Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 13
ÆGIR. 9 lega er áhættan mikil, þegar um leigu er að ræða, þar sem leigan er að jafnaði há og annar aukinn kostnaður því sam- fara, sem komast má hjá, þegar um eign er að ræða. Botnvörpuútgerðin heíur sýnt það i ár með ekki svo fáum dæmum, að þeg- ar dugnaður og hepni eru samfara góðu fiskverði, þá eru engin íslensk fyrirtæki, sem gefa jafnmikinn arð og útgerð botn- vörpuskipa. En þessi útgerð þarf að vaxa fremur hægt, þannig, að útgerðin aukist ekki örara en það, að ætíð fáist vanir og dug- legir skipstjórar, sem sjeu færir um að takast á hendur skipstjórn á botnvörp- ungi, og hásetar, sem þekki vel handtök öll við þá veiðiaðferð. Ennfremur gæti rekið að því, ef menn taka að leigja botn- vörpunga i stórum stíl, að brúklegir ís- lenskir menn fáist ekki nema fyrir svo hátt kaupgjald, að útvegsmaðurinn neydd- ist til að taka útlenda sjómenn, sem vjer höfum fulla reynslu fyrir, að hafa gefist illa á íslenskum skipum, auðvitað vegna þess, að það er að meiru eða minna leyti úrkast, sem vjer fáum. Vjer verðum að gæta oss fyrir því, að verða ekki gripnir af botnvörpunga- sýki, — eins og átti sjer stað, þegar þil- skipaútvegurinn stóð sem hæst, — þó að vjer höfum íengið þá reynslu í tvö fil þrjú ár undanfaríð, að nokkrir framúr- skarandi duglegir þilskipaskipstjórar hafi haldið áíram að afla vel eftir að þeir tóku við botnvörpuskipi. Síldaraflinn á Siglnflrði. Síðastl. sumar hafa aflast við Norð- urland 124,499 tn. af sild, sem var sölt- uð. Þar af öfluðu Norðmenn 72,119 tn„ íslendingar 21,183 tn., Danir 14,007 tn., Þjóðverjar 10,302 tn. og Svíar 6,888 tn. Auk þessa aflaðist mjög mikið af síld, sem vinna átti úr guano og olíu. En vjelarnar voru i ólagi ogkomustekki yfir að vinna úr því, sem að barst og vjelaeigendur urðu að kaupa, samkv. samningum, sem þeir höfðu gert áður en veiðin byrjaði og gefa ákveðið verð fyrir, 4 kr. strokkinn. Þegar landburður var sem mestur, var síldinni haugað saman á landi og skemdist þannig mjög mikið, sem varð að kasta í sjóinn aftur. En þeii’, er verlc- smiðjurnar áttu, biðu tilfinnanlegt tjón. Á Siglufirði mun þó hafa verið unnin úr sild um 150,000 kg. guano og 2,900 föt oliu. Lög er gengu í gildi 1. jan. 1912. Lög1 mn Titagjald. Fyrir hvert skip, sem hefur fullkomið þilfar eða gangvjel og tekur höfn á fslandi, eða haldið er út frá landinu, skal greiða 25 aura af hverri smálest af rúmmáli skipsins. Herskip eru und- anþegin þessu gjaldi. Skip, sem að eins eru höfð til fiskjar innanlands og aldrei fara utan á veiðitímanum greiða vitagjald einu sinni á ári, þó aldrei minna en 4 kr. Lög um vita, sjómerki o. fl. Vita, leiðarijós, sjómerki, dufl eða önnur leiðbeiningarmerki fyrir skip má ekki setja upp nema með leyfi stjórnarráðsins, og ekki heldur breyta slíkum merkjum án leyfls stjórnarráðs- ins, og skal beiðni þar að lútandí vera innsend að minsta kosti 2 mánuðum áður en breylingin á að verða framkvæmd. Sá sem vill leggja niður slík merki á sömuleiðis að tilkynna það stjórnarráðinu. í fjárlögum fyrir árin 1912—13 eru veittar beint í þarfir sjávarútvegsins 17,900 kr. hvort árið, sem skiftast þannig: Laun 5 fiskiyfirmatsmanna . kr. 7,800. Ferðakostnaður sömu manna — 400 Laun 2 síldarmatsmanna, ann- ará Akureyri, hinn á Siglufirði — 1,200 Til Fiskifjelagsins................— 2,500 Til Fiskiveiðasjóðsins .... — 6,000 Samt. kr. 17,900 Þetta hefur Alþingi komist lengst í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.