Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 8
8 Þ J Ó Ð M Á L Úttekt á þjóðarbúinu Framhald af bls. 5 ina — söluskattur. Sagt er að tölvan hafi tekið með í dæmið fátæka eignamenn og smáat- vinnurekendur, sem skammta sér launin. En í kröfunum átti að forðast þá. — Það sem varast vann, var líka að koma yfir hann. Verkafólk vinnur og vinnur. Nú sný ég mér að hinu háa Alþingi, sem er að ræða skatta- málin — verður ef til vill búið að afgreiða þau, þegar þetta kemst á prent. Þar kemur þetta fram: Bjarni segir spara, Gylfi segir ekki svona mikinn sölu- skatt, Geir segir að þessi vonda ríkisstjórn eigi ekki að hafa svona mikla peninga — henni gæti dottið í hug að kaupa fleiri skip. Ég og sjálfstæðismenn kunnum einir að fara með pen- inga! Meðan þessu heldur fram hamast verkafólk við að vinna nótt og nýtan dag til þess að bjarga verðmætum í þeirri góðu trú að foringjar verkalýðs- og vinstri hreyfingar séu að leysa vandann. Það þurfi hvergi nærri að koma nema að rétta upp sín- ar vinnulúnu hendur og hlusta á útreikninga. Horfa á þreytta og útkeyrða foringja eftir margar andvökunætur, sem eng- in vökulög ná yfir. Konur í lægri flokkunum. Þegar upp var staðið eftir rúma fjóra mánuði er sennilegt að kauphækkunin sé — að mati fróðra manna — 18—21%, ef kauphækkun í fiski er talin með.. Sú stefna hefur verið ríkjandi í minnsta kosti 10 ár hjá verka- lýðshreyfingunni, að hafa launa- flokka marga, allt upp í 10 fokka eða taxta og starfsaldurs- hækkanir inn í hverjum flokki, sem hafa komist upp i 10—12 ár. Hjá því opinbera hafa flokk- arnir verið 28 fyrir utan heið- ursflokk, A—B. Einhvern veginn hefur það verið svo að konur hafa lent í lægri flokkunum, sennilega af tilviljun. Þetta hefur átt sér stað þrátt fyrir lög um jafnrétti frá 1961 — miklu starfi Rauðsokkanna og siðast en ekki sist launadóm- stól, eins og það hét vist í upp- hafi, en heitir nú jafnlaunaráð eftir að þeir við AusturvöII voru búnir að draga úr því allar vfg- tennumar. Fiskvinnan færð upp. Á þessu varð nú töluverð breyting í samningunum. Fisk- vinnan var t.m. færð upp, enda var það hin upphaflega krafa. En það var fleira. Konur eru famar að taka það virkan þátt í atvinnulifinu, alls konar þjón- ustustörfum og iðnaði, þar á meðal matvælaiðnaði eins og mjólkuriðnaði, kjötvinnslu og mörgu öðm. Eftir því sem ég kemst næst, þá eru þessar starfsstéttir í 4. —5.—6,— taxta. Þó sýnist mér að stór hluti Iðju — og þá aðal- lega konur — hafi lent í 3ja taxta. Þessi árangur, held ég að hafi náðst, vegna þess að konur fylgdust með og stóðu vörð um sína hagsmuni, þótt þær ættu engan mann í framkvæmda- stjórn. Þessi barátta hvíldi mest á fomstu Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík. Enda þarf Framsókn að semja um flestar starfsgreinar eins og Dagsbrún af þeim félögum sem era í Verkamannasambandinu. Álfélagið gat borgað betur. Á sama tíma og verið var að semja í Reykjavik var samið í Straumsvík við Islenska álfélag- ið, auðhringinn Swiss Alumini- um, og hann gat borgað betur en íslenskir atvinnurekendur. Það er ef til vill framtíðin að láta erlenda auðhringi ná tangar- haldi á íslensku atvinnulífi, vegna þess að þeir hafa ekki svigrúm annars staðar á hnett- inum. Sé það rétt — sem ég vil nú ekki alveg fullyrða — að samn- ingarnir við Straumsvík séu mun betri, þá er það alveg aug- ljóst að auðhringurinn ætlar að ná því inn af þjóðinni á annan hátt — t.m. á raforkunni og ýmsum fríðindum. Kaupæði grípur um sig. En Adam var ekki lengi í Paradis. Nú dynja á okkur verð- hækkanir, sem reyndar em rök- studdar með ýmsum tölum. Eins og nú horfir þá hækkar vísitalan og þar af leiðandi verður mest kauphækkun hjá þeim sem hærri laun hafa. — Kaupæðið grípur um sig — fólk kaupir og kaupir. Það vill enga peninga eiga. Þessu emm við svo