Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 7
ÆGIR. 3 sjávarútveginum önnur eins lyftistöng og Búnaðarfjelag íslands hefur orðið land- búnaðinum. En þótt höfuð fjelagsins, ef svo má að orði komast, sje nú fætt, þá er allur líkaminn eftir; en vjer vonum, að þess verði ekki langt að bíða, að fje- lagslíkaminn verði fullger og hann fái skjótt merg og blóð. Lög Fiskifélags íslands. 1. gr. Félagið heitir »FiskiféIag fslands«. Aðsetur þess er í Reykjavik. 2. gr. Tilgangur félagsins er að styðja og efla alt það, er verða má til framfara og umbóta í fiskiveiðum íslendinga í sjó, ám og vötnum, svo þær megi verða sem arðsamastar þeim, er hafa atvinnu af þeim, og landinu í heild sinni. Þessum tilgangi leitast félagið við að ná með því: a) að gefa gaum að merkilegum ný- mælum, er verða i fiskiaðferðum og meðferð fiskiafurða innan lands og utan, hvetja menn til að reyna þau, er við vort hæfi eru, og veita þeim verðlaun, sem skara fram ur i því tilliti. Styrkja efnilega menn til þess að afla sér þekkingar, utan lands eða innan, á því, er verða mætti atvinnu þeirra eða fiskiveiðunum i heild sinni til gagns. b) Að gefa eftir megni, þeim er þess óska, upplýsingar eða leiðbeiningar um alt það, er getur orðið þessum atvinnuvegi að liði. c) Að stuðla að endurbótum á lenditig- nm og höfnum, fjölgun vita og ann- ara sjómerkja, að bjargráðum á sjó og með ströndum fram, að góðri meðferð á afla og vöruvöndun, að greiðari samböndum milli veiðistöðva innan lands og hagkvæmara sam- bandi við útlenda markaði, og að öðru því, er bæta má hag sjávar- manna. d) Að fræða almenning um þau mál- efni, er snerta fiskiveiðar og þær atvinnugreinar, er standa i sambandi við þær, á þann hátt, er bezt verður við komið og efni félagsins leyfa, svo sem ineð útgáfu smárita, tímarita og öðruvísi. e) Að gæta hagsmuna og réttar islenzkra fiskimanna og annara, er atvinnu hafa af fiskiveiðum, beinlínis eða óbeinlínis, og í samvinnu við land- stjórnina og löggjafarvaldið leitast við að gera fiskiveiðarnar sem öruggasta og arðbærasta atvinnu fyrir landið. f) Að stuðla að aukinni þekking á lífs- báttum íslenzkra nytsemdarfiska og vísindalegum rannsóknum á þeim atriðum i fiskifræði, er sérstaldega þælti ástæða til, að tilraunum með fiskiklak, að stofnun fiskiáhalda og fiskiritasafns i Reykjavik. 3. gr. Félagar geta orðið: a) Hver sá, er vill styrkja tilgang félagsins. b) Deildir, er félagar stofna í hinum ýmsu héruðum landsins, til þess að geta betur starfað fyrir Fiskifélagið. Hver félagsmaður, sem er 21 árs, hefir rétt til að greiða atkvæði á fundum félagsins og gera tillögur um málefni þess, er taka skal til umræðu á fiskiveiðaþingi félagsins. Deildarfélögin skulu að öðru leyti sæta þeim kostum, sem segir i 17. gr.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.