Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1912, Blaðsíða 9
ÆGIR. D Það skipar stjórnarnefnd, og sitja í henni auk forseta 4 menn, er fiskiveiðaþingið kýs; auk þess kýs það 2 stjórnarnefndar- menn til vara. Fiskiveiðaþingið kýs og 1 lirskurðarmann til 4 ára. 9. gr. Forseti stjórnar fundum fiskiveiða- þingsins og skal sjá um framkvæmd á ákvörðunum þess; hann ávísar fé til að greiða með gjöld félagsins, hann hefir eftirlit með eignum félagsins og umejón með öllu þvi, er félagið varðar; hann semur á ári hverju skýrslu um störf íé- lagsins. Hann boðar til stjórnarnefndar- funda og stýrir þeim. Hann býr málefni félagsins undir fundi fiskiveiðaþingsins og leggur fyrir það: 1. Reikning fyrir undanfarin ár með athugasemdum yfirskoðunarmanna, svörum reikningshaldara og tillögum yfirskoðunarmanna til úrskurðar. 2. Athugasemdir yfirskoðunarmanna um störf félagsins. 3. Skýrslu félagsstjórnarinnar um störf félagsins. 4. Yfirlitsskýrslu um tekjur og gjöld yfirstandandi reikningstimabils. 5. Tillögur félagsmanna, ársfundar og aðalfundar, um störf félagsins. 6. Tillögur stjórnarnefndar um störf félagsins um næsta tveggja ára tima. 7. Yfirlit yfir tekjur félagsins og tillögur um útgjöld þess næsta reiknings- timabil. Reikningstímabilið nær yfir tvö ár. Fiskiveiðaþingið gjörir ákvæði um mál- efni þess. 10. Stjórn félagsins kýs úr sínum flokki eða utan hans skrifara, féhirði og ráðu- naut, einn eða fleiri. 11. gr. Skrifari annast bréfaskriftir félagsins eftir fvrirmælum forseta og undirskrifar með honum bréf frá félaginu. Hann heldur fundarbók á fiskiveiðaþinginu, aðalfundi og stjórnarnefndarfundum, dag- hók yfir bréf, er félaginu berast, og bréfa- bók með eftirritum bréfa frá félaginu. Hann geymir og skjalasafn félagsins. 12. gr. Féhirðir geymir peninga og eignar- skirteini félagsins; hann beimtir inn tekj- ur þess og greiðir af hendi gjöld eftir ávisun forseta. Tekjur og gjöld skrifar hann jafnóðum inn í sjóðbók félagsins, og semur við hver árslok reikning yfir þau, svo og yfirlit yfir allar eigur og skuldir félagsins; skal hann síðan afhenda reikninginn forseta, er sendir hann yfir- skoðunarmönnum. 13. gr. Yíirskoðunarmenn skulu rannsaka reikning félagsins og gera athugasemdir við hann; þeir skulu og árlega skoða sjóð félagsins og öll eignaskírteini þess, og rita á reikninginn vottorð þar að lút- andi. Ennfremur skulu þeir kynna sér hvernig félaginu er stjórnað, og gera al- hugasemdir um, hver árangur hafi orðið af framkvæmdum félagsins. Athugasemdum þeirra skulu þeir svara, er hlut eiga að máli, og þvínæst skulu yfirskoðunarmenn gera tillögur til úrskurðar. Fiskiveiðaþingið segir álit sitt um tillögurnar; þvi næsl fella úrskurðar- mennirnir úrskurð um athugasemdirnar. 14. gr. Skýrsla um aðgerðir félagsins og árs- reikninga þess skal prenta að minsta kosti annaðhvort ár og útbýta meðal fálagsmanna ókeypis. 15. gr. Dagpeningar skulu greiddir fulltrú-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.