Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 3

Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 3
ÞJÓÐMÁL 3 |3|óíunói Úfgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritstjóri og ábm.: EHas Snæland Jónsson Ritnefnd: Einar Hannesson, Andrés Kristjánsson, Vésteinn Ólason og Kristján Bersi Ólafsson. Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. F-LISTINN - FORSENDA VINSTRI STJÓRNAR! Vinstri stjórn hefur setið að völdum á Islandi sið- astliðin þrjú ár. Þótt flestir viðurkenni, að hún hafi ekki á öllum stundum farið þær leiðir, sem vinstri menn hefðu talið eðlilegastar, né heldur náð öllum þeim markmiðum, sem stefnt var að i upphafi, fer ekki á milli mála, að eindregin vinstri stefna hefur rikt á mörgum sviðum þetta timabil. Islendingar hafa þvi verið vitni að þessari vinstri stefnu i verki, og geta borið hana saman við þá hægri stefnu, sem „viðreisnarstjórnin” fram- kvæmdi á 12 ára stjórnartimabili sinu. Hvað hefur einkennt þjóðmálin þessi tvö timabil? Megineinkenni stjórnartímabils vinstri stjórnar- innar eru fyrst og fremst þessi: Næg atvinna fyrir alla. Almenn velmegun vegna hárra launa og mann- sæmandi tryggingakerfis. Mikil atvinnuuppbygging i hinum dreifðu byggð- um landsins. Jafnframt hefur vissulega verið hér á landi meiri verðbólga en að var stefnt, og hefur ekki enn tekist að ná þeim tökum á efnahagsmálunum, sem vinstri menn hafa viljað. En einkenni hægri stjórnar „viðreisnarherr- anna” voru þessi: Alvarlegt atvinnuleysi, sem náði hámarki þegar 5—6 þúsund íslendingar voru skráðir atvinnulausiri Landflótti sem afleiðing atvinnuleysis og lélegra iifskjara. Gengishrun, sem fól m.a i sér 100% hækkun á er- lendum gjaldeyri á einu ári Vantrú á islenskum atvinnuvegum og óstjórn i efnahagsmálum, sem leiddi til engu minni verð- bólgu en nú er þrátt fyrir mun minni verðbólgu i ná- grannalöndum okkar. Styrjaldarástand á vinnumarkaðinum, sem veitti íslendingum heimsmeistaratignina i verkföllum. Þegar þessi megineinkenni hægri og vinstri stjórnar á íslandi hin siðari ár eru borin saman, ætti engum að blandast hugur um, að ný vinstri stjórn er stærsta hagsmunamál allrar alþýðu manna i dag. Það fer heldur ekki á milli mála, að eina leiðin til að tryggja þingmeirihluta fyrir nýrri vinstristjórn, er að veita F-listanum brautargengi i þingkosning- unum 30. júni. Hafi einhverjum dottið i hug fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið hefðu minnsta möguleika á að fá sterkari stöðu á Alþingi, þá eru þær grillur nú vafalaust úr sögunni, þvi úrslit þeirra kosninga tóku af öll tvimæli um að þessir tveir flokkar geta ekki bætt sameiginlega við sig þingsætum i komandi kosningum. Af þessari staðreynd leiðir, að þvi að- eins er mögulegt að tryggja nýja vinstri stjórn, að F-listinn hljóti þann þingsætafjölda, sem á vantar til að þingmeirihluti sé fyrir hendi. 1 siðustu þingkosningum var þvi mjög haldið á lofti, að F-listinn væri vonlaust framboð. Fólkið i landinu gerði sér hins vegar grein fyrir þvi, að sigur F-listans var eina vonin til að koma á vinstri stjórn, og hafði þvi ráð hinna æfðu stjórnmálafor- ingja að engu. Nú upphefja þessir æfðu stjórnmálamenn sama sönginn. Kjósendur verða nú sem fyrr að láta slikt hjal sem vind um eyru þjóta, og tryggja nýja og öfl- uga vinstri stjórn að kosningum loknum með þvi að styðja F-listann um allt land á kjördag. E.J. ELÍAS SJSÆLAm JÓNSSON RITAR Á DAGSKRÁ ÞEGAR FRAMBOÐIN fyrir þessar alþingis- kosningar eru skoöuö, kemur i ljós, aö jafn margir aöilar bjóöa nú fram i öllum kjördæmum landsins og árið 1971. Þeir eru fimm talsins. Þetta eru einu framboðslistarnir, sem möguleika hafa á þvi aö fá menn kjörna i þessum þingkosningum. Valiö á milli þessara fimm lista er einnig óvenju skýrt, eins og reyndar var áriö 1971. Nú eins og þá er beint val á milli nýrrar vinstri stjórnar eöa nýrrar hægri stjórnar. Nú eins og þá er forsenda þess, aö þingmeirihluti verði fyrir nýrri vinstri- stjórn, sú, að F-listinn hljóti verulegan stuðning meðal kjósenda. Allt bendir til þess, aö þeir fimm listar, sem fengu kjörna fulltrúa i siðustu alþingiskosningum, muni enn á ný eiga sina fulltrúa á þingi að loknum kosningunum 30. júni. Það, hversu marga þing- menn F-listinn hlýtur, sker hins vegar úr um þaö, hvort þingmeirihluti verður fyrir vinstri stefnu eða ekki. Þetta er sú meginstaðreynd, sem kjósendur þúrfa að hafa i huga i kosningunum 30. júni. Þeir þurfa að hagá atkvæði sinu i samræmi við þetta, og mega ekki láta gömul flokksbönd