Varðeldar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Varðeldar - 01.01.1930, Qupperneq 5

Varðeldar - 01.01.1930, Qupperneq 5
VARÐELDAR 3 Til fjalla. Þrír saman hjeldum við upp úr dal ein- um austanfjalls í Noregi. Báðir voru fje- lagar mínir rithöfundar, annar Austlend- ingur og rikismálsmaður, hinn Sunnlend- ingur og landsmálssinni. Báðir voru þeir börn skuggasælla skóga, og þytur i laufi og «krjáf í barri hafði verið þeim vöggu- söngur. Þeir voru ákafir tilbeiðendur norskrar náttúru og þeklu hana flestum betur frá ótal ferðum um fjöll og skóga á ýmsum tímum árs — enda eru bækur þeirra þrungnar seiðandi dulmagni há- fjalla, heiða og myrkviða. . . . En jeg var framandi maður í framandi landi, alinn upp á berangri, við brimgný og veðurdyn einhverra hinna lirikalegustu hamra og gilja, sem vestfirsk náttúra á í fórum sín- um. Við vorum á leið upp á skóglausa, snæ- drifna heið'i, er laugaðist nú skáhöllum geislum skammdegissólar. Langt uppi á auðnunum átli Austlendingurinn kol'a — og þangað var ferðinni lieitið. Leiðin lá upp ldetlalausa lilíð. Skógur var alt umhverfis, og við þræddum braut, sem skógarliöggsmenn nota, er þeir aka trjábolum ofan í dalinn. Greniskógurinn var þakinn isingu. Greinarnar slúttu, huldar kristallstærum klaka, og sólin skein þarna á þúsundir smárra og stórra svell- pýramída. Allir litir regnbogans skiftust á í sífellu, er hægur andvarinn lireyfði greinarnar og um skóginn fór undursam- legur, heillandi ómur. Úr öllum áttum kom hann í veikum titrandi bylgjum, tindrandi hreinn — eins og hringt væri silfurbjöllum úti í geimnum. Fyrstur okkar gekk Austlendingurinn. Hann var hár vexti, en ekki gildur. And- litið var festulegt, stórskorið og veðurbar- ið. Augun voru blá. Þau voru hvöss og því nær liarðleg, en þó um leið djúp og i þeim ylur af dulinni glóð. Jeg gekk í miðið, Iág- fættur og luralegur. Síðastur var Sunn- lendingurinn. Hann var hár vexti og þrek- inn. Hann var frekar ófríður, nefbreiður og nefstór, munnviður og kjálkamikill. Augun ljetu ekkert uppi um það hversu maðurinn var skapi farinn og svipurinn allur var gáta. Þegar jeg virti fyrir mjer andlit hans, datt mjer i hug liús með hlera fyrir gluggum um hábjartan dag. Austlendingurinn liafði hund i bandi, stóran, snögghærðan og hlaupalegan. Öðru hvoru þóttist seppi þurfa að nema staðar, snuðra í snjónum, lykta af trjábol eða þefa út i loftið og alt al' stansaði lms- bóndi Iians og horfði athugull og þolin- móður á hann. Lá mjer stundum við að hlæja að dekrinu við dutlunga liundsins, en Sunnlendingnum virtist ekkert þykja undarlegt við það, að í rauninni var hund- urinn látinn ráða því, hve liratt við fórum. Hann hefir sjálfsagt átt hund, er fylgt hafði honum um fjöll og dali og verið f je- lagi lians fjölmargar einverustundir. Svo var nú það, að ekkert lá á. Við vorum svo sem ekki i fiskiróðri í skuggalegu skamm- degisveðri niðri á Björgum. Við gengum hægt, mjökuðum skíðunum áfram undur rólega — og eins og áður er sagt, stönsuðum við öðru hvoru. En eftir klukkutíma er skamt ófarið upp á brún- ina. Dalurinn blasir við, þegar litið er um öxl. Beint niður undan eru bæirnir i hvirfingu og snæþakin túnin — að eins dálítil rjóður með litilfjörlegum þústum og dökkleitum x’ákum hjer og þar. Ofan miðjan dalinn bugðar sig skóglaus borði, hvítur með ísgrænum köflum. Það er áin, sem snjór og klaki hafa byrgt fyrir vitin á .... En austan við ávalar liæð- irnar, hinum megin dalsins, koma í ljós hrikaleg bláfjöll, er teygja nakta og nöt- urlega tinda upp í frostblátt loftið. Hundurinn stansar snögglega, teygir

x

Varðeldar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varðeldar
https://timarit.is/publication/539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.