Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 105
101
ar. Ólafur var kvæntur Guðrúnu, dóttur Odds Hjalta-
líns landlæknis. Þau eignuðust tvær dætur, Dórótheu
og Sigurborgu. Báðar voru þær að öllu hinar vænleg-
ustu konur. Sá ljóður var þó á ráði Dórótheu, að hún
var daufdumb. Hún missti heyrn og mál kornung. Hún
giftist aldrei né eignaðist afkvæmi. Sigurborg giftist
Eyjólfi kaupmanni Jóhannssyni i Flatey. Þeirra böi-n
voru: Ólafur G. verzlunarskólastjóri og Jónína, kona
Guðmundar kaupmanns Bergsteinssonar í Flatey.
Ólafur Guðmundsson var manna mestur að vexti,
vel á sig kominn og fríður sýnum, rammur að afli, ör-
uggur að allri karlmennsku og sjófaramaður svo mik-
ill, að af bar. Prúðmenni var hann í allri viðkynningu,
prýðis vel greindur, orðheppinn, fyndinn og skemmti-
legur. Fésýslumaður mun hann hafa verið meira en í
nieðallagi og góður húsfaðir.
A síðari búskaparárum hans í Flatey átti hann lengi
fimm báta, stærri og smærri. Hinn stærsti hét „Stóri-
Gustur“, teinæringur, „Svalur", stór sexæringur,
,,Litli-Gustur“, minni sexæringur, „Vestri“, stórt
fjögra manna far, „Gola“, lítið fjögra manna far,
skekta. Ekki er óliklegt, að það sé í ætt við fyndni
hans og spaug, að hann lét báta sína heita þessum
nöfnum, öll kennd við vind.
Hagyrðingur var Ólafur allgóður og kastaði oft
fram hnyttnum gamanvísum, og eru margar þeirra enn
í manna minni, en fleiri hafa sennilega týnzt. I hinni
nýútgefnu Barðstrendingabók er ágæt mynd af Ólafi.
Þar er hagmælsku hans líka getið. Því til sönnunar eru
til færðar þar tvær ferskeytlur, sem honum eru eign-
aðar (bls. 270). Eg er nú ekki viss um, að fyrri stak-
an sé eftir Ólaf. Þegar eg var ungur, heyrði eg hana
fremur eignaða Gísla Konráðssyni, enda get eg vel
trúað því, að Gísli hafi kveðið svo að orði: „Ólafur
Bárar slyngur“, heldur en að Ólafur hafi haft þau um-
inæli um sjálfan sig, jafnvel þótt í spaugi væri. Fjarri
var það honum að miklast af yfirburðum sínum. Marg-
ar lausavisur hans hafa verið alkunnar um Breiðafjörð