Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 345
341
(sem Grettis saga að kveður) hafðist þar svo
einn við með dætrum sínum, og það annað, að
sá dalur hefur aldrei almenningi kunnugur ver-
ið, sem merkja má af því, að Grettir skal þetta
farið hafa að tilvísun Hallmundar, sem víða
hefur kunnigt verið, einkum um þessa jökla og
óbyggðir.
Svo segir og Grettis saga, að þar hafi ei ver-
ið mannkvæmt. Hygg eg Þórir þennan hafa ver-
ið á rak við Hallmund í Balljökli, þar hvor-
tveggju tóku sig svo fámennir í einverur og
óbyggðir, er langt voru frá öðrum mannaveg-
um og byggðum, og má ske báðir lifað eigi síður
á annarra fé en sínu eigin, og það dró Hall-
mundi til dauða, en um Þóris afgang er ei getið.
Ei er sagt frá bæ hans.
I Bárðar sögu nefnir Þórishöfða, sem fyrr
segir. Má vel ske hann hafi í hellir bóið upp við
dalbotninn eða þar nálægt, því Grettis saga seg-
ir, að hvert kvöld, er hálfrokkið var, hafi verið
hóað upp í dalnum (heyrði Grettir hóað upp í
dalinn, segir sagan), það er sá, sem hóaði, var
ofarlega í dalnum eða við dalbotninn.
Item, að þá stökk fé allt til hins sama bóls,
en ei er til húss sagt. Má og ei fé hans alllangt
farið hafa, er það heyrði jafnan hljóð hans,
hver svo voru stór, að dundi í björgum öllum,
hafi hann ei verið þess meiri raddmaður. Nú
hefur þetta fyrr gjörzt, en Grettir svo frá sagt,
að sá dalur hafi verið luktur jöklum öllu meg-
in. Það má ei svo skilja sem hvergi hafi á hon-
um dyr verið, því að gil féll úr honum, segir
Grettla, en ekki vatn rennur upp úr dal nokkr-
um, nema áður sé fullur, heldur, að úr dalnum
sjálfum hafi ekkert séð umhverfis nema jökla