Blanda - 01.01.1944, Blaðsíða 195
191
á fjórða degi. Hin skipin komust og heim nema
Holtsskipið, en við það mun þó einnig hafa ver-
ið gert síðar.
Til Höfðaskipsins spurðist eigi. Flestir gerðu
sér þó í fyrstu vonir um, að það hefði hleypt til
Grímseyjar og náð henni, en svo leið tíminn, að
ekkert fréttist af því, og munu þá margir hafa
misst von um, að það kæmi fram. Þó voru lengi
ýmsir, sem töldu það ólíklegt, að Jón hefði far-
izt, slíkur afburða sjómaður sem hann var og
með valda sjóliða. Viku eftir veðrið er Norðan-
fara skrifað úr Sléttuhlíð (bréf dags. 22. apríl,
líklega frá Birni á Þverá), og eru menn þar þá
að vísu uggandi um afdrif skipsins, en alls eigi
vonlausir. Norðanfara hafði borizt lausafregn
áður um hrakninga skipanna (26. apríl, en birt
í blaðinu 29. s. m.). Er sú fregn óábyggileg að
því, er það snertir, að Höfðaskipið hafi verið
gamalt, fúið og ósjófært, og að Jón á Höfða
hafi því engu skeytt, enda skipið talið hafa far-
izt með 8 mönnum. Segir svo í blaðinu: „26. þ,
m. barst hingað í lausum fréttum, að í mikla
vestanrokinu, sem var hér nóttina hinn 15. þ.
m., hefði skip eitt, er var frá Höfða á Höfða-
strönd og var í hákarlalegu, týnzt með 8 mönn-
um. Formaðurinn hét Jón Jónatansson frá
Höfða. Skip þetta hafði verið gamalt og fúið,
°g að kunnugra sögn alls eigi sjófært, en Jón
engu skeytt, því að hann var ofurhugi hinn
mesti og kappsmaður og aflaði hér nyrðra
manna mest úr sjó af fugli, fiski, hákarli, sel
°g hnýsum“.
Óefað hefir það verið mjög orðum aukið í
fregn þessari, að skipið hafi verið svona lélegt.
Guðmundur, sonur Kristins á Tjörnum, sem