aftra sér frá þvi að greiða þeim lista atkvæði, sem tryggt getur umsköpum islensks þjóðfélags i anda jafnaðar, samvinnu og lýðræðis. NOKKUR KLOFNINGSFRAMBOÐ eru einnig fyrir hendi i þessum kosningum. Þar er annars vegar um að ræða þrjá framboðslista hægri manna. Þeir leita eftir fylgi meðal Sjálfstæöis- manna, enda þaöan upprunnir. Hins vegar er um að ræöa tvö kommúnistaframboð, sem sækja fylgi til kjósenda Alþýðubandalagsins. Þetta eru fram- boð Fylkingarinnar og Marxista-Leninista. Ekki er ástæða til að ætla, að þessi klofnings- framboð i einstöku kjördæmum hafi nein áhrif á úrslit kosninganna, þvi i þeim verður fyrst og fremst tekist á um það, hvaða öfl eigi að móta is- lenskt þjóðfélag á næstu árum: hægri öflin eða vinstri öflin. Sveitarstjórnakosningarnar sýndu það endan lega, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubanda- lagið hafa enga möguleika til þess að bæta sam- eiginlega við sig þingsætum. Þvi er augljóst, að hljóti F-listinn ekki verulegt fylgi i kosningunum, blasir hægristjórn við. FRAMBOÐSLISTARNIR bera það greinilega með sér, að ekki er mikið um unga og nýja menn i efstu sætum, nema á F-listanum. Þar eru nýir menn i efstu sætum i mörgum kjördæmum, og margir þeirra eru fulltrúar hinnar ungu, róttæku kynslóðar, sem nú lætur sifellt meira til sin taka um málefni þjóðfélagsins. Jafnframt er það greinilegt, að forystumenn launþega og bænda skipa mikilvæg sæti á F-list- anum i hinum ýmsu kjördæmum. Þetta ber þess vitni, að F-listinn er fyrst og fremst listi alþýðunnar til sjávar og sveita, og hins unga, róttæka fólks, sem vill vinstri stjórn og vinstri stefnu i þjóðmálunum umfram allt. Vinnum kröftuglega að þvi, að þetta samstarf tryggi F-listanum verulegan þingstyrk til að koma lýðræðislegri islenskri vinstri stefnu i fram- kvæmd. Framboðsfundir á Austurlandi Á miðvikudaginn hefjast fram- bosfundir I Austfjarðakjördæmi, en þeir eru samtals 14. Þar mæta fulltrúar allra framboslista i kjördæminu. Framboðsfundirnir á Austur- landi verða sem hér segir: Miðvikudaginn 12. júni kl. 15: Hof i öræfum. Fimmtudaginn 13. júni kl. 20: Höfn, Hornafirði. Föstudaginn 14. júni kl. 20: Djúpavogi. Laugardaginn 15. júni kl. 20: Breiðdal. Sunnudaginn 16. júni kl. 14: Stöðvarfirði. Sunnudaginn 16. júni kl. 20: Fáskrúðsfirði. Þriðjudaginn 18. júni kl. 20: Neskaupstað. Miðvikudaginn 19. júni kl. 20: Eskifirði. Fimmtudaginn 20. júni kl. 20: Reyðarfirði. Föstudaginn 21. júni kl. 20: Egils- stöðum. Laugardaginn 22. júni kl. 20: Seyðisfirði. Sunnudaginn 23. júni kl. 14: Borgarfirði. Mánudaginn 24. júni kl. 14: Bakkafirði. Mánudaginn 24. júni kl. 20: Vopnafirði. Þrír efstu menn F-listans Ólafur Ragnar Grimsson, pró- Þórður Pálsson, bóndi. fessor. Skjöldur Eiriksson, skólastjóri. Um skólamál Eitt siðasta málið, sem Al- þingi afgreiddi fyrir þingrof, var grunnskólafrumvarpið svo- nefnda, en það var samþykkt sem lög frá Alþingi á lokafundi neðri deildar aðfaranótt hins 9. mai s.l. Þar með hafði rikis- stjórnin — og Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra sérstakiega — ráðið til lykta einu þvi stærsta, flóknasta og erfiðasta máli, sem Alþingi hef- ur fjallað um á undanförnum árum, en þingið hefur unnið meira og minna að þessu máli allar götur siðan veturinn 1970- 1971. Þar sem hér er um að ræða mál, sem snertir einn helsta kjarna félagslegra réttinda og opinberrar þjónustu við al- menning, hefur að vonum verið mikið um það rætt og menn ekki alltaf á eitt sáttir, enda varðar málið svo að segja hvert heimili á landinu. Meðal þeirra ákvæða hinna nýju grunnskólalaga, sem eru mikið ánægjuefni fyrir ibúa dreifðra byggða landsins, má nefna ýmsar reglur um skóla- kostnað og stjórnsýslu, er tryggja dreifbýlisskólum auk- inn rétt til greiddrar kennslu og kjördæmunum aukið sjálfræði um ýmsa þætti skólamála. Samkvæmt grunnskólalögunum verður t.d. stofnuð sérstök fræðsluskrifstofa á Noröurlandi vestra og ráðinn fræðslustjóri til þess að stjórna fræðsluskrifstof- unni i umboði fræðsluráðs kjör- dæmisins og Menntamálaráðu- neytis. Þá hafa lögin einnig að geyma athyglisverð ákvæði um verklegt nám, skólatima og vald heimaaðila i þeim efnum. jafnrétti til menntunar. skóla- skyldu og skipan skóla og skóla- hverfa, svo að nokkuð sé nefnt. Mun siðar fjallað nánar um ýmsa þætti menntunarmála hér i blaðinu, svo og um tengsl upp- bvggingar i skólamálum við umbótastarf á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. A.t.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.