Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Page 10

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Page 10
54 Ljós og Sannleikur slíkt vald hefði í hyggju að umbreyta Guðs tímum og lögum. Postulinn Páll kemst þann- ig að orði um þettá sama vald: „Glötunar- sonurinn, hann sem setur sig á móti og rís í gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur, svo að hann sezt í Guðs musteri og kemur fram eins og hann væri Guð“. 2. Þess. 2, 3. 4. Með því að umbreyta Guðs lögum, hafði páfavaldið sest sem Guð í Guðs musteri; því að enginn nema Guð sjálfur hefur vald til að umbreyta hinum eilífu, himnesku lögum. Athugið lögmál Guðs, eins og það er í Biblí- unni (2. Mós. 20, 1 17), og berið það sam- an við lögmálið eins og það stendur í ka- þólsku spurningakveri; munurinn er strax auð- sær. Stórfenglegasta umbreytingin, sem ka- þólska kirkjan hefur gert, og það án nokk- urrar fyrirskipunar frá Guðs hálfu, er það, að afnema helgihald sabbatsdagsins og fyrirskipa helgihald hins fyrsta dags vikunnar sem hvíldardags. Fáeinar tilvitnanir í kaþólsk rit nægja til þess að sýna afstöðu kaþólsku kirkjunnar til Guðs laga. „Páfinn hefur svo mikið vald og myndug- leika, að hann getur umbreytt jafnvel guð- dómlegum lögum, þýtt þau eða útskýrt“. „Páfinn getur umbreytt lögmáli Guðs, því að vald sitt hefur hann ekki einungis frá

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.