Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 142
138
sjósókn, áttu vítt land og gott og voru jafnan
setnir af fjáðum fyrirsvarsmönnum, er voru
jafnframt óðalsbændur. I daglegu tali hefir
Vallnabóndinn verið nefndur plássbóndinn á
Völlum, og mun það hafa verið svo og jafnvel
vera enn, og mun flestum ódulið, þegar pláss-
bóndinn þar er nefndur, að þá sé eins og róm-
ur yfir máli manna, af því að þá dylst. ekki, að
átt er við mann, er mikils má sín. Um það, hve
fjölskipa Vallnaveiðistöð hafi verið, má eg ekki
segja, en víst var það, að plássbóndinn átti allar
þær ferjur, er þar flutu til fiskjar, og voru því
allir áróðrarmenn hans. Þeir, sem sjó sóttu frá
Brimilsvöllum, voru ávallt nefpdir Vallnarar,
en bæri svo við, að menn skytist þar út einskipa
að sumrinu, var svo mælt, að Vallnarinn væri
á sjó.
Bæirnir Arnarhóll, þar sem Þórir viðleggur
bjó með húsfreyju sinni, Þorgrímu galdrakinn,
og allt til Haukabrekku ofan hafa ávallt verið
nefndir Fróðárhverfi. Dregur hverfið sennilega
nokkuð nafn sitt af því, að þar eins og hvelfist
suður í Fróðárheiði smáhækkandi land og mis-
munandi, og er Hlíðarkot í norðurhlið þessarar
hvilftar, en Arnarhóll svo sem áður er talið.
Fróðá á upptök sín suður á heiði, undir Mið-
felli. Er hún þá lítil fyrirferðar og rennur eftir
Miðfellsdal, en hann þrýtur þar, sem norðan
árinnar verður gnípa nokkur, sem nefnd er
Slaga. Nokkuru neðar Slögu rennur áin í djúpu
og þröngu gljúfri, og er það nefnt Bjömshlaup.
Eftir það verður rýmra um ána, þar til kemur
á móts við suðuröxl Moldarmúla, sem er allhár
og nú æfinlega nefndur Fróðármúli. Þá fellur
hún niður í svonefndan Seljadal, sem er að vísu