Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1902, Síða 13
XI
1846, til styrktar fátækum piltum, er
nær 14,000 kr. og árleg úthlutun
8tyrks um 360 kr.
Burðareyrir er innan lands undir
almenn sendibréf 10 a., hvert á land
sem |»au eiga aÖ fara, ef ekki eru
þyngri en 3 kvint, en 20 a., ef þau eru
i milli 3 og 25 kvinta, og 30 a , séu
þau milli 25 og 50 kvinta (þ. e. '/a
pds). Séu haföir peningar innan i
bréfinu verður að greiÖa 5 a. að auki i
ábyrgðargjald fyrir hverjar 100 kr. eða
þaðan af minna. MeÖmœlingargjald
undir mjög áriðandi bréf er 20 a. auk-
reitis; þá er utanáskrift þess og þyngd
skráð í baskur og póstskrár póststjórn-
arinnar og bréfiÖ ekki afhent öðru vísi
en gegn kvittun viðtakanda.
Bréfspjöld innaulands kosta 5 a., þ. e.
pappír og burðareyrir.
Undir prentað mál í lcrossbandi, þ.
e. opnuin umbúðum, er burðareyrir 3 a.
undir hver 10 kvint eða þaðan af minna;
frá 1. júli þ á. (1902) þó að eins 10 a.
undir pundið i blöðum og tímaritum
á sumrum (15. april til 15. okt ), en 30
a. á vetrum
Með landpóstuui er gjald undir lolc-
aða bögla 30 a. pd. á sumrum (mest 5
pd.), en 25 a. hver 25 kvint á vetruin
eða minna; sjóveg með póstskipum
(strandf.6kipum) 10 a. pd (mest 10 pd)
Fyrir brot úr pundi er jafnan goldið
eins og heilt pd.
Innanbæjar í Iteykjavík er bréfburð-
areyrir að eins 4 a , þótt bréfið vegi alt
að */, pd , ug 3 a. fyrir hver 20 kvint
af prentuðu máli i krossbandi, en 5 a.
hvert pd. i lokuðum böglum. Bréf eru
borin uui bæinn rúmlielga daga tvisvar 4
dag, kl. 8'/2 árdegis og kl. 5 síðdegis, og
1 sinni á sunnudiigum, árdegis; póst-
kassar út um bæinn tæmdir kl. 7'/., árd.
og kl. 4 siðd.
Til Danmerkur kosta algeng sendi-
bréf ekki þyngri en 3 kvint 16 aura,
en 30 a., ef vega milli 3 og 25 kv., og
50 a., séu þau milli 25 og 50 kv. Fyr-
ir peninga i bréfum er þangað ábyrgð-
argjald 25 a. á bverjar 200 kr. eða
minna Meðmælingargjald 16 a. Pen-
ingar þangað eru oftast sendir í póst-
ávisunum. er mega nema 200 kr. til
Khafnar, en 100 annað, og goldnir 20 a.
undir hverjar 30 kr., mest 80 a
Bréfspjöld til Damnerkur kosta 8 a.,
krossbandssendingar 5 a. hver 10 kv.
(alt að 4 pd.), og lokaðir böglar ekki
þyngri en 1 pd. 35 a., en 10 meira á
hvert pd. úr þvi (alt að 10 pd.).
Til idanríkislanda flestra er gjald
undir algeng sendibréf 20 a. liver 3
kvint, en 5 a. á hver 10 kv. i kross-
bandssendingum. Bréfspjöld 10 a.
Sjá ennfr. Póstávísanir.
Búnaðarfélag íslands, stofnað 5. júli
1899 (upp úr Búnaðarfélagi Suðuramts-
ins, er stofnað hafði verið 28. janúar
1837) til þsss »að efla landbúnað og
aðra atvinnuvegi landsmanna, er standa
í nánu sambandi við liann*. Félagatal
um 400, er greiða 10 kr. æfilangt, eða,
séu það félög, til 10 ára. Fastasjóður
um 30,000 kr. Stjórn: Þórkallur lek-