimiskennari, Björn Jakobsson, er stundað
hafði nám í útlöndum. Hann gerðist kenn-
ari félagsins þá og hefir verið það
síðan.
Unglingadeild var stofnuð í félaginu
1913. Var aðsókn mikil og urðu mai’gir
frá að hvei’fa.
1 vetur var stofnaður sérstakur flokkur
fyrir karlmenn á aldrinum 30—60 ára.
Ilefir félagið því starfað í vetur í þrern
flokkum.
Starfandi félagsmenn eru yfir 100 að tölu
og hlutlausir 10—20.
Félagið mundi vera miklu stæi’ra og’ öfl-
ugra en það er nú, hefði það haft vistleg
og rúmgóð húsakynni til þess að æfa sig
i. En eins og allir vita er ekkert viðun-
andi leikfimishús til í höfuðborginni.
Ný orö.
í sumar ætlar í. S. í. að gefa út knatt-
spyrnulög. Það hefir lengi verið tilfinnan-
legur skortur á slíkum lögum d islenzku.
íþróttafélag Reykjavikur gaf út knatt-
spyrnulög fyrir nokkrum árum, en nú eru
þau lög oi’ðin á eftir tímanum. Menn hafa
þvi nú um langt skeið orðið að sætta sig
við að nota knattspyrnulög á dönsku, þótt
ófagurt sé frásagnar.
Það er alger misskilningur hjá alþýðu
manna, að það sé að eins þeir, er knatt-
spyrnu iðka, sem þui’fi á. knattspyi’nulög-
um að halda. Allir, sem áhuga hafa fyrir
iþróttinni og vilja liafa garnan af opinber-
um kappleikum, eiga að kynna sér þau
vandlega.
Eins og menn vita, hefir með öllu vant-
að íslenzk oi’ð um liin ýmsu atriði þess-
arar íþróttar. Menn hafa orðið að gera
sér gott af, að nota að eins útlend orð eða
þá íslenzk orðskrípi, og hefir mörgum þótt
slikt all-ilt. En nú mun úr þessu bætt i
hinurn nýju lögurn. Þar er fjöldi af nýjum
orðum. Ber að þakka Guðnx. landl. Björns-
syni fyrir flest nýyrðin, seixx öll eru falleg