Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 222
218
grasi grónum, kringlóttum velli, er sé luktur
geysimiklum klettum á alla vegu; hringinn í
kringum völlinn renni fljót, sem steypist niður
af háu fjalli og renni ekki langt frá út í stórt
stöðuvatn milli fjallanna. „Þeim megin sem
þessi á steypist niður er um það bil 200—300
skrefa löng gjá í fjallið, líklega svo sem 5 faðma
djúp og svo sem 20 skref á breidd, slétt í botn-
inn og gróin prýðilegu, grænu grasi, svo að það
er reglulega yndislegt að ganga þar“. — Nú,
ekki er þetta né það, sem hér er sleppt úr lýs-
ingunni, allt skakkt, og sumt með því skársta
í bókinni, en ekki munu margir, sem komið hafa
á Þingvöll, aðrir en W., kannast við, að það sé
allt „hárrétt".
Því að W. hefir komið á Þingvöll. Segist hann
(bls. 25) hafa komið til íslands 1924 og á ná-
lega alla þá staði, sem V. lýsi, „og“, segir hann,
„eg verð að játa, að ferðalýsingar hans eru
nál. ávallt ekki aðeins sannar og réttar (wahr-
heitsgetreu), heldur einnig ágætar og hress-
andi (frisch) og að það er óvenjulegur nútíma-
bragur á ritinu í heild“. — Fyrr má nú mis-
þyrma sannleikanum en svona sé! Eg verð að
játa, að þótt þetta vottorð kollvarpi ekki þeim
miklu líkum, sem eg tel vera til þess að Vetter
(öðru nafni Streyc) hafi aldrei til íslands kom-
ið, þá er það eina gagnið, sem eg þekki í þessu
máli, er vinnur þeim nokkurn hnekki. Ekki af
því, að í sjálfu sér sé nokkurt mark á því tak-
andi, heldur einmitt af því, hvílík markleysa
það er. Því að úr því að maður, sem víst er að
hefir komið hingað, og það fyrir aðeins 20 ár-
um, telur sig geta vottað hátíðlega af eigin
raun, að frásagnir Vetters, sem fáein sýnishorn