Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 108
104
Jóhannes, faðir Bjarna, var lengi hafnsögumaður til
Blateyjar. Kona hans hét Guðný. Hún mun hafa verið
Bjarnadóttir; var hún talin prúð í lund og kvenvai.
Bjarni gerðist hafnsögumaður eftir föður sinn. Var
hann löngum kenndur við bæ þann þar á eynni, sem
heitir Lágabúð. Hann var einbeittur maður, einarður
og hreinskilinn. Til dæmis um það má geta þess, að eitt
sinn, er hann leiðbeindi dönsku kaupfari til Flateyjar,
kemur matsveinninn til hans og segir: „Er De sulten?“
Bjarni svarar: „Eg er svangur, eg vil hafa mat, eg er
ekki soltinn eins og h....... hundur“. Talinn var
hann góður sjómaður, ötull, gætinn og ábyggilegur.
Kona hans hét Jóhanna. Þau eignuðust sex börn, sem
komust til fullorðins ára, þrjá syni og þrjár dætur.
Synirnir hétu: Hans, Jón og Jóhannes. Dæturnar hétu:
Magdalena, Guðný og Jóhanna. Bjarni átti launson
þann, er Bjarni hét. Öll þessi systkini mönnuðust vel,
giftust og áttu afkvæmi nema Hans. Hann dó úr lungna-
berklum á þroskaaldri. Þótti það ærinn mannskaði.
Hann kvæntist Kristinu Bjarnadóttur frá Reykhólum.
Síðar kvæntist Jóhannes Kristínu, ekkju Hans, bróður
síns. Nokkurum árum síðar lézt hún einnig úr lungna-
tæringu. Hans og Jóhannes lærðu báðir stýrimanna-
fræði og urðu skipstjórar. Jón bjó lengi í Bjarneyjum.
Hann kvæntist konu þeirri, er Guðrún hét Sigurðar-
dóttir þar úr eyjunum.
Tvær byggðar eyjar eru í Bjarneyjum: Heimaey
eður Bjarney og Búðey. Sín fjögur grasbýlin eru í
hvorri. Á Heimaey eru þessi: Rófubúð, Bær, Lágabúð
og Gerðar. Á Búðey eru: Innstabúð, Magnúsarbúð,
Miðbúð og Yztabúð. Auk þeirra eru nokkrar þurra-
búðir. Sund er á milli eyjanna, sem fjarar svo, að fært
er gangandi mönnum.
Sæmundur hét maður Sigurðsson, sem bjó í Geitar-
eyjum á Hvammsfirði. Hann dó í Flatey á ferð 21. júli
1864. Var hann þá rúmlega sextugur. Hann var hinn
ágætasti bátasmiður, og það svo, að hann var talinn
upphafsmaður að hinu víðkunna breiðfirzka bátalagi.