Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1934, Blaðsíða 477
430
44. gr. Sérhver bifreiðareigandi, sem búsettur er hér í bænum, skal senda
lögreglustjóra tilkynningu um bifreið sína áður en hún er tekin til notkunar,
svo og um það, hvar bifreiðin veröi geymd, þegar liún er ekki notuð. Lögreglu-
stjóri lætur skoða bifreiðina og greiðir bifreiðareigahdi kostnaðinn. Fullnægi
liifreiðin ákvæðum bifreiðarlaganna og reglugerða samkvæmt þeim og þessarar
samþykktar, skrásetur lögreglustjóri liana og afhendir eiganda 2 rnerki með á-
letruðu R. E. og tölumerki, og skal festa annað framan á, en hitt aftan á
bifreiðina, og má ekki taka þau af henni eða hylja á nokkum hátt meðan
'bifreiðin er notuð.
Ef nota á bifreiðína sem leigubifreið til mannflutninga, skal standa stórt
L fyrir framan stafina R. E. á merki því, sem fest er framan á bifreiðina,
þannig: L X R- E.
Engin önnur merki má setja framan, eða aftan á bifreið; sem skrásett er
í Reykjavík, nema „Kennslubifreið".
Yerði eigandaskifti að bifreið, skal bæði hinn nýi og hinn fyrri eigandi
bifreiðarinnar tafarlaust tilkynna það lögreglustjóra.
Bifreiðar, sem em eign utanbæjarmanna, mega því aðeins fara um götur
•bæjarins að framan og aftan á þeim sé greinilegt skrásetningarmerki þeirra.
45. gr. Enginn má stýra l)ifreið nema hann sé fullra 20 ára að aldri, eða
hafi undanþágu frá stjómarráðinu, og háíi ökuskírteini, er heimili honum að
stýra bifreið. Meðan ekið er má bifreiðarstjóri ekki sleppa liendi af stýri bif-
reiðar sinnar, og varast skal hann að tala við farþega.
40. gr. Okuhraða bifreiða skal ávallt stilla svo, að komist verði hjá slys-
um, og þannig, að umferð um götuna sé ekki trufluð, og má ökuliraðinn aldrei
vera meiri én 18 kílómetrar á klukkustund. Þar sem bifreiðarstjóri sér skammt
frá sér, í kröppum bugðum, við gatnamót, þar sem vegur er sleipur og þar
sem mikil umferð er, skal gæta sérstakrar varúðar, og má þar aldrei aka lirað-
ara en svo, að stöðva megi bifreiðina þegar í. stað. Sé for eða bleyta á götu,
skal aka svo, að ekki slcttist á aðra vegfarendur, gangstéttir, né bVggingar.
47. gr. Ef bifreið mætir vögnum eða vegfarendum á stað, þar sem livor-
ugir komast fram lijá öðrum, skal bifreiðin aka til baka og nema staðar þar
sem hinir komast fram lijá henni.
48. gr. Bifreiðarstjóri skal gefa hljóðmerki með horni sínu í tæka tíð,
þegar hætt er við árekstri.
Hætta skal hann að gefn hljóðmerki, ef liestar liræðast eða verða óróir og
•ekki má hann gefa liljóðmerki um leið og bifreiðin fer fram hjá hestum.
Bifreiðarstjórar skulu gæta ])ess, einkum að næturlagi, að gera eigi liávaða
um nauðsyn fraih með hljóðmerkjum; þeim ber og að sjá um, að farþegar í
vögnum þeirra hafi ekki neinn hávaða, er raski friði.
Óheimilt er bifreiðarstjórum að gefa liljóðmerki, nema umferðin gefi til-
efni til þess.
40. gr. Bannað er að nota til eldsneytis á bifreiðar steinolíu eða annað,
sem reykur stafar af.