Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1934, Blaðsíða 482
444
þær hafa fullnægt tilgangi sínum, og hreinsa vel s'taðinn, þar sein þær voru:
hafðar.
Löglega uppfestar auglýsingar má enginn rífa niður, saurga, eöa gera
ólæsilegar á annan hátt.
XI KAFLI.
Um veitingahús, skemmtistaði, og almennar skemmtanir.
77. gr. Allir staðir, þar sem höfð er á hendi almenn veitingasala, matar
og drykkja, sem og gististaðir fyrir almenning, skulu háðir sérstöku eftirliti
lögreglustjómarinnar og skal lögreglunni 'heimill umgangur um húsakynni
þau, sem notuð eru í sambandi við veitingamar.
Veitinga- og greiðasölu má aðeins hafa um hönd í húsnæði, sem að dómi
heilbrigðisnefndar er til þess hæft og bæjarstjórnin hefir samþykkt. Þetta
ákvæði nær einnig til þeirra veitinga- og greiðasöluhúsa, sem eru eldri en
þessi samþykkt.
Á öllum gistihúsum skal haldin nákvæm gestaskrá.
78. gr. A almennum veitingastöðum eða samkomustöðum má enginn
gerast sekur í ofsalegu atferli eða hávaða, svo að aðrir gestir, húsbóndi eða
heimilisfólk eða nágrannar hafi ónæði af. Þar má heldur eigi sýna. af sér
ósæmilega eða hneykslanlega hegðun eða hafa áhættuspil um hönd. Eigi er
heimilt að láta ölvuðum manni í té neins konar veitingar umfram lífsnauð-
synjar á almennum veitinga- eða samkomustað.
Hverjuin þeim, sem hefir á hendi veitingasölu inatar og drykkja, eða
selur gistingar, er skylt að gera það sem í hans valdi stendur til að afstýra
því, að nokkuð það fari fram í veitingastofu lian's eða gistihúsi, sem er á móti
góðri reglu og velsæmi. Skal hann sjá um, að loftræsting og þrifnaður sé í
góðu lagi. Verði misberstur á að reglum þessum sé fylgt, eða fullnægi veit-
ingastaðir ekki skilyrðum 77. gr., er lögreglustjóra heimilt að banna veitingar
á þessum stöðum um stundarsakir, eða fyrir fullt og allt, ef ekki er bætt
þegar úr ágöllunum, að gefinni aðvörun.
79. gi’. Ollum veitingastöðum og almennuin knattborðsstofum skal loka
frá kl. 23% til kl. 6, og allir gestir, sem eigi hafa þar náttstað, skulu hafa
farið út eigi síðar en % stundu eftir að lokað er. Þó má selja ferðamönnum
greiða á hvaða tíma sem er, ef þeir fá náttstað á veitingastaðnum eftir lok-
unartíma, og heimilt skal félögum að halda samkvæmi, dansleiki eða aðrar
skemintanir fram yfir lokunartíma, ef eigi taka þátt í því aðrir en félagsinenn
og gestir þeirra. Þó er lögreglustjóra heimilt að skipa svo fyrir, að híbýlum
þeim, er skemmtunin fer fram i, sé lokaö kl. 23%, og hvorki gestum né félags-
mönnum veittur aðgangur eftir þann tíma. Entifremur mega brúðkaup og
önnur boð standa fram yíir hinn tiltekna tíma.
Unglingum innan 16 ára aldurs er óheimill aðgangur að almennum knatt-
borðsstofum, og ber eigendum og umsjónarmönnum stofanna að sjá um, að
þeir fái þar ekki aðgang né hafist þar við.
80. gr. Enginn má halda sjónleiki fyrir borgun, nema. hann fái til þess;
lcyíi lögreglustjóra, er ákveður í samráði við borgarstjóra, hve mikið skuli