Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 10
6
ÆGIR.
unum úr sjóði félagsins, 3 kr. á dag,
fyrir þann tíma, er þeir sitja á íiskiveiða-
þinginu og eru á ferðinni til og frá þinginu.
16. gr.
Þóknun til forseta, féhirðis og skrif-
ara veitir fiskiveiðaþingið, svo og tii
ráðunauta.
17. gr.
Samkvæmt ákVæðum 3. gr. b. hefir
hver flokkur félagsmanna eða hvert það
félag, er myndast í þeim tilgangi, að
vinna að vexti og viðgangi innlendra fiski-
veiða í einstökum héruðum landsins, og
fer þess á leit við stjórn Fiskifélagsins,
rétt til að gjörast deild i félaginu, ef þau
skuldbinda sig til:
a) að styðja Fiskifélagið i starfi sinu.
b) að gefa stjórn þess allar þær upp-
lýsingar, er hún kann að æskja, og
láta uppi álit sitt um þau málefni,
er íélagið krefst, svo og taka að sér
umsjón með þeim framkvæmdum i
deildarinnar þágu, er Fiskifélagið
kynni að styrkja með fjárframlögum
eða á annan hátt, ef þörf þykir.
c) að gefa stjórn fiskifélagsins árlega
skýrslu um starf sitt og þær breyt-
ingar, er verða á stjórn, félagatölu
og lögum deildarfélagsins.
d) að gjalda árlega í sjóð aðalfélagsins
25 aura fyrir hvern meðlim, sem í
deildinni er.
Á hinn bóginn verða deildirnar að-
njótandi allra þeirra hlunninda, er Fiski-
félagið veitir einstökum meðlimum sinum,
þar á meðal að fá svo mörg eintök af
ritum þeim, er það kann að gefa út, að
nemi x/4 af félagatölu þeirra. Að öðru
leyti ræður hver deild öllu um málefni
sin og fyrirkomulag.
18. gr.
Deildarfélögum er heimilt að senda
fulltrúa á aðalfund og' ársfund Fiskifé-
lagsins, og' hefir hver þeirra eitt atkvæði
fyrir hverja 10 menn i deild hans. Full-
trúinn skal afhenda forseta Fiskifélagsins
skriflegt umboð frá deild sinni. Ferða-
kostnað fulltrúa síns greiðir deildin.
19. gr.
Breytingu á lögum félagsins má gera
á þann hátt, að tillagan sé borin upp á
fiskiveiðaþingi. Ef tillagan er samþykt
með samhljóða atkvæðum allra þeiri’a
fulltrúa, sem á fundi eru, fær hún laga-
gildi. Nái hún að eins meiri hluta at-
kvæða, skal hún boi’in upp á næsta fiski-
veiðaþingi, og öðlast þá gildi, sé hún
samþykt þar með 2/3 atkvæða allra full-
trúanna. Ákvæðum laga þessai’a um
fiskiveiðaþingið má þó eigi breyta nema
með samþykki aðalfundai’.
Bráðcibirgðci-ákvœði.
Þangað til deildar- eða fjói’ðungsfé-
lög þau, er ræðir um í þessum lögum,
vei'ða stofnsett, kýs aðalíundur alla full-
trúana á fiskiveiðaþingið.
Forseti og varaforseti ásamt stjórn-
arneíndarmönnum þeirn, er getur um í
8. gr., svo og yfirskoðunai'- og úrskurð-
armenn, skulu í fyrsta sinn kosnir af
stofnendum félagsins á stoínfundi.
Stjórnin leggur undir úi'skui'ð félags-
ins á fundi, boðuðum í þvi skyni, tillög-
ur sinar um störf þess næstu 2 ár og
áætlun um tekjur og gjöld félagsins sama
timabil.
Fyrsti aðalfundur skal haldinn á
öndverðu ári 1912.