Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 209
205
en að séu tekin eftir Blefken: 1. Að íslendingar
hafi verið heiðnir, unz þeir komust undir Dana-
konung. 2. Að Þingvellir séu í miðju landinu.
3. Að ekki séu allir hrafnar svartir á Islandi.
4. Að það þurfi að reka kýr og kindur á hag-
leysur til fjalla, til þess að þær drepist ekki af
ofáti. 5. Að íslendingar búi neðanjarðar. 6. Að
klæðnaður karla og kvenna sé eins. — Góðfús-
ustu lesendur kunna að geta virt höf .til vor-
kunnar, að hann fer rangt með 4 fyrstu atrið-
in, því að ekki hefði verið hlaupið að því fyrir
hann að ganga úr skugga um, að þau væru öll
tilhæfulaus, þótt hann hefði ferðazt hér. Þó er
þar tvenns að gæta: Fyrst, að hann hefir valið
heimildarmann sinn svo óheppilega, sem hugs-
azt gat, jafnvel þótt hann hefði ekki þekkt rit
Arngríms, sem nokkrar líkur, er síðar verður
getið, benda þó til, að hann hafi gert, og í öðru
lagi, að auk þess, sem áður er tilfært úr tileink-
uninni, segir hann fullum fetum í lokaþætti
ritsins, að hann hafi skýrt frá því einu, er hon-
um vannst tími til að skoða grandgæfilega með
eigin augum, og kosið fremur, að láta annars
ógetið en að „segja frá nokkru ótilhlýðilegu eða
ósönnu“. En hvað sem þessum 4 atriðum líður,
hefði hann ómögulega getað komizt hjá því, ef
hann hefði ferðazt hér, eins og hann segir, að
reka sig á að 5. og 6. atriðið voru tilhæfulaus.
Svo sem fyrr er getið, kemst L. S. J. að þeirri
niðurstöðu, að Streyc hafi farið ferðina 1613
eða 1614 og telur, að mögulegt sé, að hann hafi
komið hingað með skipi frá Bremen, eins og
hann þykist hafa gert, þrátt fyrir það, að þýzk-
um skipum voru þá bannaðar siglingar hingað.
Hugsanlegt er það, því að Danir höfðu svo lít-