Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 06.02.1974, Blaðsíða 5
Þ J Ó Ð M Á L 5 Vertíðarþankar Nú er loðnuvertíðin hafin og hefur gengið vel á þeim stutta tíma ,sem liðin er frá því að hún hófst, enda virðist sem nú sé loðnuæði á öllum, ekki minna en var þegar best lét í sildinni. Er vel að allt gangi sem best bæði fyrir þjóðarbúið og útgerðina og ekki mun ein- staklingunum af veita. Hitt er svo annað mál að við þurfum að veiða fleira en loðnu, en ekki mun ganga of vel að manna bátana, i það minnsta ekki hina smærri, og ekkert er að gera í frystihúsunum, þegar togarar sigla með aflann. Það er einnig hálfskrítið, þeg ar stór góð skip eru látin hætta veiðum, til að breyta þeim I loðnuskip fyrir tveggja til þriggja mánaða tíma. öðru máli er að gegna með skip, sem ekki er hægt að halda úti og hefur verið lagt, eins og bv. Jón Þorláksson, en þann togara átti að selja í brotajám. En ungir og áhugasamir menn keyptu togarann og breyttu honum í loðnu-skip og er ósk- andi að sú framtakssemi eigi eftir að borga sig. Það er þann ig, að eitt sams konar skip bv. Hallveig Fróðadóttir biður eftir að fara í bræðsluofnana fyrir lltinn pening og væri því hugsanlegt, ef gengur vel hjá þessum ungu mönnum, að einn ig mætti breyta þessu skipi á sama hátt og gert var með bv. Jón Þorláksson. Það verður víst ekki hjá því komist að hin ir nýju togarar okkar skapi hinum svonefndu nýsköpunar- togurum sömu örlög og þeir skópu gömlu kolakynntu tog- urunum á sínum tíma, þ. e. að selja þá alla í bræðslu. Enn hefur ekki gengið vel að selja loðnumjöl á hagstæðu verði og munu kaupendur vera að bíða eftir því, hvert fram- boð verður á fiskimjöli, t.d. fer það eftir því hvað veiðist af ansjósu I Perú. Verði ekki mik- il veiði hjá Perúmönnum, gæti mjöl stórhækkað i verði. Hitt er stórum verra ,að einhver afturkippur hefur komið í sölu á frystri loðnu, t.d. til Japans. Er það mjög alvarlegt mál; það miklar vonir, sem við höfum bundið við þá sölu, sem vonlegt er, þar sem verðið á frystri loðnu er mörgum sinnum meira á henni en mjölinu, enda ástæða til að menn óski heldur um tapað af mörgum góðum og nýlegum skipum á loðn- unni, t.d. á slðustu vertið. Þeg- ar loðnu er dælt upp úr nót- inni er ekki hjá því komist að meira eða minna fari með af sjó I lestina þrátt fyrir góðan útbúnað. Þess vegna er hætta á slætti I veltingi, þegar lestin er ekki vel-full og af þeim sök- um þarf að hafa- sérstaklega sterk hliðarskilrúm 1 lestum, því fái bátur á sig sjó og leggist á hliðina, er hætt við að erfið- lega gangi að rétta hann við, þegar allt rennur út í aðra hlið- ina. 1 gamla daga var það siður gætinna manna að hafa opna eina lúgu en fylla kassann þar yfir til að runnið gæti niður Árið 1970 réðist Sigfús Hall- dórsson í að gefa út nokkur af lögum sínum, eða um 50 tals- ins, i vönduðu hefti, í tilefni fimmtugsafmælis síns. Ætlunin hafði verið að hafa eingöngu ný lög í þessu hefti, en vegna mikillar eftirspurnar eftir eldri lögum, sem öll voru uppseld, tók höfundur til þess ráðs að í lestina úr kassanum jafnóðum og síldin slóst til I lestinni, þannig, að hún var alltaf full. Mætti ekki á þessum stóru skip um útbúa sterkan járnkassa með loki á góðum stað þar sem hann væri minnst fyrir yfir boxaloki þannig að úr honum rynni ofan I l'estina til að halda henni fullri, þegar sígur í lest- inni, t.d. við að sjór sigur nið ur, og við velting. Við, sem I landi erum og hlustum á veiðifréttir, getum það eitt að vona að vel veiðist, en þó höfum við illan grun um að loðnunni gæti orðið út- rýmt, minnugir þess, þegar við vorum að veiða síldina hér áður fyrr og hvernig nú er komið