Ægir - 01.10.1907, Síða 12
og vera sómasanilega launaður. Hann ætti
að vera vel mentaður sjómaður, kunna
ensku og dönsku, og ef slikur maður væri
hér gæti hann oft náð brotlegum fiskurum.
Gæti hann einnig haft aðra lögreglu á
hendi, en sem til íiskjar lieyrði
Þjóðin heimtar betri vernd og betri
lögreglu og horfir ekki í þann kostn-
að, sem af þessu leiðir. Við þurfum að
fá þetta, ekki bráðum heldur strax, áður
en fólk fer að streyma héðan brott.
Með þessari breytingu yrði stigið stórt
spor, enda sjá allir, að lögregla vor er eins
og hún er nú þjóðinni til minkunnar, enda
er liér um bil engum lögum hlýtt. Fáist
ekki innlent gufuskip er eg mjög meðmæltur
þeirri uppástungu eins þingm., að íslending-
ar fengju að vera á »Isl. Falk«, 2—3 menn
úr liverjum hreppi, einmilt til að læra að
vernda sig sjálfir«.
Sjómaður.
Stærsti flskihær í heimi er Grímsbýr.
Árið 1790 var íbúatalan þar tæp 1000, nú
eru þar 65,000 mans. Árið 1854 komu þar
á land 453 smálestir af fiski, hér um bil
jafnmikið og nú berst þar að dags daglega.
1882 voru þar 2 botnvörpugufuskip, nú
eru þar 430.
»The Fish Trades Gazetíe«.
1 Rússlandi er meir en V2 niiljón
manna, sem lifa eingöngu af fiskiveiðum,
svo eftir því að dæma munu margar milj-
ónir manna þar hafa atvinnu við fiski-
veiðar. En því miður eru engar reglu-
legar skýrslur færðar yfir þetta, þó liefir
maður nokkurn veginn skýrslu frá árinu
1900, og eftir því sem þar stendur voru
1,329,000 smálestir af alskonar fiski afiað-
ar og fluttar þar á land. Verðupphæð er
ókunnug. Mestalt af fiskinum er fengið í
Hvítahafinu, Austursjónum og við strend-
ur Síberíu.
»The Fish Trades Gazette«.
Selir og álaki’cákur (skarfar). í Dan-
mörku og fleiri löndum er lögð mikil á-
herzla á, að eyðileggja seli og álakrákur;
verðlaun eru veitt af ríkissjóði í því skyni.
Síðastliðið ár voru í Danmörku drepnir
1218 selir, og er það þó minna en árið
áður, því þá voru drepnir 1523 selir als.
Síðan 1890 hafa als verið drepnir í Dan-
mörku 22,792 selir, sem ríkissjóður hefir
borgað fyrir 68,367 kr. í verðlaun. Her-
málaráðaneytið lætur í té kúlubyssur og
skotfæri í þessu augnamiði fyrir lítið verð.
Síðastl. ár voru drepnar 969 álakrákur og
árið áður 1062, og verðlaun borguð 2031
kr. eða 1 kr. af hverri. Selirnir eru mest
drepnir á sumrin, en álakrákur á veturna.
»The Fish Trades Gazette«.
Tvö ný fiskiveiðafélög voru stofnuð
í ágústm. á Þýzkalandi. Annað í Geste-
miinde með 750,000 marka liöfuðstól, en
hitt í Bremerliaven með l1/* miljón marka
liöfuðstól, og ætlar liið síðartalda að byrja
með 14 gufuskipum. Bæði þessi félögætla
sér að stunda fiskveiði í Vestursjónum og
við ísland.
»The Fish Trades Gazette«.
Chr. Sörig frá Skaga í Danmörku liefir
rekið kolaveiði á Önundarfirði eins og
undanfarið. Hann fiskaði í net, sem hann
lagði í firðinum og hafði til þess mótor-
bát. í sumar fiskaði hann 50,000 kola,
og gerir hann ráð fyrir, að veiðin sé eins
mörg pd. Kolann sendi hann til Dan-
merkur saltaðan í tunnum, og er þurkað-
ur þegar heim kemur. Verðið á þurkuð-
um kola er frá 20—25 aura pd.
Prontsmiðjau Gutonberg.