Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1934, Blaðsíða 481
I
443
IX. KAFLI.
Um friðun almenningseigna o. fl.
70. gr. Matinvirki og hluti, hverju nafni sem nefnast, er ætlaðir eru til
almenningsafnota, eða til prýðis á almannafæri, svo sem minnisvarða, vatns-
ból, brunahana, brunaboða, síma, rafleiðslutæki, götuljósker, nafnspjöld og
töluspjöld á götum og húsum, bekki, girðingar og annað þessháttar má enginn
skemma eða færa úr stað, eigi heldur ata eða saurga, rita, rispa, tjarga, mála
eða teikna á þá. Þetta á einnig við um þann hluta af lmsum. múr- og tré-
girðingum, sem liggur a'ð almannafæri.
Bátaumferð um tjörnina er bönnuð, nema í þarfir bæjarins eða lögregl-
unnar. Enginn má raska friði fugla, sem eru á tjörninni eða við liana, né
annarsstaðar í lögsagnarumdæminu.
71. gr. Enginn má skemma girðingar, sem eru við almannafæri, né setjast
á þær eða klifra yfir eða upp um þær.
Enginn má skemma eða troða ræktaða bletti, grasreiti eða trjágarða,
hvort sem eru girtir eða ógirtir.
72. gr. I kirkjugarðinum mega engir loikir eða önnur ótilhlýðileg hegð-
un eiga sér stað. Tré eða jurtir, sem gróðursettar eru á grafreitum eða leið-
um, má enginn rífa upp eða. færa burtu, né spilla eða saurga grafreitina á
nokkurn hátt. Enginn má hafa með sér hund inn í kirkjugarðiim. Skepnum
má eigi beita í kirkjugarðinum.
Börn yngri en 14 ára mega eigi vera í kirkjugarðinum, nema þau séu í
fylgd með fullorðnum, sem ber ábyrgð á framferði þeirra.
73. gr. Brot gegn reglum þeim, er bæjarstjórn setur um skemmtigarða,
kirkjugarða, leikvelli og önnur opin svæði, varða refsingu samkvæmt sam-
þykkt þessari, enda séu reglurnar festar upp við innganginn inn í garðinn
eða svæðið eða á öðrum áberandi stað í garðinum eða á svæðinu.
X. KAFLI.
Um götuspjöld, húsnúmer og uppfestar auglýsingar.
74. gr. Bæjarstjórnin ákveður nöfn á götum og lætur festa upp nafn-
spjöld eða mála nöfnin á götuhornin, þar sem þurfa þykir. Töluspjöldum,
sem bæjarstjórnin hefir látið eða lætur festa á liús, til að tákna húsaröð,
skulu húseigendur halda við á sinn köstnað og endurnýja, ef á þarf að halda.
75. gr. Bæjárstjþmin ákveður, hvar festa skuli upp auglýsingar frá
yfirvöldunum og Öðrum stjórnarvöldum, og útvegar á kostnað bæjarsjóðs
spjöld í því skyni svo mörg, sem þurfa þykir.
Auglýsingar um sjónleiki, samsöngva, sýningar og aðrar skemmtanir, sem
leyft er að halda, má festa upp hvar sein er. með samþykki hlutaðeigandi
húsráðanda.
Aðrar auglýsingar má og festa upp með leyfi húsráðanda, þá er lögreglu-
stjóra hafa verið sendar þær samkvæmt prentfrelsislögunum.
76. gr. Uppfestar auglýsingar skulu hlutaðeigendur taka niður, þegar