Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 6
2
ÆGIR.
við allar fjárveitingar úr landssjóði, og'
leiddi það til stofnunar Fiskiveiðasjóðs
íslands, sbr. 1. 10. nóv. 1905, og þeir, er
sömdu lögin um íiskiveiðasjóðinn, hafa
sjeð það í hendi sjer, að alment fjelag
til eflingar fiskiveiðum og siglingum myndi
stofnað, því að i 4. gr. laga fiskiveiða-
sjóðsins segir svo: »Verði stoínað al-
inent fiskiveiða- eða útgerðarfjelag fyrir
land alt, í nokkurri líking við Búnaðar-
fjelag íslands, skal leita álits slíks fjelags
um lánveitingar, styrkveitingar og verð-
launaveitingar úrsjóðnum«. Fjelagsstofn-
un var þannig vakandi i hugum manna,
og ýmsir merkir menn, þar á meðal
Tryggvi bankastjóri Gunnarsson, höfðu
sterkan áhuga á málinu, og að því kom
veturinn 1908, að nokkrir skipstjórar og út-
vegsmenn og aðrir, sem vildu, að fram-
kvæmdir yrðu i þessum efnum, hjer i bæn-
um, hjeldu fund rneð sjer um málið. Fund-
urinn kaus nefnd til að undirbúa lög. Bjarni
adjunkt Sæmundsson samdi frumvarp til
laga.að mestu sniðið eftir lögum »Selskabet
for de norske Fiskeriers Fremme«, en
lengra komst málið ekki áleiðis þá.
Loks gerðist sá atburður haustið 1910,
að annar liinna pólitisku ílokka sneri
sjer að málinu. Stjórn skrifstofu sjált-
stæðismanna, þeii- dr. Jón Þorlcelsson,
Brynjóllur tannlæknir Björnsson og Ól-
afur prestur ólafsson, tóku málið í sínar
hendur og kvöddu til ráða með sjer ýmsa
hina bestu menn, er kunnugir voru sjáv-
arútveginum, hverjum pólitiskum flokki
sem þeir fylgdu, og var það mjög vitur-
lega ráðið. Málið fjekk sem vita mátti
liinar bestu undirtektir, þvi að öllum
var þegar ljós nauðsyn þessa fjelags, enda
tókst að hrinda málinu svo fljótt áfram,
að fjelagið var stofnað í þingbjTjun 1911
og stjórn valin. Formaður Hannes skipstj.
Hafliðason og í stjórn með honum Magn-
ús skólakennari Magnússon, skipstjórarnir
Geir Sigurðsson og Matthías Þórðarson,
og útvegsmaður Jón Magnússon í Skuld.
Varaforseti Tryggvi Gunnarsson og með
honum í varastjórn skipstjórarnir Sigurð-
ur Jónsson í Görðunum og Jón Ólafsson.
Endurskoðunarmenn reikninga fjelagsins
Magnús lögfr. Sigurðsson og Brynjólfur
tannlæknir Björnsson, en úrskurðarmenn:
Þórhallur biskup Bjarnarson, Jens próf.
Pálsson og Ólafur prestur Ólafsson.
Lög fjelagsins, sem birt eru í heild
sinni á öðrum stað i blaðinu, eru sniðin
í mörgum greinum eftir lögum Búnaðar-
fjelags íslands og frumvarps-uppkasti þvi,
sem áður er nefnt.
Siðasta Alþingi sýndi í verkinu, að
það viðurkendi nauðsyn og' nytsemi fyr-
irtækisins með því að veita fjelaginu nú
þegar 2500 kr. styrk á ári, til þess að
það gæti sem fyrst eflst og útbreiðst um
landið alt. Sjerstaklega eiga þáverandi
þingm. Reykvíkinga, þeir dr. Jón Þor-
kelssonog Magnús Blöndalil, miklar þakkir
skyldar fyrir ötula framgöngu á þinginu
fyrir málinu, því að það mun mega segja
með sannindum, að miklar líkur eru
fyrir því, að fjelagið hefði ekki nú getað
tekið til starfa, sökum fjárskorts, ef þeir
hefðu ekki lagst eins þungt á sveifina og
raun varð á.
Þess er eklci þörf að fara mörgum
orðum um, hve þarft og mildlvægt starf
Fiskifjelagið á fyrir höndum að vinna,
því að hver einasti íslendingur, sem kom-
inn er til vits og ára veit, hversu sjávar-
útvegurinn er mikil meginstoð undir far-
sæld ogframförum þjóðarinnar, enfjelag-
ið er til þess stofnað, að efla og lyfta
með ráði og dáð þessum stórgerðasta og
uppgripamesta atvinnuvegi landsins.
Það er komið undir sjómannastjett
vorri og íorsjálni og dugnaði(.-stjórnar
fjelags þessa, hvort Fiskifjelag íslands get-
ur náð því, er fram líða stundir, að verða