með hana. En vonandi er þetta óþarfa svartsýni eða svo segja fiskifræðingarnir. En þetta sögðu þeir einnig um síld- ina á sinum tima. hafa þau með i heftinu ásamt fimmtán nýjum lögum. Þetta hefti hefur nú verið ófáanlegt í nokkra mánuði en er nú kom ið út í annarri útgáfu og i sama formi og fyrri útgáfan. Lögin fást í Hljóðfæraversl- un Sigríðar Helgadóttur, Vestui veri og Hljóðfæraverslun Pouls Bernburg, Vitastíg. Faxi skrifar: Undir- skrifta- söfnunin Skoðanakannanir eru tiltölu- lega nýtt fyrirbæri á Islandi. All. ur almenningur veit vart hvað hugtakið merkir fram yfir það, sem orðið sjálft gefur til kynna. En nú erum við fslendingar bún- ir að fá háskóladeild í félags. fræðum og má því búast við að landsmenn fari smám saman að uppfræðast um tilgang og nota- gildi skoðanakannana. Allt frá því er sögur hófust hafa einstaklingar og hópar manna beitt aðferðum og jafn. vel brögðum til þess að liafa áhrif á skoðanir þess sem valdið hafði. Ef litið er á þessa hegð- un manna í ljósi heimspekinnar tengist málið allt því, sem £ venjulegum skilningi kallast stjórnmál. Hin heimspekilega undirstaða stjómmálanna er ein- mitt, að vemlegu leyti, tengd skilgreiningu á valdi og frelsi. Við tölum því um lýðræðisflokka, sem leggja álierslu á frelsi ein- staklingsins til athafna og hugs- unar, og einræðisflokka, sem leggja áherslu á sterka og afger- andi stjórn einstaklings eða valdahóps, þar sem gagnrýni og andstaða við valdhafann eru úti- lokuð. Eitt besta dæmið, sem við höfum í dag um áhrifamátt frjálsrar gagnrýni, kemur einmitt frá Bandaríkjunum, þar sem frelsi manna til orðs og athafna er mjög í hávegum haft. Stefna Bandarikjanna, ef utanríkis. og hermál em undanskilin, mótast að verulegu Ieyti fyrir þrýsting, fjölmargra áhrifahópa innan hinna ýmsu byggðarlaga í borg- um og sveitarfélögum. Þessir áhrifa- og hagsmunahópar tengj- ast svo á ýmsan hátt milli ríkj- anna um öll Bandaríkin. Neyt- endasamtökin, samtök hinna ýmsu atvinnuhópa og hópa hug- sjónamanna, kvenréttinda og al- mennra mannréttinda, svo nokk- uð sé nefnt, öll þessi samtök hafa mikil áhrif á stefnumótun í Bandaríkjunum. Reyndar má segja, að mikill fjöldi af stærri og smærri áhrifahópum hafi sterk mótandi áhrif á alla þróun og menningu þessa stórveldis í Vestri. Áhrifahópar nota að sjálfsögðu ýmsar leiðir og aðferðir til þess að vinna að framgangi mála sinna. Undirskriftir, bænarskjöl, mótmælagöngur og verkföll eru nokkur dæmi um meðul til að ná hinum ýmsa tilgangi. í lýðræðis þjóðfélagi er réttur fólksins tryggður til slíkra aðgerða og reyndar virtur og talinn sjálf- sagður, enda þótt menn séu ekki alltaf sammála um tilganginn. 1 einræðisríkjum er allt umrót af þessu tagi mjög illa séð, enda er litið á það, sem óvild í garð þeirra, sem með valdið fara. Af þessum sökum má einnig segja, að stjórnendur í einræðisríkjum séu í fastari sessi en stjórnendur lýðræðisríkja. Velgengni og festa í stjórn einræðisríkisins byggist því á afdráttarlausu valdi, þar sem gagnrýni og andstaða og þar með aðhald fyrirfinnast ekki. Leynilegar kosningar eru eitt af meginundirstöðum mannrétt- inda i lýðræðisþjóðfélaginu. 