Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1907, Page 10

Ægir - 01.10.1907, Page 10
38 ÆGIR. Félög meðal fiskimanna til eflingar fiskiveiðum. Það hefir nokkrum sinnum verið minst á það í »Ægir«, hve nauðsynlegt og lieilla- vænlegt það væri fyrir fiskimenn landsins, að myndast gæti félagsskapur meðal þeirra í líkingu við og á sér stað í nágrannalönd- unum. Síðan þetta komst til umræðu í blaðinu hafa ýmsir merkir menn út um landið minst á þella mál og verið því mjög fylgjandi að slíkur félagsskapur gæti mynd- ast sem fyrst. En því er eins varið með slíka félagsskaparhreyfingu hér sem ann- arsstaðar, að það þurfa að vera fleiri en fiskimenu einir, sem taka þátt í henni, lieklur þurfa það að vera menn af öðrum stéttum jafnframt eða með öðrum orðum allir menn í hvaða stöðu sem eru, sem vilja slyðja að menningu og framförum landsins. Vér getum fært lesendum »Ægis« þá fregn, að þessi hugmynd og tillaga um stofnun félagsskapar til eflingar fiskveiðun- um með félagsdeildum í helztu fiskverum um land alt, mun bráðum komast í fram- kvæmd, þar eð eins og áður er sagt að undirtektir meðal fiskimanna á ýmsum stöðum liafa verið svo góðar og margir hinir helztu menn landsins liafa heitið fulllingi sínu tíl að slyrkja með aðsloð siuni þetta málefni. í næstu blöðum af »Ægir« viljum vér geta náuar um þessa félagsskaparhrevlingu ásamt því að gefa skýrslu um hvað gerst liafi í þessa átt. Um gagnsemi fiskiveiðafélaga efast enginn, sem kynst hefir slíkum félagsskap erlendis, og til þess að taka eitthvað, sem sagt er um slíkan lelagsskap, viljum vér hirta úídrátt úr fyrirlestri eftir finskan mann um fiskiveiðafélögin á Finnlandi og stendur í »Norsk Fiskeritidende«: Árið, sem leið, hefir verið mjög hagstætt fyrir fiskimenn vora, en þó einkum merkilegt fyrir hinn þrautgóða og styrka flokk, sem býr mnðfram ströndinni, sem er þúsund mílna löng, og á hólmum og skeijum fyrir utan ströndina. Ahugi sem ekki hefir átt sinn líka hefir gagntekið fiskimenn vora. Þeirhafa vaknað úr fasta svefni, sem þeir hafa verið í gegnum alkirnar; þeir hafa brotið af sér bönd vanans og íhaldsseminnar. Öll þau fiski- mannamót, sem haldin hafa verið í lok árs- ins í öllum veiðistöðum, sýna áhugann. Á- lendingar héldu fyrstir almennan fund í júnímánuði í Mariehavn, en síðan kom röðin annarsstaðar. A öllum þessum fundum hafa menn talað um efni, sem eru lífsnauðsynleg fyrir fiskimenn og sjávarútveginn í heild sinni. Fundarályktanir hafa veiáð gerðar og kröfur bornar fram og frumvörp samin, sem tryggja skulu kjör og kost fiskimanna. Þessar fiskimannáráðstefnur eru svo mik- ils virði, að það er ekki hægt að meta þær meira en þær eru verðar. Fiskveiðarnargeta því að eins tekið eðlilegum og skynsamlegum framförum ef fiskimennirnir taka sjálfir sitt hfsins mál á sína eigin arma. Þeir eiga að bera fram óskir sínar og vonir, þoka sér sam- an og vinna eingöngu fyrir atvinnuveg sín- um — í fám orðum, þeir verða að skilja að þeir eru sinnar hamingju smiðir. Fyr kvörtuðu menn yfir því að stjórnin væri mjög spör á að leggja fé til fiskiveiðanna. Þetta var satt, styrkurinn, 30,000 kr., var mjög óverulegur, þegar maður ber hann saman við það, sem veitt var af ríkinu til annara atvinnuvega. • Á þessu varð þó gleði- leg breyting 1906. Á þessu ári eru veitt 100,000 mörk til fiskiútvegarins, þar af mega landaúnaðar- og bústjórnar-félög nota 50,000 mörk til eflingar fiskveiðum. Það, að land- búnaðarfélög hafa tekið efling fiskiveiðanna á dagskrá hjá sér, er mjög gleðilegt tákn tím- anna. Það hefir sýnt sig að félög þessi ná góðum tökum á því, sem þau taka fyrir og það er vonandi að fiskiveiðarnar megi þar af gott hljóta. handbúnaðarfélögin komast í

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.