Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 14
10 Æ G I R. því, að styrkja sjávarútveginn og má þakka það að verðleikum. Þess utan veitti það styrk nokkrum lireppsfjelögum til bryggjugerðar: Vestmannaeyjum...............kr. 5,000 Hafnarfirði alt að.............— 25,000 Sauðárkróki....................— 3,000 Húsavík........................— 3,000 Akranesi.......................— 1,000 Lendingarsjóði Bolvikinga . . — 1,000 Samt. kr. 38,000 Erlendis. Hvalveiðar Norðmanna. Nú eru Norðmenn af kappi miklu íarnir að stunda hvalveiðar í Suðurhöf- um, og hafa reist þar margar stöðvar. Ellefsen fór með helminginn af sínum útvegi til Afriku í fyrra, og flytur sig að likindum alfarinn hjeðan í ár, og hval- veiðamennirnir Dahl og Bull líka. Að Vsu gekk veiðin hjer við land betur árið sem leið, en árið 1910, en gefur engan ágóða í samanburði við þann, er fæst af hvalveiðum við Afríkusli-endur. Norð- menn ætla, að þeir hafi fengið 22 milj. króna i hreinan ágóða inn i landið af hvalveiðum árið sem leið, og þau mest eftirsóttu hlutabrjef i Noregi eru nú hlutabrjef i hvalveiðafjelögum, og gengið er nú 250 á sumum brjefunum, og árs- arðurinn hefur verið 100—150%. Um 35 norsk hlutafjelög reka nú hvalveiðar við Airiku og Ástraliu. Þess utan eru um 20 ijelög, sem hingað til hafa stundað veiðar i Norðurhöfum, og 2 stórtjelög stunda hvalveiðar við Alaska undir ame- risku flaggi, og nú er verið að mynda 4 eða 5 ný fjelög. Enginn atvinnurekstnr hefur verið rekinn með öðru eins geysi- kappi í Noregi eins og hvalveiðarnar nú, og öll höf jarðarinnar hafa þeir lagt undir sig. En hvenær þessu linnir og hvar þetta lendir, er ekki gott að segja, en eitt er þó víst, að hversu mikil mergð af hvölum, sem er i öllum höfum jarðarinnar, þá hlítur þeim að fækka, þar sem slikur her steðjar alstaðar að og strádrepur það sem fyrir verður. En Englendingar haf'a haft við orð, að reyna að koma á al- þjóðasamtökum til þess, að hefta dráp hvalanna áður en þeir verða upprættir. Fiskiafli Norðmanna árið 1911 var yfirleitt betri en nokkru sinni áður. Við Finnmörk veiddust 64,4 milj. af þorski; slikur afli hefur ekki fengist þar síðan árið 1897. En meðal- afli við Finnmörk hefur verið rúm 40 árin síðustu 50,8 milj. Lófót-fiskið var i lakasta lagi, 10,5 milj. yfir árið; í öðrum fiskiverum aflaðist og í lakara meðallagi, en fiskverðið var svo hátt, að ágóðinn varð samt mikill. Síldaraflinn var og að öllu samanlögðu mikið góður. Nýfundnalands-flskið hefur árið sem leið verið i lang-lakasta lagi, og það hefur orðið til þess, að vjer höfum haft sæmilegt verð á fiski í ár. Botnyörpuveiðar við Japan. Japanar hafa um langan tima haft dvöl í Grimsby til þess að kynna sjer botnvörpuveiðar og annað viðvíkjandi verkun og meðhöndlun á saltfiski og ís- vörðum fiski og umbúnaði um hann á markaðinn. Fjelag meðal auðmanna i Tokio og Osaka hefur keypt 5 botnvörpuskip í Grimsby, og fór hið síðasta til Japan þ. 24. nóv., og er það ætlun þeirra, að kaupa nokkur fleiri skip þaðan innan skamms. Á hverju skipi er enskur boln- vörpuskipstjóri, sem á að kenna aðferð- ina við veiðiskapinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.