vön að við hrökkvum ekki við. Trú mín er sú að margir kaupmenn hafi ekki tapað síðustu vikurnar. Snarvitlaust vísitölukerfi. Nú reynir á hina faglegu og pólitísku fomstu. Getur hún tryggt okkur, launþegum, að þessi kauphækkun, sem við höf- um nú fengið, brenni ekki upp í óðaverðbólgu. Hún getur það ekki með því að halda að sér höndum og halda áfram að láta reikna og reiikna. Meðan við búum við snarvit- laust vísitölukerfi, sem kannske mælir þeim manni sem hefur 190 þúsund krónur 10 þúsund krónur á mánuðd í vísitölubæt- ur, en þeim sem hefur 30 þús- und krónur aðeins 3 þúsund á mán. Á meðan við búum við ranga stefnu í landbúnaðarmálum eng- um til hagnaðar, allra síst bændum, er ekki von á góðu. — Nei, úttekt á þjóðarbúinu. Nið- ur með einkabrask og tækifær- isstefnu. Ef vinstri-hreyfing á að lifa, þá verður hún að hafa vinstri stefnu. Það dugar ekki að kenna sig við jafnaðarstefnu, sósíal- isma og verkalýðshreyfingu. Alþýðufólk sér í gegnum það. Stefnúskrá og kosningaloforð, sem alltaf fara ofan í skúffu foringjanna er gömul plata, sem þýðir ekki lengur að spila. — Fjármálaráðuneytið, 19. mars 1974. Auglýsing um notkun heimildar i 60. tl. 3. gr. laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl. Káðuneytið tilkynnir hér með þeim aðiluni, sem hlut eiga að máli, að það hefur ákveðið, skv. heimild i 60. tl. 3. gr. laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl., að af vélum og hráefnum til iðnaðar tollafgreiddum á timabilinu 1. janúar til 5. mars 1974 skuli endurgreiða eða fella niður gjaldamun, eins og hann reiknast vera af vörum þess- um, annars vegar skv. eldri tollskrárlögum nr. 1/1970 og hins vegar skv. nýsettum tollskrárlögum nr. 6/1974. Endurgreiðslubeiðnir skulu sendar ráöuneytinu i skrif- legu erindi og hafa borist eigi siðar en 15. aprll 1974. Aðeins verður um niöurfellingu eða endurgreiðslu gjaldamunar aðræða til fyrirtækja, sem leggja stund á framleiðslu iðnaðarvara. Endurgreiðslubeiðnir iðnfyrirtækis skulu studdar eftirfarandi gögnum: 1. Frumriti tollreiknings (ekki Ijósrit) ásamt vöru- reikningi (faktúru). 2. Útreikningi aðflutningsgjalda á viðkomandi vörum, samkvæmt lögum um tollskrá o.fl. nr. 6/1974, er gerður sé á venjulegri aðflutningsskýrslu. Skal skýrslan fyllt úteins og fyrri skýrsla að öðru leyti en þvl, að reikna skal út gjöld með hinum breytta tolli. 1 erindinu skal tilgreina sérstaklega útreiknaöan gjaldamun skv. lögum nr. 6/1974 og lögum nr. 1/1970 um tollskrá o.fl. Jafnframt skal I erindinu vera yfirlýs- ing endurgreiöslubeiðanda um, að hann stundi iðn- rekstur og að viðkomandi vörur séu eingöngu ætlaðar til framleiðslu iðnaðarvara. Nú hefur innflytjandi iðnaðarhráefni eða iðnaðarvél I birgðum hinn 15. april 1974, sem tollafgreidd hafa verið á timabilinu 1. januar til 5. mars 1974, og skal þá heim- ilt að endurgreiða gjaldamun af fyrrgreindum vörum, enda hafi sala þeirra innanlands til nota við fram- leiðslu iðnaðarvara átt sér stað fyrir 15. mai n.k. Iðn- fyrirtæki eða iðnrekandi, sem keypt hefur vöruna, skal þó sækja um endurgreiðsluna, sbr. framanritað. Endurgreiðsiubeiðnir, sem berast ráðuneytinu eftir 1. júni 1974, verða ekki teknar til greina. Fjármálaráðherra skipar 3 menn, þar af einn eftir til- nefningu Félags isl. iðnrekenda til að fjalla um endur- greiösluhæfi endurgreiðslubeiðna. Úrskurður þeirra er fullnaðarúrskurður i hverju þvi máli, sem f jallað yerð- ur um skv. ákvæðum auglýsingar þessarar. Faxi skrifar: Hipparnir og hinir Hippahreyfingin svonefnda er angi af heimspekilegu við- horfi, sem blossað hefur upp á Vesturlöndum á síðustu árum. Grunntónn þessara hreyfingar er mannúð og umburðarlyndi, en kvati þessarar hreyfingar er andstyggð á yfirborðsmennsku, óréttlæti og svo síðast en ekki síst styrjöldum og hernaðar- mennsku. Hipparnir