Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 2
2 Þ J Ó Ð M Á L Umferðarmál verði endur- skoðuð — er vilji fulltrúa vinstri flokkanna Tillaga frá borgarfulltrúum Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna: Með tilliti til þess öngþveitis, sem ríkir í umferðarmálum, fel- ur borgarstjóm borgarráði að láta fara fram heildarúttekt, sem feli m. a. I sér eftirfarandi: 1. Gerð verði samræmd heildar- áætlun um eflingu Strætisvagna Reykjavíkur, vagnakostur auk- inn og bættur og tíðndi ferða aukinn. f því sambandi má meðal annars benda á: a. EndurskoðaÖ verði leiðaval SVR um miðborgina. b. Auðvelduð verði umferð SVR með því að veita strætisvögnum forgang í umferðinni og dregið úr bílastæðum meðfram erfið- ustu leiðum. Flýta skal aðgerð- um varðandi Laugaveg og hefja athugun, hvort kaupa þurfi lóð- ir við Grettisgötu ög Hverfis- götu til notkunar fyrir bílastæði. c. Borgarstjórn ítreki við um- ferðarlaganefnd að hraða af- greiðslu á forgangi strætisvagna við útakstur frá stæðum. 2. Gerð verði athugun á því, hvort og þá hvenær hagkvæmt geti orðið að koma upp nýjum almenningsflutningaleiðum, sem byggja á innlendri orku. Er þá átt við t. d. svonefnda eintein- unga ofan venjulegrar umferðar. Ljóst er, að auk almennrar þjónustu SVR verður brýnt að koma á fót sérstökum hraðleið- um frá þéttbýlum hverfum, t. d. Breiðholti, Árbæjarhverfi og fyrirhugaðri byggð í Gufunesi að miðborginni. Jafnframt gæti í því sambandi komið til samvinnu við nágranna sveitarfélögin, Hafnarfjörð, Garðahrepp, Kópavog, Mosfells- sveit og e.t.v. Keflavík, um slíka línu. 3. Kannað verði, hvort hag- kvæmt geti orðið við erfiðustu umferðarhnúta að leysa umferð- ina neðanjarðar í stað þeirra miklu umferðarmannvirkja, sem Aðalskipulagið frá 1962 gerir ráð fyrir. 4. Heildarathugun fari fram á umferðarkerfi gamla miðbæjar- ins, þar sem lagt er til grund- vallar það gatnakerfi, sem nú er, með þeim vandamálum, sem nú ríkja. Gerð verði áætlun um lagfær- ingar og umbætur á kerfinu og þá jafnframt horft til framvindu mála f gamla miðbænum í fyrir- sjáanlegri framtíð, þ.e.m.a.: a. Þróun gamla miðbæjarins með vaxandi borg. b. Könnuð verði nauðsyn þeirra umferðaræða, sem Aðal- skipulag Reykjavíkur frá 1962 gerir ráð fyrir. c. Gætt verði samræmis milli ytra og innra umferðarkerfis. d. Bílastæðaþörf miðborgarinn ar verði skoðuð með fyrir augum, að almenningsflutningakerfi verði efld. 5. Gerð verði könnun á hugs- anlegri dreifingu stofnana um borgina. Gera þarf tilraun til þess að meta annars vegar hagkvæmni borgaranna af því, að stofnanim- ar séu sem mest á einum stað og hins vegar hagkvæmni þess frá umferðarlegu sjónarmiði að dreifa stofnunum sem mest. Guðm. Þórarinsson fylgdi till. úr hlaði. Umræðum var frestað en fram haldið á næsta fundi borgarstjómar. LAUS STAÐA Staða læknis við heilsugæslustöð I Stykkishólmi er laus til umsóknar. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneyt- inu fyrir 15. april n.k. Staðan veitist frá 1. júní 1974. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 12. mars 1974. Styrkir tii framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis Menntamálaráðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda framhaldsnám erlendis, eftir þvi sem fé er veitt i þessu skyni i fjárlögum ár hvert. Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim, sem ekki eiga kost á styrkjum eða námslánum úr lánasjóði islenskra námsmanna eða öðrum sambærilegum styrkjum og/eða lánum. Heimilter þó, ef sérstaklega stendur á, að veita viðbótarstyrki til þeirra, er stunda viðurkennt tækninám, ef fé er fyrir hendi. Styrkir eru eingöngu veittir til náms erlendis, sem ekki er unnt að stunda hér á landi. Skalnámið stundað við viður- kennda fræðslustofnun og eigi standa skemur en tvo mánuði, nema um se að ræða námsferð, sem ráðuneytið telur hafa sérstaka þýöingu. Styrkir greiðast ekki fyrr en skilaö hefur verið vottoröi frá viðkomandi fræðslustofnun um, að nám sé hafið. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 30. mars n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 20. febrúar 1974. I u 0 I 11 1. k Ua fCÍKlúKJUVIfdUE SALTVIK Húsnæðisþjónusta við félög og hópa í æskulýðsstarfi. Fríkirkjuvegur 11. Salir fyrir allt að 60 manna fundi og samkomur. Tónabær. Hentugir salir fyrir skemmtanir stórra og smárra hópa. Diskótek — stórt dansgólf — veitingar. Saltvík. Útilegu- og útivistarsvæði. Gistirými með setustofu og fullbúnu eldhúsi fyrir 1 5 manna hópa. Svefnpokapláss að auki. Upplýsingar og bókanir á skrifstofu ráðsins, Fríkirkju- vegi 11, kl. 8.20—16.1 5 daglega. Æskulýðsráð Reykjavikur Simi 15937 ÆSKULÝDSRÁÐ Laus staða Ráðgerter að veita á árinu l974nokkrar rannsóknarstöð- ur til 1—3 ára við Raunvisindastofnun Háskólans. Stofn- unin skiptist I eftirtaldar rannsóknastofur: stærðfræði- stofu, eðlisfræðistofu, efnafræðistofu, jarðvisindastofu og reiknistofu. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Starfsmcnnirnir vcrða ráðnir til rannsóknastarfa.cn þó skal, ef deildarráð verkfræði- og raunvisindadeildar Há- skóla Islands óskar, setja ákvæði um kennslu við háskól- ann i ráðningarsamning þeirra. Fastráðning kemur til greina i sérstökum tilvikum. Umsóknir, ásamt itarlegri grcinargerð og skilrikjum um menntun og visindaleg störf, skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 6. april nk. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1—3 dóm- bærum ’nönnum á visindasviði umsækjanda um menntun hans og visindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera i lokuðu umslagi sem trúnaðarmál, og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráöuneytið, (i. mars 1974. Skrifstofa SFV-félagsins er opinn alla virka daga frá kl. 13—17. Félagar SFV-félagsins eru beðnir að líta inn þegar þeir eru á ferðinni í miðborginni og greiða félagsgjöldin. — Sími skrifstofunnar er 27075 en Þjóðmála 19920. VIÐTALSTÍM! BORGARFULLTRÚA. Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi mun verða til viðtals á skrifstofu SFV-félagsins að Ingólfsstræti 18 alla mánudaga kl. 17—18, sími 19920. FÉLAGSFUNDUR verður haldinn að Hótel Esju við Suðurlandsbraut þriðjudaginn 26. mars n.k., hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Framboðslistinn við borgarstjórnarkosn- ingarnar vorið 1974. 2. Önnur mál. FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ! Stjórnin.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.