Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1934, Blaðsíða 475
437
Þeir, sem fara um gangstéttir, skulu víkja (il vinstri handar, en eru þó ekki
skyldir til að víkja út á akbrautina, sé hún á vinstri hönd.
32. gr. Um götuhom skal aka í kröppum boga ef snúið er til vinstri
handar, en í lönguin boga, ef snúið er til hægri. A götuhomum og gatnamótmn
er bannað að aka fram fyrir liest eða ökutæki, sem á undan fer. Þegar ekiS er
út úr hliðum eða um vegamót, skal farið hægt.
33. gr. Það er bannað að aka eða ríða á móti hópgöngum og líkfylgdum,
eða fram hjá þeim. Skal víkja úr vegi fyrir þeim ef unt er, eða nema staðar
meSan þær fara fram hjá. Hópganga telst þegar fólk streymir af íþróttavelli
e. þ. h.
Ekki má aka eða ríða um götur, þar sem fólk hefir safnast saman til aS
hlusta á homablástur eða þess háttar.
34. gr. A miðri götu má ekki nema staðar með hesta eða ökutæki, heldur
skal þaS gcrt sem næst gangstéttinni eða götujaSri, og skal snúa farartækinu
þannig, að hlið þess sé jafnhliða gagnstéttinni eSa götujaSrinum. Ekki má
nema staSar þar sem hestur eða iikutæki heldur kymu fyrir beint á móti hinum
megin á götunni. Enn fremur er bannað að nema staðar með liest eða öku-
tæki á gatnamótum, eða nær þeim en 5 metra frá götuhomi, miðað viS húsalínu.
35. gr. MeS hesta eða ökutæki má ekki nema staðar á götum bæjarins,
nema meðan ferming eða affemiing á sér stað (sbr. 15. gr.), og skal það gert
gangstéttarmegin. Parþegar skulu og þeim megin stíga upp í fnrartæki og
út úr því.
36. gr. Bifreiðarstjórar skulu ætíð, er þeir ætla að beygja fyrir götu-
hom, eða til að fara yfir þvera götu, gefa merki um það í tæka tíð, með þar
til gerSu tæki (sbr. 42. gr.), til hvorrar liandar þcir ætla. að beygja. Sömuleiðis
skulu þeir gefa merki, er þeir draga skyndilega úr ferð bifreiSar sinnar, eða
stöðva hana.
Bifreiðarstjórar, sem aka bifreið, er ekki hefir umgetin tæki, svo og vagn-
stjórar, ríðandi menn og hjólreiðamenn, skulu gefa þessi merki með því að
rétta út hægri eða vinstri hönd, eftir því til hvorrar handar þeir ætla að beygja
og meS því að rétta hönd beint upp, ef þeir draga úr ferð ökutækis síns eSa
stöðva það. Merki þessi skal gera utan viS yfirbyggingu ökutækisins, svo
þeir er á eftir fara sjái þau greinilega.
37. gr. Ef vegfarandi veldur slysi, hvort se.m það er lians sök eSa ekki,
skal hann þegar nema staðar, skýra frá nafni sínu og heimilisfangi, ef þess
er krafizt, og hjálpa þeim, sem slasast hefir, ef þörf gerist.
38. gr. Hlass, sein flutt er á ökutæki um bæinn, má ekki vera þyngra en
svo, að ökutækið beri það auðveldlega. því skal vel fyrir komið og fest svo
að ekki haggist. Ekki má það dragast meS jörðu né ná langt út af ökutækinu.
Með málmvaming sval svo fara, aS ekki liljótist hávaSi af.
Ökutæki, sem flutt er á möl, sandur, mold o. ]>. h. skuiu svo gerð, að ekki
hrynji úr þeim þar sem fariS er um.
39. gr. Hjól á ökutækjum skulu vera slétt og nægilega breið, svo ekki
marki þau yfirborð gatna.
Að öðm leyti skal fara eftir ákvæðum bifreiðalaganna, og þeirra laga,
sem sett era eða kunna aS verða sett um umferðina.