1 þeim felst virðing fyrir ákvörð- unarrétti einstaklingsins og viður kenning á rétti hans til stefnu- mótunar í þjóðfélaginu. Áður fyrr fóru kosningar fram með handauppréttingu og þóttu það mikil mannréttindi á sínum tíma. Tilefni þess, að þetta er rifjað upp núna, er sú hin mikla undir- skriftasöfnun, sem nú stendur yfir hér á landi undir kjörorðinu Varið land. Strax eftir lok síðari heims- styrjaldar var farið að ræða utn framhald herstöðvarinnar í Kefla vík. Enda þótt Iengst af hafi ver. ið um nokkuð almenn samstaða um þá stefnu, að hér ætti ekki að vera her á friðartímum, hefur vissum öflum þjóðfélagsns tek- ist að gera herstöðvarmálið að stóru vandræðamáli. Meðan viðreisnarstjómin sat að völdum var því haldið fram, að meirihluti landsmanna vildi her og þess vegna skyldi vera her. Þá vildi stjórnarandstaðan þjóðaratkvæði en fékk ekki. Eft- ir að vinstri stjómin tök við var sagt að herinn ætti að fara og að meiri hluti landsmanna væri því fylgjandi. En hvers vegna vildi Vinstri stjórnin ekki þjóðar atkvæði um þetta mál? Svarið er einfallt. Vegna þess að í mál- efnasamningi rikisstjóraarmnar var sagt að lierinn skyldi fara á kjörtímabilinu. Þannig var málið aldrei kann. að niður í kjölinn. Undirskrifta- söfnun Varins lands er að visu staðreynd, sem ekki þýðir að bera á móti. Hún sýnir að harð- snúið lið forystumanna vill her í Iandinu. Þetta lið hefur nú grip ið tækifærið vegna þess að skoð anakönnun var ekki framkvæmd. Ef á hinn bóginn skoðanakönnun hefði verið framkvæmd, hefðu menn ekki þurft að vera í nein- um vafa um hvemig þjóðin stæði í þessu máli. Nú er þetta mál allt komið á mjög óheppilegt stig, sérstaklega vegna þess að undírskriftasöfnun sem þessi get ur gefið alranga mynd af afstöðu þjóðarinnar til þessa stðrmáls. Eins og þessi mál hafa þróast væri því mjög æskilegt, að fram- kvæmd yrði almenn skoðanakönn un í formi þjóðaratkvæðagreiðslu á afstöðu þjóðarinnar til þessa máls. Það mundi alla vega draga úr þeim sleggjudómum, sem menn láta frá sér fara á báða bóga þessa dagana. Það kemur siðan í hlut alþingis og ríkis- stjórnar að taka lokaákvörðun og það er ekki hægt að draga enda- Iaust. að veiða til manneldis en í skepnufóður. Væri full ástæða til-að við legðum meira í kostn- að við að afla okkur markaða á nýjum stöðum fyrir okkar eggjahvítuauðugu fæðu, sem hinn sveltandi heimur þarfnast mest. En á þvl munu þó vera margir annmarkar og þá ekki slst okkar háa verðlag og getu- leysi hinna til að kaupa. Siglingamálastjóri sendi frá sér margar varúðarauglýsingar nú, áður en loðnuvertíðin hófst, og sennilega full ástæða til. Ekki veldur sá er varir, enda heyra þessi öryggismál undir hann. Loðnuveiðarnar eru stundaðar á opnu hafi um há- vetur, þegar allra veðra er von. Það má því ekki mikið út af bera til að illa geti farið, en sem betur fer, höfum við slopp- ið við manntjón, þó að við höf- Menntamálaráðuneytið, 31. janúar 1974. Styrkir til háskólanáms i Rúmensk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa is- lenskum stúdentum til háskólanáms i Rúmeniu náms- árið 1974-75, en til grcina kemur, aö styrkurinn verði framlengdur til að gera styrkþega kleift að ljúka há- skólaprófi i námsgrein sinni. Það. er skilyrði, að styrkþegi stundi nám i rúmensku fyrsta árið og standist próf að þvi loknu. Styrkfjárhæð- in er 1.660 Lei á mánuði og styrkþegi er undanþeginn greiðslu kennslugjalda. Umsóknum um styrki þessa skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 4. mars n.k. Umsókn fylgi stúdentsprófskirteini á ensku, frönsku eða þýsku, ásamt fæðingarvottorði og heil- brigðisvottorði á einhverju framangreindra tungu- mála.—Sérstökumsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Lausar stöður Tvær lektorsstöður, önnur I sálarfræöi en hin i nútima- sögu, i heimspekideild Háskóla islands eru lausar til um- sóknar. Laun samkv. launakerfi starfsinanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytið, 23. janúar 1974. Guðmundur Bergsson. Sigfús Halldórsson, Sigurveig Hjaltesteð, Guðm. Guðjónsson. Sönglög Sigfúsar fáanleg aftur

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.