Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 8
4 ÆGIR. 4. gr. Árstillag félaga skal vera 1 kr., eða 10 kr. í eitt skifti fyrir öll. Um tillög deildafélaga íer eins og segir í 17. gr. Æfitillög skulu goldin við inntöku í félagið en árstillög fyrir lok októbermán- aðar. Féhirðir heimtir inn tillög .félags- manna. Þeir menn, er eigi hafa goldið tillög sin þá eitt ár er liðið frá síðasta gjalddaga, skulu eigi skoðast lengur sem félagar, nema því að eins, að málsbætur séu, er stjórnin tekur gildar. Úrsögn úr félaginu sé skrifleg og sendist forseta. 5. gr. Stjórn félagsins getur með samþykki aðalfundar kosið heiðursfélaga þá menn, er sérstaklega hafa gert sig þess maklega. 6. gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn í Reykjavilc annaðhvort ár, á þeim tima, er fiskiveiðaþing félagsins ákveður. Skal forseti félagsins boða til hans með 2 mánaða fyrirvara á sem haganlegastan hátt, og skýra i fundarboðinu frá hinum helztu verkefnum, er liggja fyrir fundin- um. Forseti setur fundinn og gengst fyi'ir kosningu fundarstjóra. Á aðalfundi skal stjórn félagsins gera grein fyrir starfi sínu og högum félagsins á hinu liðna félagsári og fyrirætlunum, ræða fiskiveiðamáíefni og samþykkja til- lögur, er fundurinn óskar, að flskiveiða- þing félagsins taki til greina. Aðalfundur kýs, auk fulltrúa til fiskiveiðaþingsins, 2 yfirskoðunarmenn og 2 úrskurðarmenn, og gildir kosning þeirra um 4 ár. Það ár, sem aðalfundur er eigi haldinn, skal halda ársfund og gildir um hann hið sama sem um aðalfund, að þvi undan- teknu, að þar fara engar kosningar fram. 7. gr. Fiskiveiðaþing félagsins er skipað 12 fulltrúum, sem kosnir’eru til 4 ára. Aðal- fundur félagsins kýs 4 fulltrúa og 2 til vara og deildarfélög landsins 8 fulltrúa, með þeim hætti, að hver landsfjórðungur er kjörsvæði fyrir sig, og kjósa deildar- félögin á því í sameiningu 2 fulltrúa fyrir hvert þeirra. Kosning þessara fulltrúa fer fram á þann hátt, að sérhver deildar- félagsmaður, er mætir á aðalfundi deild- arfélagsins, greiðir atkvæði tvöfalt fleiri mönnum en kjósa skal fulltrúa. Að lokinni kosningu sendir hver deildarfélagsformaður stjórn Fiskifélagsins endurrit af kosningargerðinni og skal hún, er slík endurrit eru fengin, telja saman atkvæðin úr hverju kjörsvæði fyrir sig. Þeir tveir menn, sem flest atkvæði hafa fengið í hverju kjörsvæði, eru kjörnir fulltrúar fyrir það, og þeir 2 menn, sem næst þeim hafa hlotið flest atkvæði, eru varafulltrúar, sem sækja fiskiveiðaþingið í stað hinna og i forföllum þeirra. Ef tveir eða fleiri hafa fengíð jafnmörg at- kvæði við kosninguna, ræður hlutkesti. Helmingur fulltrúa og varafulltrúa gengur úr fiskiveiðaþinginu annaðhvort ár, i fyrsta sinn eftir hlutkesti, og skal kjósa fulltrúa í þeirra staö. Endurkosn- ing má eiga sér stað. Nú vill meirihluti deildarfélaga i ein- hverju kjörsvæði fela kosningu fiskiveiða- þingsfulltrúanna einhverju sérstöku deild- arfélagi eða íjórðungsfiskifélagi og fiski- veiðaþing samþykkir og kýs aðalfundur þess tilnefnda deildarfélags eða fjórðungs- fiskifélags þá fulltrúana. 8. gr. Fiskiveiðaþingið skal haldið annað- hvort ár, ogjer fundur þess lögmætur, þegar 8 eru 'já fundi. Fiskiveiðaþingið hefir æðsta vald i félagsmálum og ræður afl atkvæða. Fiskiveiðaþingið kýs torseta og varaforseta fyrir félagið til tveggja ára.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.