Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 190
186
ekki, að ef sig klæjaði í vinstri augnabrúninni,
áður en hann færi af stað, þá yrði það fyrir
góðum feng í förinni. Hvort Jón hefir sagt
þetta við Þorstein í gamni eða alvöru, verður
ekki um sagt.
Það segja kunnugir, að glaðlyndi Jóns hafi
nokkuð þorrið hin síðustu æviár hans, og að
því muni hafa valdið einkamál hans. Hafði hann
unnað Guðrúnu Steinsdóttur heitt og tekið það
mjög nærri sér að fá ekki að njóta hennar, en
hún var látin fara þaðan af heimilinu strax, er
það var uppvíst, að hún gekk með barni Jóns,
en Guðrún var fríðleikskona og mikilhæf. Mun
hún og hafa unnað Jóni heitt. Hygg eg, að Guð-
rún hafi þá farið til foreldra sinna. En það
lýsir skapgerð Jóns allvel, að þá er kona hans
varð þess vís, að Guðrún var vanfær, kallaði
hún hana á eintal og gekk á hana að segja sér,
hver væri faðirinn. Sagði Guðrún henni hið
sanna, og bað hana grátandi fyrirgefningar á
broti sínu, en Rannveig var allþungorð við hana,
enda mikil vorkunn. Bar þá Jón þar að og sagði
Rannveigu, að Guðrúnu væri um ekkert að saka,
sökin væri sín eins, en ekki hennar, og að Guð-
rún hefði hana ekki um neitt að biðja fyrir-
gefningar. Lét hann svo flytja Guðrúnu burtu,
og var mælt, að hann hefði gert hana vel úr
garði. Heyrt hefi eg, að skömmu eftir að Júlí-
ana, dóttir hans og Guðrúnar, fæddist, hafi Jón
tekið hest sinn og söðlað, og er kona hans spurði
hann, hvert hann vildi ríða, svaraði hann því
einu, að hann skryppi út á bæi, en hann reið
raunar út í Fljót til að sjá dóttur sína og fekk
Guðrúnu kýrverð í peningum og kvaðst ekki
vilja, að dóttur sína skorti mjólk. Sumir segja,