Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 377
373
fyrst þaug, sem liggja á stórgrýttum aurum.
Þegar maður sér fyrst til vatnsins, fer maður
þangað sem mest ber á því eða breiðast sýnist
og aðgætir þar, sem það fer að falla fyrst úr
meginálnum, hvurt þeir, sem út úr honum falla,
eru ekki færir rétt við hann, því það ber tíðum
við, að skábrot myndast á þann veg, sem til
sjáar snýr. En bágt er að lýsa merkjum á
vatninu, hvar af sjáist, hvurt það er fært eða
ekki. Það er hægra að sýna en segja. Þó eru
straumköst á yfirborði vatnsins því stórgerðari
sem það er dýpra, en því smágerðari og vatnið
sléttara sem það er grynnra. Það er því forsjá-
legast fyrir þá, sem ekki eru því lærðari að velja,
að hafa með sér þriggja álna langt prik til að
reyna með, hvurt fært er. Þegar menn fara yfir
þessi vötn, skal maður ríða svo nærri höfuð-
álnum sem fært er, einkum ef brotið er mjótt
og maður er með lest, því vatnið er því afl-
minna sem það á meir upp í móti. En ávallt
hætta búin, ef fram af brotinu ber þangað sem
vatnið fellur saman, því meiri sem vatnið er
stærra og lestin lengri, sem aldrei ætti að verða
lengri en fjórir hestar, þó það verði oft að vera.
Það ber oft við, að maður sér varla brot á vatni,
en má þó komast yfir með því að ímynda sér
hvar grundvöllurinn er hæstur og ríða vatnið
næstum að endilöngu. En það er varla gjörlegt
nema á móti straum, ef vatnið er mjög djúpt,
og þó á vænum hestum. En til sunds er ekki
leggjandi nema í lífs nauðsyn í þvílík vötn á
beztu hestum, og þá á maður að leggja þar í
vatnið, sem straumminnst er, einkum af undir-
straum, og sitja réttur á baki hans, hvað mikið
sem hann hallar sér á strauminn, því annars er