em fyrst og fremst ungt fólk, sem lítur á foreldra sína og eldri kynslððina reynd- ar alla, sem þræla í fangabúð- um þess þjóðfélagskerfis og þess vana, sem samansöfnuð forheimskun Vestrænnar menn igar hefur lagt þeim á herðar. Foreldrar hippakynslóðarínnar, þjakaðir af áhyggjum þess auðnuleysis, sem þeir telja að böm sín hafi leitt yfir ættbálk- inn, standa uppi ráðþrota með tðma pyngju og brostnar vonir. Þeir hrópa á börn sín (hippana) og scgja: þið lctingjar! Hvers eig um við að gjalda? höfum við ekki alið ykkur upp í guðsótta og góðum siðum? Og samt ger- ið þið okkur þessa skömm. Af hverju í ósköpunum reynið þið ekki að verða að mönnum? Við (aumingja foreldrarnir) reyn- um að gera allt fyrir ykkur, ef þið bara viljið Ieggja örlitla vinnu á ykkur. En allt kemur fyrir ekkert. Börnin (hippam- ir) Iíta í hógværri kyrrð fram- an í foreldra sína og segja án orða: „Ósköp eigið þið bágt?“ og foreldrarnir Iíta undan og segja upphátt „Hvílík for- heimskun!“ Þetta er kynslóðabilið, og það er út af fyrir sig hvorki gott né vont, aðeins staðreynd. Þessi áhrifamikla heimshreyf ing á án efa eftir að hafa holl áhrif á menningu allra sið- menntaðra þjóða, sem svo em efndar. Þessi kynslóð (auðnu- leysingja og drallusokka) á þrátt fyrir allt eftir að erfa landið og vonandi á hin næma réttlætiskennd þessa fólks eftir að hafa holl áhrif á hugsuar- hátt og athafnir komandi kyn- slóða. En ekki era allir þótt sýnist. 1 röðum þessara hug- sjónamanna era einnig gerfi- hippar, yfirborðslegir skrumar- ar, sem hafa í reynd öll sjúk- dómseinkenni þeirrar kynslóð- ar sem þeir fordæma, en ganga þó fram fyrir skjöldu, sem ein- hverskonar boðberar friðar og réttlætis. Þetta eru fjárkröfu- menn, brynjaðir fögrum hug- sjónum en eru í reynd ,margir hverjir, óábyrgir letingjar, sem ekkert gagn er í, hvorki fyrir sjálfa sig né aðra. Á umrótatímum, eins og þeim, sem við Iifum á, er nauð synlegt að ábyrgir stjórnendur láti ekki teyma sig út í aðra villu, verri þeirri, sem fyrir er. Umbóta er vissulega þörf á flestum sviðum þjóðfélagsins, en í þeim málum, sem og öðr- um, er ráðamönnum ávallt skyrisamlegt að fara með gát, en halda jafnframt vöku sinni og reyna að skynja þá strauma, sem fólk hcfur komið á stað í þjóðfélaginu og draga síðan af þeim lærdóma, sem að gagni mega verða. Tilkynning til bifreidaeigenda í Reykjavík Af gefnu tilefni tilkynnist, að eindagi bifreiðagjalda er ekki bundinn við skaðun bifreiðar. Eindagi þungaskatts og annarra bifreiðagjalda ársins 1974 er 31. marz næstkomandi. Bifreiðaeigendur í Reykjavík eru hvattir til að greiða bifreiðagjöldin fyrir 1. apríl, svo komist verði hjá stöðvun bifreiðarog frekari innheimtuaðgerðum. Tollstjórinn í Reykjavík. Styrkir til nóms- dvnlnr í írnkklnndi sumarið 1974 Franska rikisstjórnin hefur I hyggju að veita á sumri koinanda nokkra styrki handa islendingum til náms- dvalar i Frakkiandi i einn mánuð (júli, ágúst eða septeinber). Hver styrkur nemur 600 frönkum á mánuði. Til greina koma við styrkveitingu háskólastúdentar, kennara- háskólanemar, tækniskólanemar, nemendur I tveimur efstu bekkjum menntaskóla, Verslunarskóla Islands og Samvinnuskólanum. Styrkirnir eru veittir til þátttöku i námskeiðum við ýmsa háskóla i Frakklandi, og verður þar einkum kennd franska. Þeir munu að öðru jöfnu ganga fyrir til styrkveitingar, sem hyggja á háskólanám i Frákklandi eða frönskunám við iláskóla Islands. Franski sendikennarinn við Háskóla Islands, Jacques Raymond (heimasimi 11653), veitir nánari upplýsingar um styrki þessa. Skriflegar umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. april n.k. Fylgja skal ljósrit af nýjasta prófskirteini, svo og meðmæli skóla- stjóra eða kennara. Menntamálaráðuneytið, 11. mars 1974.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.